Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Side 48
5. Efnahagshorfur á næstu árum
Hér á efitir verður lýst í megindráttum efnahagshorfum fyrir árin 1996-1999 eins og þær
eru nú metnar. Að baki matinu liggja gefnar forsendur um þróun ytri skilyrða og er gerð
grein íyrir þeim sem mestu máli skipta. Þegar þetta er skrifað hefur ný ríkisstjóm hins
vegar ekki verið mynduð og því ríkir nokkur óvissa um efnahagsstefnuna sem fylgt
verður á næstu árum. Þar vegur þyngst að ekki liggur fyrir langtímaáætlun í opinberum
fjármálum. Hér var því valin sú leið að byggja á því að halli á rekstri hins opinbera
verði óbreyttur frá því sem hann stefnir í á þessu ári. Þótt þessi forsenda sé vafasöm í
ljósi þeirrar áherslu sem hefur verið lögð á að treysta afkomu hins opinbera er gagnlegt
að meta horfumar á þessum grunni og hafa til samanburðar við endurmat þegar
aðgerðaáætlun liggur fyrir í opinberum fjármálum.
Helstu forsendur sem Þjóðhagsstofnun hefur stuðst við em þessar:
Hið opinbera. Gert er ráð fýrir að samneysla aukist um 2'/2% á ári að jafnaði, en að
opinber fjárfesting minnki um 1% á ári. Reiknað er með óbreyttri skattbyrði.
Efnahagshorfur á alþjóðavettvangi. Hér eru lagðar til grundvallar spár OECD um
hagvöxt, verðbólgu, vexti og fleiri mikilvægar hagstærðir á umræddu tímabili. Þessar
spár byggja meðal annars á því að meðalhagvöxtur í aðildarríkjum OECD verði tæplega
3% á ári, árleg verðbólga verði um 2'/2% og vextir þokist niður á við efitir því sem á
tímabilið líður. Þessar forsendur gera því í aðalatriðum ráð fyrir að framhald verði á því
vaxtarskeiði sem hófst í heimsbúskapnum í fyrra, verðbólgu verði haldið í skefjum og
viðunandi jafnvægi verði í fjármálum.
Útflutningur. Miðað er við að unnt verði að auka þorskveiðar lítið eitt frá því sem nú er
á árunum 1998-1999. Ekki er reiknað með breytingum á öðrum afla, en gengið er út frá
að framlegð sjávarafurðaframleiðslunnar aukist nokkuð ár frá ári, meðal annars með
hagkvæmari ráðstöfun aflans og hagstæðari markaðsaðstæðum. Að öllu samanlögðu er
gert ráð fyrir 1 /2% árlegum vexti útflutnings sjávarafurða að jafnaði 1996-1999.
Þótt nokkrar horfur séu nú á nýijárfestingu í orkufrekum iðnaði, er ekki reiknað með
slíku hér og einvörðungu gert ráð fyrir lítillegri aukningu útflutnings ISAL.
Gert er ráð fyrir að vöruútflutningur án afurða sjávarútvegs og stóriðju aukist um 5%
árlega á tímabilinu.
Gengið er út frá að verð á flestum tegundum út- og innflutnings fylgi erlendum
verðlagsbreytingum. Kísiljám er eina undantekningin, en gert er ráð fýrir að verð á því
hækki um 6/2% 1996-1997. Viðskiptakjör verða því nánast óbreytt.
46