Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Page 28

Skessuhorn - 20.12.2017, Page 28
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201728 SK ES SU H O R N 2 01 4 Stjórn og starfsfólk Búnaðarsamtaka Vesturlands sendir bændum og búaliði á starfssvæði Búnarsamtakanna hugheilar jólakveðjur með ósk um farsælt komandi ár. Þökkum samstarf á árinu sem er að líða. Sendum öllum félagsmönnum og ölskyldum þeirra hugheilar óskir um gleðilega hátíð og farsæld á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Stjórn SDS SK ES SU H O R N 2 01 4 Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Fjölbrautaskóli Vesturlands og Menntaskóli Borgararðar eru aðilar að Fjarmenntaskólanum Sjóvá Akranesi, sími 440-2360 Sjóvá Borgarnesi, sími 440-2390 Óskum Vestlendingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Golfsamband Íslands hefur val- ið kylfinga ársins 2017. Þeir eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Axel Bóasson (GK). Í tilkynn- ingu frá Golfsambandinu segir: „Ólafía Þórunn náði frábær- um árangri á sínu fyrsta tímabili á LPGA mótaröðinni sem er sterk- asta atvinnumótaröð heims. GR- ingurinn endaði í 74. sæti á stiga- listanum með árangri sínum og er hún í forgangi á öll mótin á LPGA mótaröðinni á næsta tímabili. Axel Bóasson átti sitt besta tímabil frá upphafi á árinu 2017. Keilismað- urinn fagnaði sínum öðrum Ís- landsmeistaratitli með eftirminni- legum hætti á heimavelli á Hval- eyrarvelli. Axel sigraði á tveim- ur mótum á Nordic Tour atvinnu- mótaröðinni og er hann fyrsti ís- lenski kylfingurinn sem sigrar á þeirri mótaröð.“ mm Kylfingar ársins Slysavarnafélagið Landsbjörg hef- ur tekið í notkun endurbættan einkennisfatnað fyrir björgunar- sveitafólk. Uppfyllir hann kröfur um aukinn sýnileika. Gallinn er komin í sölu á skrifstofu félagsins í Skógarhlíð í Reykjavík. Tekið er fram í orðsendingu að jakkar með kvennmannssniði eru ekki væntan- legir fyrr en í janúar 2018. Verðið á jakkanum er 33.000 kr. og buxun- um sömuleiðis. Á myndinni má sjá helstu breyt- ingar frá fyrri hönnun. mm Endurbættur einkennisfatnaður björgunarsveitafólks Farfuglaheim- ilið í Borgarnesi er fyrsti Svans- merkis leyfishaf- inn á Vesturlandi í flokki gisting- ar og fyrsta Far- fuglaheimi l ið utan Reykjavíkur til að uppfylla vott- unarkröfur norræna umhverfismerk- isins Svansins. „Farfuglaheimilið í Borgarnesi hefur að undanförnu ári undirgengist viðamiklar endurbæt- ur og hefur nú uppfyllt strangar um- hverfiskröfur Svansins. Settir hafa verið upp ferlar og innleiddar ýms- ar aðgerðir til að lágmarka umhverf- isáhrif vegna rekstursins. Áhersla er lögð á að minnka orkunotkun, efna- notkun og úrgang. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norður- landanna sem hefur frá stofnun náð að skapa sér sterka markaðsstöðu og er í dag leiðandi umhverfismerki í heiminum,“ segir í tilkynningu. Farfuglar ses, sem eiga og reka Farfuglaheimilið í Borgarnesi, leggja áherslu á umhverfisvernd og sjálf- bærni í allri starfsemi sinni. „Sam- tökin eru sannarlega í fararbroddi og er nú handhafi helmings Svansleyf- anna sem hafa verið útgefin í flokki gistingar á Íslandi. Farfuglaheimilið í Laugardal reið á vaðið árið 2004 og er fyrsti Svansleyfishafinn á Íslandi í flokki hótel- og veitingarekstrar. Farfuglaheimilið á Vesturgötu fékk sína Svansvottun árið 2010 og Loft í Bankastræti árið 2013. Með fjórða leyfinu hafa því öll Farfuglaheimilin í eigu samtakana hlotið umhverfis- vottun Svansins. mm Farfuglaheimilið í Borgarnesi hlýtur Svansvottun Reykjavík hefur verið valin Ævin- týraáfangastaður Evrópu fyrir árið 2018 af fagtímaritinu Luxury Tra- vel Guide (LTG). Þetta er ann- að árið í röð sem þetta virta tímarit verðlaunar Reykjavík sem áfanga- stað en borgin var valin Vetrará- fangastaður Evrópu á þessu ári. Dómnefnd LTG er skipuð fagfólki á ýmsum sviðum ferðaþjónustunnar og í umsögn kemur fram að Reykja- vík sé menningarborg, í stórbrotnu landslagi með norðurljósadýrð og fjölbreytta afþreyingu. Fjölskyldu- ferð til Reykjavíkur sé uppskrift að spennandi ævintýrum og einstökum minningum sem enginn eigi að láta fram hjá sér fara. Í umsögn dómnefndar fyrir árið 2018 kemur fram að viðurkenning- in sé einungis veitt til þeirra sem eru framúrskarandi á sínu sviði út frá ít- arlegum kröfum fagfólks. Með því sé tryggt að einungis þeir áfangastaðir eða fyrirtæki fái viðurkenningu sem beri af. Reykjavíkurborg megi vera afar stolt yfir að hafa náð þeim ár- angri að vera valin Ævintýraáfang- astaður Evrópu árið 2018. Í viðurkenningunni fyrir árið 2018 felst m.a. forsíðugrein í tíma- riti LTG um Reykjavík og ferða- þjónustu á hér á landi. Tímarit- inu verður dreift til yfir 500 þúsund áskrifenda, á tíu þúsund lúxushót- el, á setustofur flugvalla, skemmti- ferðaskip og ferðaskrifstofur um all- an heim. mm Reykjavík útnefnd sem Ævintýrastaður Evrópu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.