Þjóðarbúskapurinn

Eksemplar

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Side 46

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Side 46
götur og holræsi. í heild eru horfur á samdrætti í ljárfestingu hins opinbera sem nemur um l'/2%. Utanríkisviðskipti og erlendar skuldir Aukin umsvif munu óhjákvæmilega leiða til aukins innflutnings. Spár um einkaneyslu og Qárfestingu fela í sér raunaukningu almenns vöruinnflutnings um 4% og sérstakur vöruinnflutningur í tengslum við stóriðju og innflutning skipa og flugvéla er talinn aukast um 5% milli ára. I heild eykst því vöruinnflutningur um 4,4% að raungildi. Þjónustugjöld aukast einnig milli ára eða um 4'/2%. Innflutningur vöru og þjónustu eykst því um 4/2% að raungildi milli ára, sem er talsvert umfram aukningu útflutnings. Sá mikli viðsnúningur sem orðið hefur í utanríkisviðskiptum á síðustu tveimur árum hefur skapað svigrúm fyrir áframhaldandi stöðugleika. Með breyttum reglum á sviði ijármagnsviðskipta og gengisskráningu krónunnar skipta væntingar um þróun utanríkis- viðskiptanna mun meira máli en áður. Vangaveltur um veika stöðu krónunnar að undanförnu hafa að verulegu leyti byggst á væntingum um lakari niðurstöðu á viðskiptajöfnuði en raun hefur orðið á. Það má því segja að áframhald stöðugleikans byggist að töluverðu leyti á því að viðskiptajöfnuðurinn verði áfram jákvæður. Allar horfur eru á að svo verði. Afgangur viðskiptajafnaðar síðasta árs nam 2,3% af landsframleiðslu og útlit er fyrir svipaða niðurstöðu í ár. I vöruviðskiptunum stefnir í um 25 milljarða króna afgang. Gert er ráð fyrir að þjónustujöfnuður án vaxta verði nánast á sléttu, sem er talsvert lakari niðurstaða en á síðasta ári en þá var þessi liður jákvæður um 2,3 milljarða króna. Jöfnuður þáttatekna verður áfram óhagstæður, en þar vega vaxtagreiðslur af erlendum lánum langþyngst. I heild er því spáð að viðskipta- jöfnuðurinn verði jákvæður um 10,7 milljarðasem svarartil 2,3% af landsframleiðslu. Hrein erlend skuldastaða sem hlutfall af VLF og 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Jákvæður viðskiptajöfnuður felur í sér að tekjur þjóðarbúsins í erlendri mynt eru meiri en útgjöld. Þar með skapast forsendur fyrir lækkun erlendra skulda. Hreinar 44

x

Þjóðarbúskapurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.