Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Page 42

Skessuhorn - 20.12.2017, Page 42
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201742 er vitað til þess að aur hafi verið veitt úr lóninu. Leirinn og setlögin sem safnast hafa fyrir í lóninu á upptök sín á vatna- svæði Skorradalsvatns, meðal annars framburður úr Skarðs- heiði. Fyrirtækið hafði veturinn áður sótt um framkvæmda- leyfi til að hefja mokstur úr botni lónsins, en ekki fengið því úthlutað m.a. þar sem veiðiréttareigendur við ána töldu það varhugavert að moka upp úr lóninu svo skömmu fyrir upphaf veiðitímabils. Engu að síður ákveð ON að hleypa öllu vatni úr lóninu. Aurnum var veitt í ána á þremur dögum og fylltust allir veiðistaðir árinnar, seiði drápust og ekkert varð af laxveiði í ánni í fyrrasumar. Orka náttúrunnar skapaði sér með þessu skaðabótaskyldu. Gott heyskaparsumar Veðrátta í sumar var með ágætum. Vorið fremur milt og hæfi- leg úrkoma. Af þeim völdum varð sumarið gott til heyskapar á Vesturlandi. Víða hófst fyrsti sláttur í byrjun júnímánaðar og dæmi um að bændur heyjuðu tún sín þrisvar. Sömuleið- is var kornuppskera ágæt. Heyfengur er því mikil að vöxtum og gæðum. Stykkishólmsbær þrjátíu ára Mánudaginn 22. maí síðastliðinn fögnuðu íbúar Stykkishólms þrjátíu ára afmæli bæjarins. Þennan dag árið 1987 staðfesti Alexander Stefánsson, þáverandi félagsmálaráðherra, tilskip- un um bæjarréttindi Stykkishólmshrepps sem upp frá þeim degi varð Stykkishólmsbær. Sama dag tók Sverrir Hermanns- son, þáverandi menntamálaráðherra, fyrstu skóflustunguna að íþróttamiðstöð bæjarins. Í tilefni afmælisins var efnt til ljós- myndasýningar í Amtsbókasafninu um haustið þar sem hægt var að sjá myndir úr leik og starfi í Stykkishólmi í gegnum árin. Nýtt Þórsnes í Hólminn Fyrirtækið Þórsnes ehf. í Stykkishólmi festi kaup á nýju Þórs- nesi SH. Kom skipið til hafnar í Stykkishólmi frá Noregi snemma í júní síðastliðnum. Gerðar voru breytingar á milli- dekki eftir heimkomuna, en meðal annars var slægingarlín- unni breytt. Hægt er að gera nýtt Þórsnes bæði út á línu eða sem netabát. Nýtt fiskvinnsluhús GRun Um sjómannadagshelgina voru teknar hátt í sjötíu skóflu- stungur að nýju fiskvinnsluhúsi Guðmundar Runólfssonar í Grundarfirði. Til verksins voru fengin börn á staðnum og þau vopnuð skóflum hófu gröftinn. Nú í desembermánuði hófust síðan framkvæmdir af krafti. Nýja fiskvinnnsluhúsið verður búið fullkomnum tækjabúnaði til bolfisksvinnslu. Meðal ann- ars var í sumar gengið frá samningum um kaup á tveimur nýj- um vatnsskurðarvélum, nýrri flæðilínu fyrir bolfisk, pökkun- arlínu og vinnslulínu fyrir karfa. Eftir stækkun vinnslunnar verður hægt að vinna 75-80% meira en í núverandi vinnslu- húsi, eða 30 til 35 tonn á dag, en með svipuðum fjölda starfs- fólks. Fram kom í frétt Skessuhorns í sumar að samningurinn fæli í sér sölu Marels á fullkomnasta tækjabúnaði sem fyrir- tækið hefði hannað fyrir íslenska fiskvinnslu. Fann mannskjálka í fjöruferð Íbúi á bænum Höfn I í Melasveit var á gönguferð í fjörunni með syni sínum um miðjan júnímánuð þegar þau gengu fram á kjálkabein úr manni efst í fjörunni. Kjálkanum var stungið í poka og og farið með hann heim og haft samband við lögreglu sem tók beinið til rannsóknar. Reykhólahreppur þrítugur Flestir tengja 4. júlí við sjálfstæðisdag Bandaríkjanna en dagur- inn er einnig merkilegur fyrir Reykhólahrepp þar sem sveitar- félagið varð til á þeim degi, 4. júlí árið 1987. Þá voru samein- uð sveitarfélögin Geiradalshreppur, Gufudalshreppur, Reyk- hólahreppur, Múlahreppur og Flateyjarhreppur. Varð hrepp- urinn því þrítugur síðastliðið sumar og var afmælinu fagn- að með grillveislu og hátíðardagskrá í Hvanngarðabrekku á Reykhólum. Herskip sigldu um sundin Íbúum við Hvalfjörð og nágrenni brá í brún að morgni föstu- dagsins 23. júní þegar herskipalest sigldi inn Hvalfjörð og að Hvítanesi, við sunnanverðan fjörðinn. Eðlilega var íbúum brugðið, því ekkert hafði verið greint frá viðburðinum í fjöl- miðlum í aðdraganda hans þrátt fyrir að utanríkisráðuneyt- ið og Landhelgisgæslan hefðu undirbúið hann um nokkurra mánaða skeið. Siglingin var farin í friðsamlegum tilgangi, til að minnast þessa að í júnílok voru 75 ár liðin síðan hin sögu- fræga herskipalest PQ17 sigldi frá Hvalfirði áleiðis til Kóla- skaga í Rússlandi með vistir þegar stríðið á austurvígstöðvun- um stóð sem hæst. Af þeim 35 skipum sem lögðu af stað kom- ust aðeins ellefu á áfangastað. 153 skipverjar fórust af áhöfn- um þeirra 24 skipa sem Þjóðverjar sökktu. Varðskipið Þór fór fyrir skipalestinni og þegar komið var til móts við Hvítanes flutti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra nokkur orð, minntist fallinna skipverja og hetjudáða þeirra sem með skipalestinni fóru. Frábært ár hjá Valdísi Þóru Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, lék afar vel á árinu 2017. Í júlímánuði komst hún fyrst íslenskra kylfinga inn á US Open, Opna bandaríska mótið í golfi, sem er eitt fimm risamóta keppnistímabilsins. Seinna í sama mánuði hampaði hún Íslandsmeistaratitlinum í golfi í þriðja sinn og frammistaða hennar var afburða góð á LET Access mótaröðinni og LET Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu í Evrópu. Sínum besta árangri á sterkustu mótaröð Evrópu náði hún á næstsíðasta mótinu. Hafnaði í þriðja sæti og tryggði sér 53. sæti á stigalista mótaraðarinnar og tryggði sér áframhaldandi keppnisrétt á næsta tímabili. Bundið í bagga Þó baggaheyskapur heyri víðast hvar sögunni til eru enn til bændur sem heyja hluta túna sinna með þessari aðferð og finnst enginn heyskapur hafa verið fyrr en bundið hefur verið í nokkra bagga. Sú er einmitt raunin á Harrastöðum í Dölum, þar sem bundið var í bagga á liðnu sumri sem oft áður. Á með- fylgjandi mynd má sjá hvar Fannar Þorbjarnarson slakar á og nýtur veðurblíðunnar í heyskapnum. Gott ár hjá Jakobi og Mána Fjórðungsmót hestamanna var haldið í Borgarnesi í sumar en mótsstaðurinn á Kaldármelum hefur nú verið aflagður. Óhætt er að segja að mikil og almenn ánægja hafi verið með hvernig til tókst með mótið og er keppnissvæðið í Borgarnesi og um- gjörðin öll sögð til fyrirmyndar. Þeirri ánægju lýstu jafnt gest- ir, keppendur sem og mótshaldarar sem Skessuhorn ræddi við í mótslok. Þá var hestakosturinn á mótinu mjög góður, bæði á kynbóta- sem og keppnisvellinum. Mótið gekk vel og frábærir knapar og góðhross sýndu þar listir sínar. Þá fór heimsmeistara- mót fram í Hollandi í sumar. Vestlendingar áttu þar sömuleiðis góðu gengi að fagna. Á uppskeruhátíð hestamanna í lok október voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í hestaíþróttum á árinu 2017. Stærsta viðurkenning kvöldsins kom í hlut Jakobs Svavars Sigurðssonar úr Hestamannafélaginu Dreyra á Akra- nesi, en hann var valinn Knapi ársins 2017. Jakob var einnig val- inn íþróttaknapi ársins og tilnefndur til verðlauna í tveimur öðr- um flokkum. Það var síðan Máni Hilmarsson úr Hestamanna- félaginu Skugga í Borgarnesi sem var valinn efnilegasti knapinn árið 2017 en hann átti frábært sumar líkt og Jakob. Framhald á næstu opnu Fréttaannáll ársins 2017 í máli og myndum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.