Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Side 20

Skessuhorn - 20.12.2017, Side 20
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201720 SK ES SU H O R N 2 01 7 Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyr- ir 2018 og þriggja ára áætlun til 2021 var tekin til síðari umræðu og afgreiðslu á fundi sveitarstjórn- ar fimmtudaginn 14. desember síð- astliðinn. Fjárhagsáætlunin var sam- þykkt með níu samhljóða atkvæðum. Gert er ráð fyrir að rekstrarafgangur á næsta ári verði 113 m.kr. hjá A og B hluta sveitarsjóðs. Veltufé frá rekstri er áætlað 379 m.kr. eða 9,7%. „Svig- rúm hefur skapast til að hefja lang- þráðar framkvæmdir og þarfar end- urbætur á húsnæði leik- og grunn- skóla án þess að gert sé ráð fyrir lán- töku á árinu 2018,“ segir í tilkynn- ingu frá sveitarstjórn. „Undanfarin þrjú ár hafa skuldir verið greiddar niður og engin ný lán verið tekin. Því hafa skuldir lækkað hratt og er áætlað að skuldahlutfall A og B hluta sveit- arjóðsverði 113,8% í árslok 2018 og muni lækka áfram á næstu þremur árum.“ Langtímalán verða greidd niður um 244 m.kr. og ekki er gert ráð fyrir nýrri lántöku á næsta ári. Afborganir skulda hafa lækkað um 30 m.kr. á þremur árum sem eykur svig- rúm til þjónustu, viðhalds eða fjár- festinga á vegum sveitarfélagsins. Skólabyggingar og ljósleiðari Fjármunum verður forgangsrað- að í uppbyggingu skólamannvirkja, stórbætt fjarskipti í dreifbýli og nýj- ar götur og gangstíga. „Álagning- arhlutfall fasteignagjalda er lækk- að bæði hvað varðar íbúðarhús- næði sem og atvinnuhúsnæði þann- ig að hækkun á fasteignamati leiðir ekki til þeirrar hækkunar sem annars hefði orðið. Árið 2018 er ráðgert að framkvæma fyrir 564 m.kr.“ Stærsta einstaka framkvæmdin er viðbygg- ing á fjölnota matsal við Grunnskóla Borgarness og nauðsynlegar endur- bætur sem gera verður á eldra hús- næði meðal annars vegna leka og að þar hafði greinst mygla í húsnæði. Útboð vegna verksins mun fara fram í janúarbyrjun og framkvæmdir hefj- ast í kjölfarið. „Á framkvæmdaáætlun til fjögurra ára eru samtals 560 m.kr. fráteknar í framkvæmdina. Ljóst að endurmeta þarf þá fjárhæð þegar allt mat á endurbótum er komið fram sem og þegar niðurstöður útboðs liggja fyrir. Það er verkefni sem fara verður í í janúar og febrúar á kom- andi ári,“ segir í frétt Borgarbyggð- ar. Næststærsta framkvæmdin sem ráðist verður í á árinu er flutningur leikskólans Hnoðrabóls frá Gríms- stöðum á Kleppjárnsreyki og ger- ir framkvæmdaáætlun ráð fyrir 160 milljónum króna í þá framkvæmd sem dreifist á tvö ár. Stærsta nýja verkefnið á fram- kvæmdaáætlun er hins vegar lagn- ing ljósleiðara í dreifbýli en frum- hönnun og kostnaðarmati er þegar lokið. Sveitarfélagið mun leggja allt að 100 milljónir króna árlega í verk- efnið á næstu þremur árum, eða 300 m.kr. Hér er um að ræða verkefni sem mun hafa mikil áhrif á búsetu- umhverfi í dreifbýli sveitarfélags- ins. „Vonir standa til að ráðist verði í sambærilegt átaksverkefni á næst- unni er varðar lagningu þriggja fasa rafmagns.“ Auknir fjármunir verða lagðir í gatnagerð á næstu árum vegna nýrra lóða í Bjargslandi og á Hvanneyri, samtals 80 milljónir á næstu fjórum árum. Auk ofangreindra þátta er aukn- um fjármunum varið til endurbóta á ýmsum eignum, götum og gang- stéttum í umsjón sveitarfélagsins. Al- mennt viðhaldsfé fasteigna er veru- lega meira en mögulegt var á fyrri árum. mm Samstaða var í sveitarstjórn um afgreiðslu fjárhagsáætlunar Sveitarstjórn Borgarbyggðar kvaddi á fundinum síðastliðinn fimmtudag Ragnar Frank Kristjánsson VG sem brátt tekur við starfi sviðsstjóra umhverfis- og skipulags- sviðs. Sæti hans í sveitarstjórn tekur Sigríður Júlía Brynleifsdóttir. Hér er sveitar- stjórnin ásamt sveitarstjóra að loknum hátíðarfundi í mars síðastliðnum þegar 150 ára afmæli Borgarbyggðar var minnst með fundi í Kaupangi, elsta húsi bæjarins. Skipulagsauglýsingar Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 164. fundi sínum þann 14. desember 2017, samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulagslýsingu: Skotæfingasvæði í landi Hamars – Lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 - 2022 Skipulagslýsing felst í því að breyta landnotkun 16,7 ha svæðis úr landbúnaði í íþróttasvæði (Í) og að skil- greina nýja reið- og gönguleið um 400 metra sunnan við svæðið. Nýr aðkomuvegur verður lagður að svæðinu frá Bjarnhólum sunnan efnistökusvæðis og mun samnýttur með núverandi reið- og gönguleið. Skipulagslýsing er sett fram á uppdrætti dags. 5. desember 2017. Máls- meðferð verði í samræmi við 31. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Ábendingar vegna lýsingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi fimmtudaginn 19. janúar 2018 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is. Fimmtudaginn 11. janúar 2018 milli kl 17:00 og 18:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Borgar- byggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgar- braut 14 í Borgarnesi þar sem skipulagslýsing verður kynnt sérstaklega þeim sem þess óska. www.skessuhorn.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.