Þjóðarbúskapurinn

Eksemplar

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Side 49

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Side 49
Á þessum forsendum verður hagvöxtur á mælikvarða landsframleiðslu á árunum 1996-1999 um 2% að jafnaði. Gera má ráð fyrir að atvinnuleysi standi nánast í stað og verði um 4%. Þetta stafar af því að 2% hagvöxtur á ári er að öðru jöfnu ekki nægilega mikill til þess að tryggja þá fjölgun starfa sem þarf til þess að atvinnuleysi minnki. Varla er hægt að segja að neinn einn þáttur eftirspumar skeri sig úr og knýi hagvöxt, en útflutningur og samneysla vaxa hraðast, eða um rúmlega 2'/2% á ári. Einkaneysla og íjárfesting vaxa um rúmlega 2% og innflutningur um 3% á ári að jafnaði. Viðskiptajöfnuður verður jákvæður um 2'/2% af landsframleiðslu og verða erlendar skuldir komnar niður í 30% af iandsframleiðslu í árslok 1999 ef þessi spá gengur eftir. Þetta þýðir einnig að vaxtagreiðslur af erlendum lánum minnka úr 3% af landsframleiðslu 1995 í rúmlega 1 '/2% 1999. Þjóðarframleiðsla eykst því nokkru meira en landsframleiðsla, eða um 214% árlega. Þessar niðurstöður fela einnig í sér að halli á rekstri hins opinbera verður óbreyttur. Fyrir vikið er líklegt að raunvextir þokist upp á við þótt vextir í öðrum löndum lækki nokkuð og er hér reiknað með því. Erfitt er hins vegar að sjá fyrir vaxtaþróunina miðað við óbreyttan halla á rekstri hins opinbera. Hugsanlegt er að áframhald hallarekstrar leiði til mun hærri vaxta og jafnframt óróa á gjaldeyrismarkaði. Við slíkar aðstæður hægði mun meira á hagvexti en hér er reiknað með. í þessu sambandi er ástæða til að minna á að fjárfesting er nú mjög lítil. Þegar tekið hefur verið tillit til afskrifta er hrein Qármunamyndun tæplega 3% af landsframleiðslu, samanborið við 15% að jafnaði á árunum 1945-1980 (sjá mynd). Sá bati á viðskiptajöfnuði sem orðið hefur nú síðustu ár er því fyrst og firemst til kominn vegna minni fjármunamyndunar en áður, þótt hreinn þjóðhagslegur spamaður (summa hreinnar fjármunamyndunar og viðskiptajafnaðar) hafi að vísu aukist lítið eitt frá sögulegu lágmarki 1992. Þótt grófír mælikvarðar eins og hlutfall fjármunaeignar og framleiðslu gefi til kynna að enn sé eðlilegt jafnvægi milli fjánnuna og framleiðslu er 47

x

Þjóðarbúskapurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.