Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 42

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 42
• Oll laun hækka um 2.700 krónur við undirskrift. • Laun undir 84.000 krónum á mánuði hækka um allt að 1.000 krónur við undirskrift. • Þann I. janúar 1996 hækka laun um 2.700 krónur eða 3%. • Desemberuppbót hækkar á næsta ári úr 13.000 krónum í 15.000 krónur. • Akvæði síðustu kjarasamninga um launabætur og tekjutryggingu til þeirra sem ekki ná 80.000 króna heildarlaunum, eru framlengd. I þessum samningi felst launahækkun sem metin er 6,9% að meðaltali yfir samningstímann og gert er ráð fyrir að laun verði að meðaltali um 4% hærri en í fyrra. Kjarasamningurinn hefur í for með sér nokkra kjarajöfnun sem sjá má af því að lágmarkslaun munu hækka strax úr 43.116 krónum í 46.816 krónur sem er 14,8% og 60 þúsund króna mánaðarlaun hækka um 11,3%. Jafnhliða hinum almennu kjarasamningum voru gerðir sérkjarasamningar við einstök landssambönd innan ASÍ og nokkur stór verkalýðsfélög. Sérkjarasamningarnir taka einkum til þriggja þátta. Þeir skylda launþega til að láta verkafólki í té hlífðarfatnað, kveðið er á um námskeiðsálag og tilhögun vinnutíma. Það er afar erfitt að meta til hlítar kostnaðarauka vegna sérkjarasamninganna. Mat Þjóðhagsstofnunar er að þeir jafngildi um 0,2-0,3% meðaltalshækkun launakostnaðar. Ríkisstjórnin lagði sitt á vogarskálina til að greiða fyrir gerð kjarasamninga. Helstu þættir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá 20. febrúar 1995 eru: • Verðtrygging ljárskuldbindinga verður framvegis miðuð við vísitölu neysluverðs og gildir breytingin frá og með 1. apríl næstkomandi. Vísitala neysluvöruverðs er reiknuð eins út og vísitala framfærslukostnaðar en sú vísitala hefur nú verið aflögð. • Iðgjald launþega til lífeyrissjóða verður frádráttarbært frá tekjum til skatts. Þessu verður komið á í áföngum, þannig að frá og með 1. apríl næstkomandi verður helmingur iðgjaldsins, það er 2% iðgjaldsstofns, frádráttarbær. Þann 1. júlí 1996 bætist 1% við og loks ári síðar verður iðgjaldið að fullu frádráttarbært. • Eingreiðslur í almanna- og atvinnuleysistryggingum verða greiddar í samræmi við ákvæði í kjarasamningum. Tvísköttun lífeyris frá lífeyrissjóðum hefur mjög verið til umræðu að undanförnu. 1 því skyni að milda tvísköttun ákvað ríkisstjórnin síðla árs í fyrra að heimiia lífeyris- þegum 70 ára og eldri að draga 15% lífeyris frá tekjum til skatts. Nú er gengið lengra og stefnt að frádrætti iðgjalda launþega í áföngum. Fjármálaráðuneytið hefur áætlað að frádráttur iðgjaldsins kosti hið opinbera í heild 2,2 milljarða króna, þar af verði kostnaður ríkissjóðs um 1,6 milljarður og sveitarfélaganna um 600 milljónir króna. A þessu ári fellur á ríkissjóð um 600 milljón króna kostnaður. 1 frádrætti iðgjaldsins felst raunar frestun á skattlagningu þess og það skattað er til greiðslu lífeyris kemur. Tilgangur þessara aðgerðar er þannig að jafina skattbyrðinni yfir æviskeið einstaklingsins. A hinn bóginn þá hefur hún væntanlega ekki í för með sér 40

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.