Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 44

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 44
Spáin er jafnframt byggð á óbreyttu meðalgengi krónunnar og á því að engar breytingar verði á óbeinum sköttum. A þessum grundvelli fæst að neysluvísitala muni hækka um 2‘/2% milli ársmeðaltala 1994 og 1995. Til samanburðar hljóðar spá OECD upp á 2,3% í ár og 2,6% á því næsta. Spáin felur í sér að kaupmáttur launa muni batna um 1,5% frá 1994 til 1995. Útlit er fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann gæti hækkað nokkru meira. Þar kemur annars vegar til skattalækkun vegna lækkunar hátekjuskatts og frádráttar lífeyrisiðgjalds og hins vegar er útlit fyrir að ársverkum fjölgi umfram fólksfjölgun. Að þessum forsendum gefnum fæst að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann gæti aukist um 3%. Þjóðarútgjöld Aukin umsvif í útflutningsgreinunum og vaxandi kaupmáttur heimilanna fela í sér aukin þjóðarútgjöld. Þær áætlanir um framleiðslu-, verðlags- og tekjuþróun á þessu ári sem lýst hefur verið hér á undan benda til þess að þjóðarútgjöld í heild aukist um 3,6%. Til samanburðar jukust þjóðarútgjöldin einungis um 0,9% í fyrra og drógust saman næstu tvö árin þar á undan. Einkaneysla. Samdráttur undanfarinna ára hefur sett mark sitt á þróun einkaneyslunnar. Sem hlutfall af landsframleiðslu lækkaði einkaneyslan um 414 prósentustig á árunum 1987 til 1994. Að baki þessum samdrætti liggur öðru fremur mikill samdráttur kaupmáttar. Með auknum kaupmætti og batnandi efnahagshorfum má fastlega reikna með að efitirspum heimilanna efitir vöru og þjónustu fari vaxandi. A hinn bóginn er rétt að benda á að skuldsetning heimilanna takmarkar svigrúm til aukinnar neyslu og því er minni hætta en áður á að efnahagsbati leiði til ofþenslu á þessu sviði. Bráðabirgðatölur leiða í ljós að í lok árs 1994 námu skuldir heimilanna um 293 milljörðum króna. í hlutfalli við ráðstöfunartekjur námu skuldimar ríflega 130% og hækkuðu um 10 42

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.