Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Page 48

Skessuhorn - 20.12.2017, Page 48
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201748 Alvarleg vélarbilun í Baldri Í lok nóvember varð bilun í aðalvél flóabátsins Baldurs. Fljótlega kom í ljós að skipið yrði bundið við bryggju í marg- ar vikur vegna þessa. Vélin var tekin úr skipinu nú fyrrihlut- ann í desember og stendur viðgerð á henni enn yfir í Garða- bæ og erlendis. Bjartsýnustu spár gera ráð fyrir að skipið komist í áætlunarsiglingar að nýju í janúar. Ekkert skip er til að leysa Baldur af og er það afar bagalegt fyrir atvinnulíf og íbúa beggja megin Breiðafjarðar að siglingar liggi niðri þetta lengi. Ekki hvað síst kemur þetta sér illa þar sem vega- bætur á sunnanverðum Vestfjörðum hafa verið jafn litlar og raun ber vitni. Hótelið háa - æsispennandi framhaldssaga úr Borgarnesi Sagan endalausa í Borgarnesi þetta árið var bygging hótels og fjölbýlishúss við Borgarbraut 57-59 þar í bæ. Eftir mikið japl, jaml og fuður, kröfumál og deilur, var hafist handa við að reisa hótelbygginguna á nýjan leik á liðnu sumri og fjölbýlishús- ið í haust. Síðan þá hafa framkvæmdir gengið nokkuð greið- lega fyrir sig, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var í lok nóvember. Hótelbyggingin verður fjórar hæðar en á fimmtu hæðinni verður inndregin bygging með stórum hótel- herbergjum eða svítum. Hótelið verður alls með 84 herbergj- um. Íbúðablokkin á lóð 57 verður lítið eitt hærri, eða alls sjö hæðir. Líkt og í hótelbyggingunni er gert ráð fyrir inndregn- um mannvirkjum á sjöundu hæðinni þar sem verða þrjár íbúð- ir með miklu útsýni til allra átta. Alls verða 28 íbúðir í fjöl- býlishúsinu. Samið um niðurrif Sementsverksmiðjunnar Bæjaryfirvöld á Akranesi gengu til samninga við fyrirtæk- ið Work North ehf. um niðurrif bygginga og búnaðar Sem- entsverksmiðjunnar á Akranesi nú í byrjun desembermánað- ar. Samkvæmt verkáætlun á þessum fyrsta áfanga niðurrifsins að verða lokið fyrir októberlok á næsta ári. Strompurinn er vel að merkja ekki inni í fyrsta áfanga niðurrifsins, svo því sé hald- ið til haga. Um framtíð hans fá Akurnesingar að kljást á næsta ári, annálaritara til mikillar tilhlökkunar. Dalamenn tóku vel á móti forsetanum Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid for- setafrú, fóru í opinbera heimsókn í Dali ásamt fríðu föruneyti í byrjun mánaðarins. Þar heimsóttu þau fyrirtæki og stofnan- ir í Dalabyggð, fræddust um sögu héraðsins og hittu íbúana. Er það mál manna að afar vel hafi tekist til og hafði forset- inn á orði að Dalamenn væru höfðingjar heim að sækja. Á meðfylgjandi mynd má sjá forsetann með sverð á lofti á Ei- ríksstöðum, viðbúinn að skera upp herör gegn mönnum sem ganga í einlitum sokkum og setja ananas á pizzur. Fréttaannáll ársins 2017 í máli og myndum Fátt er notalegra en leita hentugra jólatrjáa í aðdraganda hátíðarinnar sem í hönd fer. Þessi frísklega fjölskylda var í slíkum erindagjörðum í Borgarfirði um liðna helgi, en þarna eru þau Ingvar Svavarsson og Bryndís Gylfadóttir með dætur sínar þrjár. Að endingu fannst hentugt tré sem prýðir nú ljósum skrýtt hús þeirra á Akranesi. mm
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.