Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Page 57

Skessuhorn - 20.12.2017, Page 57
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 57 vera að koma í draugabæ. Það var al- veg sama hvar maður leit það var alls staðar vikur og ljósastaurarnir voru ekki komnir í gang,“ segir Nikol- ína og bætir við að hún hafi efast um það hvort það væri yfirhöfuð ráðlegt að snúa til baka til Eyja. „En þetta var heimili manns og við áttum ekki annað heimili,“ segir Nikolína með festu. Hugarfarið meðal Eyjamanna hafi verið að það ætti að láta þetta ganga, flestir snéru aftur til Eyja. „Það var samt mjög óþægilegt að vera þarna. Mér leið ekki vel að labba að heiman og niður í vinnu því það var allt svart,“ segir Nikolína. Vikurinn hafi verið eins og svartur snjór og þetta hafi verið eins og að ganga í andhverfum heimi en hún sá þó vonina. „Þegar maður nálgaðist leiðin og sá árangur erfiðisins hugs- aði maður að þetta gæti alveg geng- ið. Og svo sumarið eftir þegar við vorum að sá í Helgafellið og mað- ur sá fræin spíra og mynda grös sá maður að þetta var að gerast.“ Þessi lífreynsla hefur skilið eft- ir spor hjá Nikulínu og þarf ekki að undra. „Ég upplifi það núna. Öll þessi umræða um að það sé að koma gos í jöklunum okkar, það fær mig til að vera svolítið óviss um tilveruna,“ viðurkennir Nikolína en bætir þó við að hún sé hugfangin af eldgos- um, þau séu svo máttug. Upp á land og á Akranes Nikolína bjó í Vestmannaeyjum í fjögur ár í viðbót. Hún prófaði eitt sumar að vinna „uppi á landi,“ eins og hún kallar það. Hún vann þá í Botnsskálanum í Hvalfirði sumar- ið 1975. Þá kynntist hún líka nú- verandi manni sínum, Smára Krist- jánssyni vélstjóra. Nikolína lærði hárgreiðslu í Iðnskólanum í Vest- mannaeyjum og fékk samning á hár- greiðslustofu á Akranesi árið 1977. Síðan hefur hún búið á Akranesi þótt hún hafi saknað eyjunnar sinn- ar inn á milli. Nikolína var þó svo lánsöm að annar bróðir hennar giftist upp á Akranes og fljótlega komu foreldr- ar hennar líka. Nikolína og Smári ættleiddu tvö börn, dreng á átt- unda aldursári árið 1983 og stúlku frá Sri Lanka árið 1985. „Ég held að það sé mesta og besta lánið sem fyrir okkur hefur komið að eignast þessi börn og fá að vera með þau,“ segir Nikolína og einmitt þegar við tölum um börnin tínast inn tveir ömmustrákar og knúsa ömmu sína sem tekur á móti þeim með brosi á vör. Tvær úr sömu fjölskyldu með sama sjúkdóm Árið 1986 flytja foreldrar Nikolínu á Akranes. „Mamma var bara orð- in svo veik þá,“ segir Nikolína en læknar höfðu greint hana með þrá- látan astma. „Hún var samt algjört hörkutól, hún mamma.“ Nikolínu leist þó illa á ástandið á móður sinni og dreif hana til læknis árið 1989. „Ég panta tíma hjá lækni sem kem- ur síðan í ljós að er barnalæknir,“ segir Nikolína og brosir. Þá fóru hjólin að snúast því barnalæknirinn sendir mömmu hennar áfram í frek- ari rannsóknir og í ljós kemur að hún er alls ekki með astma heldur sjúkdóm sem heitir lungnaháþrýst- ingur. „Hún var sennilega búin að vera með þennan sjúkdóm til fjölda ára og þegar maður er með þenn- an sjúkdóm þá má maður ekki eiga börn og mamma eignaðist fimm og meira að segja tvö á sama ári,“ seg- ir Nikolína alvarlega. Í kjölfar þess- arar greiningar var systir Nikolínu, Anna María, rannsökuð líka. Hún gekk þá með sitt annað barn. Þá kom í ljós að hún var einnig með sama sjúkdóm og var barnið tek- ið með keisaraskurði. „Það er svo mikil hætta á því þegar konur eru barnshafandi að þær fái hjartaáfall og þá látist bæði móðirin og barn- ið.“ Barnið lifði af þótt það hefði komið töluvert fyrir tímann. Eina meðferðin við lungnahá- þrýstingi þeirra mæðgna var að fá líffæraflutninga, bæði hjarta og lungu. Öll systkini Nikolínu voru send í rannsóknir og ekkert þeirra var greint með sjúkdómin, utan Önnu Maríu. Hins vegar vildu læknar fá að fylgjast með Nikol- ínu þar sem hún sýndi eitt einkenni sjúkdómsins en hvorki var hægt að segja af eða á um hvort hún væri með hann. Móðir hennar var send til London í Englandi þar sem hún átti að bíða eftir nýjum líffærum. Eftir fæðingu annars barns Önnu Maríu ágerðist sjúkdómurinn hjá henni svo hún átti ekki held- ur neina aðra úrkosti en að fá líf- færaflutning og var send til London um vorið 1990. Við tók erfiður tími hjá fjölskyldunni. Systkinin skipt- ust á að vera hjá þeim mæðgum, pabbi Nikolínu var úti allan tím- ann. „Ég var þarna úti í 3-6 vikur í senn. Það fór svona eftir ástand- inu á mínu heimili.“ Á þessum tíma voru mæðgurnar báðar komnar í hjólastól og þurftu aðstoð við all- ar athafnir. „Þetta eru svo ungar konur. Mamma er 48 ára þegar hún greindist og systir mín 28 ára.“ Mikill missir á stuttum tíma Móðir Nikolínu hennar lést 5. júní 1991 án þess að hafa fengið líffæri. Hún fékk hjartaáfall. Anna María fékk líffæri 25. maí 1992 og hafði þá tekið loforð af Nikolínu að koma til London. „Ég fer út til hennar 29. maí og hún deyr 30. maí.“ Nikolína missti bæði móður og nána systur á innan við tíu mánuðum. Missirinn tók mikið á fjölskylduna. Líffæra- flutningarnir gerðu lítið fyrir systur hennar þar sem sjúkdómurinn var orðinn það langt genginn og búinn að skemma út frá sér önnur líffæri. Á þessum árum var lítið vitað um sjúkdóminn. Talið var að hann or- sakaðist af kínverskri jurt og væri ekki ættgengur og fólk sem byggi við sjó fengi hann frekar en aðr- ir. „Þetta fannst okkur frekar ótrú- verðugt en við gátum ekkert sagt við því. Okkur fannst bara skrýtið að tvær konur úr sömu fjölskyld- unni skyldu greinast með þennan sjúkdóm af hundrað greindum til- vikum í heiminum.“ Sorgin eftir missi mæðgnanna var mikil og leitaði Nikolína sér hjálpar til að takast á við hana. Hún bjó að þeirri lífsreynslu þegar bróð- ir hennar dó í þyrluslysi í Hamars- firði í september 1997. Hann var einungis 34 ára að aldri þegar hann lést og sorgin var mikil í fjölskyld- unni. Hann lét eftir sig dóttur og eiginkonu. Eina tilvikið á Íslandi í dag Árið 2012 fór Nikolína svo sjálf að finna fyrir því að hún væri úthalds- lítil. „Þarna í ágúst 2012 gat ég ekki hjólað og var bara ónóg sjálfri mér og ósátt við það og reyndi bara að herða sjálfa mig en varð bara verri og verri.“ Hún ákvað því að fara til læknis og fór í kjölfarið í allsherj- ar rannsóknir. „Ég fór meðal ann- ars í blóðsýnatöku og hjartalínu- rit en svo heim. Svo kemur Smári á harðahlaupum sama dag eins og sjúkrabíll,“ segir Nikolína. Þá átti hún að fara strax á Hjartagáttina, því hún væri líklega að fá hjarta- áfall. Þar kom í ljós að hún væri ekki að fá hjartaáfall heldur var send í frek- ari rannsóknir eftir að hún sagði frá fjölskyldusögu sinni. „Ég gat ekki ímyndað mér að það væri þriðja til- fellið af þessum sjúkdómi í sömu fjölskyldunni og hann væri ekki arfengur.“ Síðar var staðfest með sýnatöku að sjúkdómurinn er vissu- lega arfgengur og orsakast af gena- galla í lungnaslagæð. Læknar geta aftur á móti á engan hátt úskýrt af hverju sjúkdómurinn kom svona skyndilega eins og í tilfelli Ni- kolínu. Hún er eini sjúklingur- inn á Íslandi sem er greindur með lungnaháþrýsing í dag sem er af óþekktum orsökum. Mikið lækna- teymi fylgist grannt með henni og meðferð hennar. „Ég er búin að fá ótrúlega góða heilbrigðisþjónustu. Ég er svo ofboðslega heppin og lánsöm með mitt fagfólk.“ Lyfjameðferð fremur en líffæraflutningur „Síðan seinni partinn 2012 hefur mikið breyst. Ég er búin að vera í nokkrum lyfjameðferðum,“ segir Nikolína sem hafa hentað misvel til að halda sjúkdómnum í skefjum og virðist ganga þokkalega vel í dag. Lyfjameðferðir stóðu ekki mæðg- unum tveimur til boða í byrjun tí- unda áratugs, eingöngu líffæra- flutningar. Meðferðin hefur miklar aukaverkanir í för með sér og skerð- ir lífsgæði hennar nokkuð. „Ég gat unnið alveg fram til nóvember 2015 en reyndar ekki fulla vinna,“ segir Nikoklína. „Það var mér óskaplega mikið áfall að geta ekki unnið.“ En hún lét það þó ekki stoppa sig frá því að hlaupa í skarðið fyrir dóttur sína og passaði yngsta barnabarnið sem er tveggja ára í dag. „Það hjálp- aði mér mikið andlega og ég gat al- veg ráðið mínum tíma. Við tókum morgnana rólega og það var allt svona á hægu nótunum.“ Lifir einn dag í einu Þegar Nikolína hugsar til baka og leiðir hugann að því að hún eign- aðist tvö ættleidd börn þá er hún þakklát fyrir að hafa ekki gengið með börnin sjálf. Ekki sín vegna þó, heldur þeirra vegna. „Ég get ekki hugsað mér að börnin mín fengju þennan sjúkdóm. Þannig að ég er glöð í dag, þótt ég hafi ekki verið glöð hér áður fyrr þegar við vor- um að reyna að eignast börn. Ég er glöð í dag að vera í þessum sporum að eiga tvö yndisleg börn og þrjú barnabörn og ekkert af þeim fær þennan sjúkdóm.“ Þegar sjúkdómurinn var upp- götvaður hjá Nikolínu var það henni mikið áfall. Hún segir þó að snemma í ferlinu hafi hún ákveðið að láta hann ekki draga sig niður. „Ég get bara ekki gert fjölskyldunni minni það. Mér finnst álagið nóg á fjölskyldunni minni út af þesum sjúkdómi og hann stjórnar auðvitað heilmiklu í okkar lífi. En við höfum val um að reyna að gera hlutina létt- ari og sjá hlutina bjartari,“ segir Ni- kolína með bros á vör. Hún setti sér það markmið að verða sextug þeg- ar hún var greind með sjúkdóminn. Því markmiði náði hún í ágúst síð- astliðnum. „Næsta markmið er að lifa einn dag í einu og ég geri það. Ég vil bara vera hér í núinu.“ klj Svala Ýr Smáradóttir, dóttir Nikolínu og Smára, með manni sínum Þorsteini Gíslasyni og þremur börnum, Gísla Frey, Theodóri Smára og Bjarnfríði Helgu. Bergur Þráinn Smárason sonur Nikolínu og sambýliskona hans Sigurlaug Kristjánsdóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.