Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 39

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 39
Skuldir % Tekjuhalli og heildarskuldir hins opinbera Hlutfall af landsframleiðslu Tckjuhalli O/ /o 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Þótt skuldastaðan hér á landi mælist töluvert undir meðaltali OECD-ríkjanna er Ijóst að þær eru óþægilega miklar, þar sem erlendi hluti þeirra er mikill. Því er mikilvægt í Ijósi bættra efnahagshorfa að stöðva skuldasöfnunina og í framhaldi stefna að því að lækka skuldirnar í áfongum. Þróun peninga- og vaxtamála það sem af er ári hefur mótast af óvissu í efnahags- málum og hefur þá verið horft til kjarasamninga og kosninga til Alþingis. Fjárfestar hafa haldið að sér höndum sökum þessa og gætir þessa bæði á langtímamarkaði og peningamarkaði. Útboð spariskírteina hafa ekki leitt til mikilla viðskipta og nú bregður einnig svo við að lítil viðskipti hafa verið á eftirmarkaði með spariskírteini. Vextir hafa farið hækkandi á peningamarkaði það sem af er árinu og eru þeir nú töluvert hærri en víða erlendis þótt verðbólga sé ekki meiri hér á landi en annars staðar. Hækkun vaxta ríkisvíxla hefur ekki orðið til þess að örva sölu því stofn ríkisvíxla hefur dregist saman um allt að 5 milljarða króna. Ekki hefur tekist að brúa lánsfjárþörf ríkissjóðs á fyrstu 3 mánuðum ársins, alls um 10 milljarða króna, þrátt fyrir umtalsverðar erlendar lántökur, og hefur ríkis- sjóður því gengið á innstæður sínar í Seðlabanka. Vegna innkomu erlendra lána batnaði gjaldeyrisstaða Seðlabankans á fyrstu 3 mánuðum ársins um alls 2,5 milljarða króna. Að lántökum frátöldum er um að ræða hreint gjaldeyrisútstreymi sem nemur tæpum 7 milljörðum króna. Hægt hefur þó á gjaldeyrisútstreyminu á síðustu vikum. Erfitt er að sjá fyrir þróun peningamála á næstu mánuðum. Ætla má þó að vextir hneigist áfram til hækkunar og trauðla dregur úr þeirri tilhneigingu fyrr en afkomubati í opinberum fjármálum verður í augsýn. Gengi krónunnar hefur styrkst lítillega frá áramótum og aðallega vegna aðgerða Seðlabankans þann 10. mars síðastliðinn en þær miðuðu að því að þrengja að innlánsstofnunum og draga úr gjaldeyriskaupum þeirra. Almenn útlán innlánsstofnana 37

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.