Skessuhorn - 20.12.2017, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201726
Við þökkum öllum þeim, sem sýndu
okkur hlýhug og stuðning á árinu vegna
andláts og útfarar okkar ástkæra
Helga Björgvinssonar í sumar.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki
HVE, stuðningsmönnum og aðstandendum ÍA.
Stuðningur ykkar allra hefur verið
okkur ómetanlegur. Óskum ykkur gleðilegra
jóla og farsæls komandi árs.
Ingibjörg Sigurðardóttir og fjölskylda
Leik- og grunnskóli Hvalfjarðar-
sveitar auglýsir lausa stöðu
þroska- og/eða iðjuþjálfa
Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar er starfræktur á tveimur
starfsstöðvum í sveitarfélaginu, Heiðarskóli við Leirá við
Skarðsheiði og Skýjaborg í íbúðarhverfinu Melahverfi.
Laus er staða þroska- og/eða iðjuþjálfa. Starfshlutfall er
100%, 80% á leikskólasviði og 20% á grunnskólasviði. Um
framtíðarstarf er að ræða. Umsóknarfrestur um starfið er til
3. janúar 2018. Ef ekki fæst þroska- og/eða iðjuþjálfi verður
litið til menntunar og reynslu. Nánari upplýsingar um helstu
verkefni, ábyrgð, hæfniskröfur og umsóknarfyrirkomulag er að
finna á http://skoli.hvalfjardarsveit.is. S
K
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Yggdrasill markþjálfun og Me-
tabolic Akranesi standa í samein-
ingu fyrir góðgerðarsöfnun fyr-
ir Geðhjálp í aðdraganda jólanna.
Hún felst í því að Ingólfur Péturs-
son, eigandi Yggdrasils, ætlar að
hjóla hvorki meira né minna en
eitt þúsund kaloríur á Assault bike
þrekhjóli til styrktar Geðhjálp, án
þess að stíga nokkrun tímann af
hjólinu á meðan. „Þúsund kaloríur
er talsvert mikið,“ segir Ingólfur í
samtali við Skessuhorn. „Á venju-
legri æfingu í 20 mínútur, þar sem
maður tekur vel á því allan tímann,
telst bara gott að ná um það bil
200 kaloríum. Þá er maður mjög
þreyttur eftir á,“ útskýrir hann.
En hvernig datt Ingólfi þetta
eiginlega í hug? „Þetta byrjaði nú
bara sem grín. Ég er að æfa í Me-
tabolic og á einhverri æfingunni
náði ég 250 kaloríum á hjólinu. Ég
var hæstánægður með það og þurfti
aðeins að monta mig. Þá spurði
Gunnhildur [Jónsdóttir] unnusta
mín hvenær ég ætli eiginlega að ná
500? Vildi einmitt svo til að Rúna
Björg Sigurðardóttir, þjálfari og
eigandi Metabolic, hafði einmitt
spurt mig að þessu sama á æfing-
unni. Ég svaraði því til að það yrði
ekkert mál að ná 500, frekar skyldi
ég fara upp í þúsund án þess að
stíga af hjólinu,“ segir hann. „Síð-
an einhvern veginn var bara ákveð-
ið að gera þetta. Upphaflega ætl-
aði ég nú bara að gera þetta til að
gera þetta, bara fyrir mig sjálfan og
jafnvel til að skapa stemningu í æf-
ingahópnum. En svo fannst okk-
ur bara upplagt að gera þetta að
góðgerðarmáli og ákváðum að slá
til. Undanfarið hef ég verið í stífu
þjálfunarprógrammi hjá Rúnu þar
sem hún er að undirbúa mig fyrir
þetta,“ segir Ingólfur. „Ég er bú-
inn að vera að vinna mig upp und-
anfarnar vikur, hjólaði 750 kalorí-
ur á stórri æfingu síðasta laugardag
og æfi á hjólinu eingöngu tvisvar
sinnum í viku. Ég ætla að ná þús-
und kaloríum einu sinni áður en
Þorláksmessa gengur í garð,“ seg-
ir hann.
Rauði þráðurinn að
ræða um málin
Spurður hvers vegna ákveðið hafi
verið að safna fyrir Geðhjálp seg-
ir hann samtökin bæði honum og
Rúnu hugleikin. „Okkur er þetta
báðum hugleikið. Ég þekki ekki
hennar ástæður en hvað mig sjálf-
an snertir þá hef ég misst tvo félaga
mína vegna sjálfsvígs. Í bæði skipt-
in kom það öllum algerlega í opna
skjöldu. Enginn í kringum þá vissi
hvað þeir voru að glíma við,“ seg-
ir Ingólfur. „Eins og margir vita þá
hefur verið holskefla af sjálfsvígum
hjá ungum karlmönnum undanfarin
ár þrátt fyrir nokkra vitundarvakn-
ingu í þeim efnum. Það er langur
vegur framundan því það er enn
þannig að karlar virðast síður þora
að tjá sig en konur ef eitthvað amar
að. Í gegnum tíðina hefur myndast
sú stemning í samfélaginu að líðan
sé eitthvað tabú hjá körlum og þeir
eigi ekkert að tala um það,“ seg-
ir hann. „En ekkert er fjarri sanni
og Geðhjálp varð fyrir valinu því
það eru stór samtök með mikla og
góða starfsemi þar sem rauði þráð-
urinn er að ræða um málin. Lögð er
áhersla á að segja frá líðan og vakin
athygli á því að það sé ekki aðeins í
lagi að tala um hlutina heldur sjálf-
sagt að tala um og vinna í hlutnum.
Ekki síst þess vegna varð Geðhjálp
fyrir valinu,“ segir Ingólfur.
Hægt að hjóla honum
til samlætis
Þrekraunina ætlar Ingólfur að
leggja á sig á Þorláksmessu, 23.
desember næstkomandi og hann
kvíðir þess ekki að jólahald muni
raskast á heimili hans vegna þessa.
„Aðfangadagur verður góður, ég
skelli mér kannski á morgunæfingu
ef ég verð í stuði,“ segir hann og
hlær við. „En auðvitað mun þetta
taka á. Þegar ég hjólaði 750 kalorí-
ur um daginn tók það klukkutíma
og níu mínútur. Ég ætla að gefa
mér alveg tvo klukkutíma í að fara
upp í þúsund,“ segir hann og hvet-
ur alla sem vilja leggja málefninu
lið að mæta í Metabolic á Þorláks-
messu. „Við bjóðum fólki að koma
milli 10:00 og 12:00 á Þorláks-
messu, kaupa sig inn á annað hjól
með frjálsum framlögum og hjóla
mér til samlætis,“ segir Ingólfur að
endingu.
Einnig er hægt að leggja söfnun-
inni lið með því að leggja inn og
millifæra frjáls framlög á reikning
í heimabanka. Reikningsupplýs-
ingar má finna á Facebook-síðum
Yggdrasils markþjálfunar og Me-
tabolic Akranesi.
kgk
Hjólar fyrir Geðhjálp á Þorláksmessu
Ingólfur Pétursson á þrekhjólinu.
Ingólfur ásamt Rúnu Björg Sigurðardóttur, þjálfara og eiganda Metabolic Akranes.
Aðfangadagur
Aftansöngur kl. 18
Prestur: Sr. Eðvarð Ingólfsson
Forsöngvarar úr röðum kórfélaga.
Miðnæturguðsþjónusta kl. 23
Prestur: Sr. Þráinn Haraldsson
Jóladagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14
Prestur: Sr. Eðvarð Ingólfsson
Rut Berg Guðmundsdóttir leikur á
þverflautu
Annar í jólum
HÖFÐI
Hátíðarguðsþjónusta kl. 12.45
Prestur: Sr. Eðvarð Ingólfsson
Gamlársdagur
Aftansöngur kl. 18
Prestur: Sr. Eðvarð Ingólfsson
Nýársdagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14
Prestur: Sr. Þráinn Haraldsson
Ekki messað aftur
fyrr en 14. janúar nk.
Akraneskirkja
Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti og kórstjóri,
leikur á orgelið í öllum athöfnum um jól og áramót.
Kór Akraneskirkju syngur.
Minnum á Nýárstónleika Kórs Akraneskirkju í
Bíóhöllinni 6. janúar nk. kl. 20. Miðasala í versluninni Bjargi.
GLEÐILEGA JÓLAHÁTÍÐ!
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7