Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Page 60

Skessuhorn - 20.12.2017, Page 60
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201760 Það er gamall og góður siður að senda jólabréf, en þau voru fyrr á dögum hugsuð sem nokkurs konar ítarefni með jólakveðjum. Í jólabréfum voru, auk þess að senda kveðju til heimilisfólks, sagðar fréttir úr sveitinni. Skessuhorn leitaði til níu valinkunnra kvenna af Vest- urlandi og voru þær beðnar að senda lesendum Skessu- horns jólabréf úr sínu heimahéraði. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Efnistök voru gefin frjáls og því kennir nú sem fyrr fjölbreytni í þessum vinalega sið. Kveðjur úr héraði „Ég er slakur að njóta og lifa“ syngur Jói Pé í laginu „Ég vil það,“ sem hann gaf út síðastliðið sum- ar með Chase. Það er einmitt allt- af markmiðið hjá mér í desemb- er; slaka, njóta og lifa, en einhvern veginn næ ég alltaf að láta tímann fljúga framhjá mér og aðfanga- dagur rennur upp óvænt, alltof snemma, en samt á réttum tíma. Ég hugsa alltof oft þegar þessi vika er búin, eða þegar ég er búin með þetta verkefni, eða þegar ég er búin að skreyta, þá geti ég sko far- ið að slaka á, að njóta og að lifa, en það tekst ekki hjá mér. Það er alltaf eitthvað. Mig grunar að því mið- ur tíðkast þetta víðar, og ekki að- eins í desember. Það á ekki að vera svona, maður á að njóta hverrar stundar, jafnt þegar maður hleyp- ur um Kringluna í leit að réttu jólagjöfinni og þegar maður gæð- ir sér á dýrindis jólamáltíð. Maður á líka að njóta þegar sósan brennur á aðfangadagskvöldinu, eða þeg- ar jólakjóllinn er orðinn of lítill vegna ofáts í desember, þetta verð- ur allt að skemmtilegum sögum til að segja um næstu jól. Ég viðurkenni að þetta hugar- far á við oft hjá mér, ég gleymi að slaka á, að njóta og að lifa. Þetta er slæmur ávani og maður missir af svo miklu. Það á enginn að hugsa að lífið byrji eftir einhvern ákveð- inn áfanga, eins og þegar þú verð- ur búinn með háskólann þá byrj- ar sko lífið, þegar þú verður kom- inn í kjörþyngd, þegar þú eign- ast börn, þegar þú verður búinn að kaupa íbúð o.s.frv. Þetta virk- ar ekki þannig, lífið er núna, ekki þegar þú ert búin að ná einhverj- um áfanga heldur núna. Munum að njóta ferðarinnar að áfangan- um líka. Ég ætla að setja mér markmið fyrir næsta ár, (ekki áramótaheit vegna þess að þau svík ég alltaf). Ég ætla að hætta að segja að það sé alltaf nóg að gera hjá mér þegar fólk spyr mig frétta. Maður verð- ur svo þreyttur á því að hugsa um að það sé alltaf svo mikið að gera hjá manni. Ég ætla frekar að segja fólki frá því hvað ég er að gera margt spennandi og skemmtilegt í lífinu, vegna þess að það er svo margt spennandi og skemmtilegt ef maður bara opnar augun fyr- ir því. Ég ætla að lifa í núinu, ekki hugsa um gærdaginn eða kvíða fyrir morgundeginum. Ég ætla að muna hvað er það mikilvæga í líf- inu, ég ætla að vera þakklát fyrir það sem ég hef. Því er ég er þakklát fyrir fjölskylduna mína sem stend- ur með mér í einu og öllu. Ég er þakklát fyrir dásamlegan sambýlis- mann minn, sem dregur það besta fram í mér og talar í mig vit þeg- ar á móti blæs og ég er þakklát fyr- ir fjölskylduna hans, vegna þess að þau eru líka fjölskyldan mín. Ég er þakklát fyrir vini mína, sem ég heyri alltof sjaldan í, en þeir eru alltaf til staðar þó að fjarlægð- in sé oft mikil. Ég er þakklát fyr- ir erfiðu dagana vegna þess að þeir kenna mér að meta góðu dagana betur. Ég er þakklát fyrir hefðirnar vegna þess að þær skapa minning- ar. Ég er þakklát fyrir reynslu mína vegna þess að hún hefur kennt mér margt. Ég er þakklát fyrir mistökin mín vegna þess þau eru vísbending um að ég er að gera eitthvað. Ég er þakklát fyrir #metoo baráttuna vegna þess að ég hef trú á að það muni styrkja stöðu kvenna. Kæru Dalamenn og aðrir Vest- lendingar! Ég óska ykkur gleði- legra jóla og farsældar á komandi ári. Munið að slaka á, njóta og lifa. Með kveðju úr Dölunum, Svana Hrönn Jóhannsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi Dalabyggðar Munum að njóta ferðarinnar að áfanganum líka Dalahestar tóku til starfa á árinu. Ljósm. sm. Að mörgu þarf að hyggja þeg- ar jólin eru undirbúin og misjafnt hversu mikið fólki finnst þurfa að gera. Hvað er jólalegt og nauðsyn- legt fyrir jólin, er misjafnt manna á milli. Ég sjálf er frekar vanaföst og hafa hlutirnir á mínu heimili verið nokkuð í föstum skorðum í kring- um jólin. Í minningunni var samt desember besti mánuðurinn, eigin- lega betri en sumarið. Í skólanum var uppbrot sem var ekki á öðrum tíma. Föndrað, skreytt og æft fyrir litlu jólin sem voru mikið tilhlökk- unarefni. Þegar litlu jólin voru í skólanum mátti maður koma með gos og nammi í skólann og pakka til að vera með í pakkaleik. Auðvi- tað var líka dansað í kringum jóla- tréð og mennirnir í rauðu fötunum komu í heimsókn. Heimafyrir fann ég ekki fyrir því að neitt stress væri í gangi. For- eldrar mínir unnu báðir úti langan vinnudag. Á kvöldin kom oft góð lykt úr eldhúsinu og þá var ljúft að laumast fram og fá heitar smákökur og mjólk áður en farið var að sofa. Einnig urðu oft miklar breytingar á húsinu á meðan ég svaf. Heilu her- bergin urðu tandurhrein og smá- kökur „bökuðust”. Aldrei kvartaði þó mamma þótt hún þyrfti líka að mæta á tónleika í tónlistarskólan- um, fara á aðventuhátíð í kirkjunni, mæta í jólaföndur og á litlu jólin. Það var heldur ekki farið margar ferðir til Reykjavíkur til að versla, fara á tónleika eða jólahlaðborð. Síðustu dagana fyrir jól fór þó allt á fullt. Keyptir voru heilu kassarn- ir af eplum og appelsínum sem voru ekki til á hverjum degi og lyktin af eplum var jólalykt því þegar hún kom. Þá vissi maður að þetta var að styttast. Á Þorláksmessu var svo verið að búa til ís, klára að þrífa og húsið skreytt. Settar upp jólaserí- ur og annað sem tilheyrði. Eitt fal- legasta jólaskrautið var kirkja og burstabær sem pabbi hafði útbú- ið mjög haganlega úr fiskiöskjum úr frystihúsinu. Þetta hafði hann málað, skorið út glugga sem hann setti litfilmu í. Þegar þetta var svo sett upp setti hann bómul á þökin og og í kring, litla jólasveina sem hann bjó til úr pípuhreinsurum og vafði með garni. Herlegheit- in voru svo fullkomnuð í mínum huga með ljósaperu sem sett var undir og lýsti þetta svo fallega upp. Jólatréð var aldrei skreytt fyrr en við systkinin vorum farin að sofa á Þorláksmessu og kveikt á því rétt fyrir klukkan sex á aðfangadags- kvöld. Heima hjá mér borðuðum við hangikjöt á aðfangadag sem mamma hafði soðið á Þorláks- messu. Við fengum súpu og brauð í forrétt og ís ef við höfðum pláss í eftirmat en oft gæddum við okkur á honum eftir að hafa opnað gjaf- irnar. Við hlustuðum á messuna í sjónvarpinu á meðan við borð- uðum jólamatinn á aðfangadags- kvöld. Mamma og pabbi gengu frá eftir matinn og vöskuðu upp. Þeg- ar við settumst svo niður við jóla- tréð varð allt svo rólegt, spenning- urinn og allt sem beðið hafði ver- ið eftir var að koma. Jólatréð okk- ar var gamalt með fáum greinum en mikið sem það var fallegt þeg- ar búið var að setja fallegu seríuna, skrautið og englahárið á það. Oft spurði ég hvort við ætluðum í al- vöru að hafa þetta gamla tré aftur og mundi á jólunum af hverju við notuðum það. Það var svo mikill hátíðleiki yfir trénu þegar það var tilbúið. Eftir að hafa skipst á gjöf- um og opnað þær var það til siðs að við laumuðumst inn í herbergi með gjafirnar sem oft voru bæk- ur. Einnig fórum við með kók eða Sinalco í gleri, nammi og ávexti með okkur og kíktum í bækurnar. Seinna um kvöldið var svo farið fram og sagt frá um hvað bækurn- ar voru og gætt sér á heitu súkk- ulaði og kökum sem mamma hafði galdarað fram á meðan við lásum. Svo var laumast aftur inn í rúm og haldið áfram að lesa og stundum laumast fram þegar líða fór á nótt- ina og náð sér í birgðir eins og við kölluðum það en þá langaði mann í eitthvað aðeins meira til að maula með bókalestrinum. Restin af jól- unum leið í rólegheitum. Við fór- um ekki mikið í jólaboð en nutum þess að vera í fríi, hitta vini, spila og fara í messu. Að hugsa til baka og setja þessar minningar á blað hefur minnt mig á hvað ég á mikið af góðum minn- ingum sem ég hef bætt við í gegn- um árin bæði með foreldrum mín- um, systkinum, maka og hans fjöl- skyldu og börnunum okkar. Megi jólin vera ykkur sem þetta lesið gleðileg og nýja árið gæfuríkt. Með kveðju úr Snæfellsbæ, Sóley Jónsdóttir Minningar frá bernskujólum mínum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.