Þjóðarbúskapurinn

Eksemplar

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Side 45

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Side 45
prósentustig frá árinu áður. Spáin gerir ráð fyrir að einkaneyslan aukist um 3,9% á þessu ári sem felur í sér að heimilin dragi nokkuð úr spamaði á árinu. Samneysla. Áætlaðar breytingar á samneyslu byggja á stefnumörkun stjómvalda í ríkis- íjármálum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga. Samtals er gert ráð fyrir að samneyslan aukist um 2% á þessu ári. Samneysluútgjöld ríkisins eru talin aukast um 1%% og sveitarfélaga um 3'/2%. Undanfarin ár hefur samneysla sveitarfélaganna aukist umtalsvert. Á síðustu þremur árum jókst hún til dæmis um nálægt því 20% að raungildi. Á sama tíma dróst samneysla ríkisins lítið eitt saman. Á næstu árum mun líklega hægja á vexti samneyslunnar hjá sveitarfélögum vegna erfíðrar ijárhagsafkomu þeirra. Hlutfall samneyslu af landsframleiðslu verður ívið lægra í ár en í fyrra eða 20% í stað 20,2%. Fjárfesting. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við Hvalijarðargöng í sumar og reiknað er með að alls verði lagðar 700 milljónir króna í það verkefni. Spáð er 2% aukningu ijárfestingar í íbúðarhúsnæði, en þrátt fyrir efnahagssamdrátt undanfarinna ára hefur þessi liður fjármunamyndunarinnar haldist nokkuð stöðugur. Ekki er reiknað með framkvæmdum við stækkun álversins í þessari spá. Ef slík stækkun verður ákveðin og framkvæmdir heijast á þessu ári mun það að sjálfsögðu hafa veruleg áhrif til hækkunar. Miðað við að framleiðslugeta núverandi álvers verði aukin um 60.000 tonn má gera ráð fyrir um 10 milljarða króna ijárfestingarútgjöldum sem féllu til á að minnsta kosti tveimur árum. Þessu til viðbótar má nefna að í athugun hefur verið að reisa sinkverksmiðju hér á landi, en engin ákvörðun liggur þó fyrir í því máli. Framkvæmdaáætlanir opinberra aðila benda til samdráttar á árinu. Þannig er reiknað með samdrætti í framkvæmdum við vegi og brýr sem og byggingar hins opinbera. Á' móti vegur að gert er ráð fyrir nokkurri aukningu í framkvæmdum sveitarfélaganna við 43

x

Þjóðarbúskapurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.