Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 43

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 43
tekjujöfnun milli einstaklinga í nútíð, en því veldur að iðgjaldið reiknast hlutfallslega af Iaunum. Ennfremur má minna á að sumar stéttir greiða iðgjald af öllum launum, svo sem launafólk innan ASI, en aðrar, einkum opinberir starfsmenn, greiða eingöngu af dagvinnulaunum. Þegar upp er staðið er áætlað að kjarasamningarnir muni auka útgjöld ríkissjóðs umfram það sem fjárlög kveða á um sem nemur um 1,5 milljörðum króna í ár. Á móti þessum útgjöldum koma auknar tekjur af tekjuskatti einstaklinga og aukinni veltu, þannig að nettókostnaður ríkissjóðs gæti numið um 'A milljarði króna. Kjarasamningar tókust fyrir tilstuðlan ríkissáttasemjara við Kennarasamband íslands og Hið íslenska kennarafélag þann 28. mars og lauk þar með 6 vikna verkfalli. Samningurinn gildir til ársloka 1996 og er talin færa kennurum um 20% launahækkun á samningstímanum. Launataflan hækkar um 6% á þeim tíma, breytingar á starfsaldri og breytt röðun í launaflokka og lækkun kennsluskyldu er talin hafa í för með sér sem svarar um 13% launahækkun. Á móti þessu kemur að kennsludögum fjölgar og má ætla að vinnuframlag kennara gæti aukist um 4-5%. Þann 12. apríi tókust samningar milli ijármálaráðuneytis og Starfsmannafélags ríkis- stofnana, sem er langstærst aðildarfélaga BSRB. Þetta er fyrsti stóri samningurinn sem gerður er eftir kennarasamningana og mikilvægur samningur að því leyti að hann er sniðinn eftir samningum á almennum vinnumarkaði, en líklegt er að aðrir hópar innan BSRB muni semja um svipaðar kjarabætur. Osamið er enn við allmarga hópa ríkis- starfsmanna, bankamenn eru með lausa samninga, Farmanna- og fiskimannasamband og fleiri. Ætla má að um miðjan apríl sé um þriðjungur launþega með lausa samninga. Hér verður ekki reynt að spá í niðurstöðu þessara samninga. I þessari spá er gert ráð fyrir að hagvöxtur haldist í um 3% annað árið í röð, en engu að síður dregur lítið úr atvinnuleysi. Þetta er í hátt við reynslu annarra landa. Þannig er ekki gert ráð fyrir að spenna á vinnumarkaði muni leiða til launaskriðs. Hinu er þó ekki að leyna að ávallt fylgir nokkur hætta á launaskriði þegar kjarasamningar fela í sér miklar breytingar á launahlutföllum. Vísitala framfærslukostnaðar, sem raunar ber nafnið vísitala neysluverðs frá 1. apríl, hefur lækkað um 0,2% á fyrstu 3 mánuðum ársins. Vísitalan hækkaði verulega frá desember til janúar eða um 0,8%, en 0,1-0,2% lækkun mældist í mars og apríl. Samanburður á verðlagshækkun á 12 mánuðum til febrúar hér á landi og í öðrum OECD ríkjum sýnir að í einungis tveim þeirra, Japan og Sviss, var verðbólga lægri en hér á landi. Hérlendis mældist verðbólga á þessu tímabili 1,7%, en 3,1% í aðildarríkjum ESB. Lækkun neysluverðs í apríl um 0,2% var óvænt og gæti gefið til kynna að verðbólguspá Þjóðhagsstofnunar væri í hærri kantinum. Vafasamt er þó að draga þá ályktun út frá einni mælingu, ekki síst með hliðsjón af því að Iækkunin er einkum rakin til tveggja liða, lækkunar tryggingariðgjalda og íbúðaverðs, sem annars vegar má skýra með aukinni samkeppni á tryggingamarkaði og hins vegar minni eftirspurn eftir íbúðar- húsnæði. Á hinn bóginn byggjast hefðbundnar verðlagsspár einkum á kostnaðar- . breytingum og taka minna tillit til eftirspurnarbreytinga eða samkeppnisaðstæðna. Verðlagsspá Þjóðhagsstofnunar byggir á því að kjarasamningur landssambanda innan ASÍ verði fyrirmynd annarra samninga og á því að ekki komi til launaskriðs. 41

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.