Skessuhorn - 20.12.2017, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 20178
Þingmenn NV í
nefndaforystu
ALÞINGI: Í síðustu viku fór
fram kosning í nefndir Alþing-
is. Þingmenn Norðvesturkjör-
dæmis eru þar býsna atkvæða-
miklir. Stjórnarandstæðan fær
þrjá formenn fastanefnda. Þar af
var Bergþór Ólason Miðflokki
kosinn formaður umhverfis- og
samgöngunefndar. Lilja Rafney
Magnúsdóttir alþingismaður
VG verður formaður atvinnu-
veganefndar og Haraldur Bene-
diktsson þingmaður Sjálfstæð-
isflokks varaformaður fjárlaga-
nefndar. -mm
Þyrlan í
sjúkraflug
SNÆFELLSNES: Þyrlu
Landhelgisgæslunnar var seint á
fimmtudagskvöldið síðasta send
til móts við sjúkrabíl af Snæ-
fellsnesi og sótti mikið veikan
mann. Lenti þyrlan við Vega-
mót og flutti manninn á Land-
spítalann þar sem lent var um
klukkan 1:30 um nóttina.
-mm
Sigríður Júlía í
sveitarstjórn
B O R G A R -
BYGGÐ: Eins
og nýlega var
greint frá í frétt
Skessuhorns hef-
ur Ragnar Frank
Kristjánsson ver-
ið ráðinn sviðs-
stjóri umhverf-
is- og skipulagssviðs Borgar-
byggðar. Hann mun samtímis
hverfa úr sveitarstjórn þar sem
hann hefur verið fulltrúi VG. Á
fundi í flokksfélagi VG nýver-
ið var ákveðið að Sigríður Júlía
Brynleifsdóttir tekur sæti Ragn-
ars Franks í sveitarstjórn. Vara-
fulltrúi hennar verður Halldóra
Lóa Þorvaldsdóttir. -mm
Safn lykilorða í
umferð á netsíð-
um tölvuþrjóta
LANDIÐ: Netöryggissveit-
in CERT-ÍS hvetur fólk til
að huga að lykilorðum sínum
á netinu. Síðustu daga hef-
ur komið í ljós stórt safn lyk-
ilorða og notendanafna sem
hefur verið í umferð á netsíð-
um tölvuþrjóta. Mælt er með
að hver notandi fari reglulega
gegnum alla sína reikninga
og herði öryggi, m.a. breyti
lykilorðum, a.m.k. þeim sem
orðin eru meira en eins árs
gömul. Hægt er að kanna
hvort upplýsingar þínar hafi
verið gerðar opinberar á síð-
um eins og https://havei-
beenpwned.com/ og gera þá
strax ráðstafanir til að breyta
sínum aðgangsupplýsingum.
-mm
Jólaaflatölur
fyrir Vesturland
dagana 9.-15. desember
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu
Akranes: 1 bátur.
Heildarlöndun: 508 kg.
Mestur afli: Þura AK: 508 kg
í einum róðri.
Arnarstapi: 2 bátar.
Heildarlöndun: 24.478 kg.
Mestur afli: Tryggvi Eð-
varðs SH: 20.279 kg í tveim-
ur löndunum.
Grundarfjörður: 8 bátar.
Heildarlöndun: 364.848 kg.
Mestur afli: Bylgja VE:
75.736 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 14 bátar.
Heildarlöndun: 293.889 kg.
Mestur afli: Tryggvi Eðvars
SH: 50.080 kg í fjórum róðr-
um.
Rif: 16 bátar.
Heildarlöndun: 417.006 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH:
112.423 kg í tveimur lönd-
unum.
Stykkishólmur: 6 bátar.
Heildarlöndun: 121.096 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
37.059 kg í einni löndun.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Bylgja VE - GRU:
75.736 kg. 13. desember.
2. Hringur SH - GRU:
67.670 kg. 13. desember.
3. Steinunn SF - GRU:
59.891 kg. 9. desember.
4. Tjaldur SH - RIF:
58.372 kg. 9. desember.
5. Tjaldur SH - RIF:
54.051 kg. 14. desember.
-kgk
Hjúkrunarfræðingar óskast á Skjól hjúkrunarheimili
Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á Skjóli. Stöðurnar eru lausar nú þegar eða
e�ir samkomulagi. Starfshlu�all og vinnu�mi e�ir samkomulagi.
Til boða stendur að fá leigt húsnæði á vegum heimilisins, �mabundið.
Starfslýsing: Starfið felst m.a. í stjórnun, ábyrgð og skipulagning á almennum
hjúkrunarstörfum í samræmi við hugmyndafræði og markmið heimilisins. Skráning í
RAI-gagnagrunn.
Hæfniskröfur: Íslenskt hjúkrunarleyfi. Jákvæ� viðhorf, frumkvæði og
samskiptahæfileikar auk faglegs metnaðar og sjálfstæðis í vinnubrögðum.
Nánari upplýsingar vei�r:
Guðný H. Guðmundsdó�r framkvæmdastjóri hjúkrunar í síma: 522 5600
Umsóknir sendist á gudny@skjol .is
Á Skjóli hjúkrunarheimili eru 106 rými á fimm deildum. Skjól er stofnaðili að hjúkrunarheimilinu Eir í
Grafarvogi og eru
hjúkrunarheimilin rekin í
nánu samstarfi. Áhersla er
lögð á faglega hjúkrunar–
og læknisþjónustu auk
sjúkra – og iðjuþjálfunar.
Skjól hjúkrunarheimili
Kleppsvegi 64, 104 Reykjavík
Sími 522 5600
Á fundi sveitarstjórnar Borgar-
byggðar í síðustu viku var tekin til
umræðu skýrsla nefndar Umhverf-
isráðuneytisins um stofnun þjóð-
garðs á miðhálendinu svo og álykt-
um Sambands íslenskra sveitarfé-
laga um sama efni. Sveitarstjórn
bókaði vegna þessa enda snert-
ir umræða um þjóðgarð á miðhá-
lendinu Borgarbyggð verulega
vegna tengingar sveitarfélagsins
við hálendið. „Ljóst er að stofnun
miðhálendisþjóðgarðs myndi hafa
í för með sér verulegar breyting-
ar á landnotkun og landskipulagi
hérlendis og kalla á verulega um-
sýslu hvað varðar almenna stjórn-
sýslu og margháttað utanumhald,“
segir í ályktun sem Gunnlaugur A
Júlíusson sveitarstjóri hefur sent
umhverfisráðuneytinu. Varðandi
þessi mál vill sveitarstjórn Borg-
arbyggðar skora á umhverfisráð-
herra og þingmenn kjördæmisins
að beita sér fyrir því að stofnun
Þjóðgarðs á miðhálendinu verði
sett niður á Hvanneyri í Borgar-
firði.
„Fyrir þeirri afstöðu liggja marg-
vísleg rök,“ segir í bókun sveit-
arstjórnar. „Mikilvægt er að fag-
stofnun sem Þjóðgarðastofnun yrði
fundinn staður þar sem hún yrði
landfræðilega vel staðsett, myndi
starfa í nánum tengslum við meg-
inviðfangsefni sitt og hefði fagleg-
an og samfélagslegan styrk af sínu
nánasta umhverfi. Allar þessar for-
sendur eru til staðar á Hvanneyri í
Borgarfirði.“
Ýmis rök mæla
með staðsetningu á
Hvanneyri
Sveitarstjórn rökstyður þessa
áskorun sína í nokkrum tölulið-
um. Meðal annars að Hvanneyrar-
jörðin og nánasta umhverfi hennar
í Andakíl hafi hlotið formlega við-
urkenningu sem friðland. Land-
svæðið hafi verið friðlýst sam-
kvæmt náttúruverndarlögum árið
2002 og friðlandið síðan stækkað
enn frekar árið 2011. Árið 2013
fékk landsvæðið viðurkenningu
sem Ramsarsvæði, en það er al-
þjóðlegt búsvæði fugla. Það und-
irstrikar enn frekar sérstöðu þessa
svæðis. Gömlu húsin á Hvann-
eyri og engjarnar voru síðan frið-
lýst í heild sinni sem sérstakt bú-
setuminjasvæði árið 2015. Það er
einstakt á Íslandi að heilt búsetu-
minjasvæði, sem nær bæði yfir
byggingar og nærliggjandi land-
svæði, sé friðlýst sem ein heild. Þá
segir í ályktun sveitarstjórnar að í
Borgarbyggð eru sex önnur frið-
lönd og fjöldi landssvæða á nátt-
úruminjaskrá. Hluti sveitarfélags-
ins nær inn á miðhálendið eins og
það hefur verið skilgreint. Þar má
nefna stóran hluta Langjökuls, Ei-
ríksjökul, Geitland, Hallmundar-
hraun, Arnarvatnsheiði og Tví-
dægru.
Þá bendir sveitarstjórn á að
Hvanneyri sé auk þess í þjóðbraut
eins og leið liggur milli Snæfells-
ness, Vestfjarða, Norðurlands,
Suðurlands og höfuðborgarsvæð-
isins. Sveitarstjórn bendir á að við
Landbúnaðarháskóla Íslands hafi
undanfarin 15 ár verið starfrækt
kennslubraut í þjóðgarðafræðum
og náttúruvernd. Fjöldi B.s. og
M.s. nema hafa verið útskrifaðir
frá námsbrautinni á þeim tíma sem
hún hefur starfað. LbhÍ er auk þess
með fjölbreytt nám í landnýtingu
svo sem búfræði, búvísindum, um-
hverfisskipulagi, skógrækt og land-
græðslu. Þá er bent á að vorið 2018
verði opnuð gestastofa í Halldórs-
fjósi á Hvanneyri. Gestir stofunnar
munu þar fá tækifæri til að fræðast
um fuglalífið í friðlandinu Anda-
kíl. Auk þessara atriða er bent á að
Gamli skólinn og skólastjórahús-
ið á Hvanneyri séu nátengd þróun
og uppbyggingu búfræðimennt-
unar á Íslandi. Þessar byggingar
eru í eigu ríkisins en hafa lítið ver-
ið nýttar eftir að hinu upprunalega
hlutverki þeirra lauk þrátt fyrir að
vera í mjög góðu ástandi. Kjörið
tækifæri er því til að koma þar fyr-
ir starfsemi sem tengist opinberri
stjórnsýslu og náttúruvernd. Þjóð-
garðastofnun Íslands er því tilval-
inn kostur í því sambandi.
„Sveitarstjórn Borgarbyggðar
lýsir sig reiðubúna að ræða stofn-
un miðhálendisþjóðgarðs við um-
hverfisráðherra í tengslum við
ofangreint erindi. Sú afstaða fel-
ur þó ekki í sér óskoraðan stuðn-
ing við stofnun miðhálendisþjóð-
garðs því áður en slíkrar ákvörð-
unar kemur þarf að sætta mörg
ólík sjónarmið,“ segir að endingu
í erindi Borgarbyggðar til Um-
hverfisráðuneytisins.
mm
Vilja að Miðhálendisþjóð-
garður fái aðsetur á Hvanneyri
Svipmynd frá Hvanneyri.