Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 61

Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 61
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 61 Kveðjur úr héraði Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar, árs og friðar Hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum stuðning á árinu sem er að liða og væntum góðs samstarfs á nýju ári. Ásmundur Einar Daðason og Halla Signý Kristjánsdóttur þingmenn framsóknar í NV kjördæmi SK ES SU H O R N 2 01 7 Enn og aftur nálgast jól og mér aft- ur boðið að skrifa kveðju úr héraði í Skessuhorn. Ég sagði náttúrulega ,,já.“ Lesendur þurfa að eiga það við ritstjórann. Ýmislegt hefur drifið á dagana frá síðustu jólum. Eiginmaðurinn orðinn sextugur. Ég reyndi að létta undir þegar far- ið var yfir tímamótin. Það var gert að hætti Frónbúa, farið á ,,Tene-allt- innifalið.“ Mjög gott að fara til heitu landanna í febrúar, af hvaða tilefni sem er. Maðurinn segist ekkert bréf hafa fengið frá FEBAN í tilefni af- mælisins, þannig að það hefur hvílt á mínum herðum að finna eitthvað fyrir hann til að hafa fyrir stafni síð- an, svona utan vinnutíma. Rétt eftir að við komum heim, þá þurfti hann að hugsa um að koma mér á Heilbrigðisstofnun Vestur- lands, hvar ég var lögð inn vegna krankleika. Mér finnst ástæða til að nefna þetta, þar sem starfsfólkið á Sjúkrahúsinu hér á Akranesi var al- deilis frábært. Þjónustan ekki síðri en á Tenerife. Ég læknaðist á nokkr- um dögum og hef bara verið hress síðan. Þegar sumraði, fórum við hring- veginn. Þar þurfti að tala næstum eins mikla útlensku og á áðurnefndri Tenerife. ,,The people of Djúpivog- ur would like to thank you for us- ing the toilet...“ Mikið var freistandi að skrifa ,,ekkert að þakka – verði ykkur að góðu“ undir skiltið. Nú er ég bara orðin svo prúð að ég gerði það ekki. Í lok hringferðarinnar var komið við á Fiskideginum mikla á Dalvík sem var ágætt. Það fer víst fækkandi fiskidögum hér í bæ. Á haustdögum hittumst við, fermingarsystur, í Svignaskarði. Að- alfundarefnið vorum við sjálfar, hve vel við værum framgengnar, ung- legar og sprækar. Síðan lá leiðin í Ullarselið og á Landbúnaðarsafn- ið á Hvanneyri, okkur til mikillar ánægju. Við gátum líka ekið upp að dyrum. Í október var mætt, einn ganginn enn, á kjörstað við Vesturgötuna. Að komast þangað var hálfgert hindr- unarhlaup, eins og verði hefur und- anfarið. Fólk er nánast hætt að rata um þá ágætu götu. Kannski var það þess vegna að margir virðast hafa verið hálfvankaðir þegar á kjörstað kom. Það gæti útskýrt ýmislegt. Eitt er það sem ég má ekki gleyma að nefna. Eftir að fyrirtækið Sansa tók til starfa hér á Akranesi hafa samskipti okkar hjóna breyst til tals- verðs batnaðar. ,,Nei – það verð- ur ekki kjötfars í kvöldmatinn...nei, ekki heldur bjúgu...nei, ég má ekk- ert vera að því að fara sjálf út í búð... ok mér er alveg sama þótt við höf- um skyr...“ hljómar núna svona: ,,Ég er búin að panta – getur þú sótt?“ Hann segir alltaf: ,,Já, elskan mín...“ (eða þannig túlka ég það). Best að taka það fram að Sansa styrkir ekki gerð þessarar kveðju. Sjöunda barnabarnið leit dagsins ljós nú í nóvember. ,,Blessun fylgir barni hverju“ er svo sannarlega rétt. Ef ekki væru barnabörnin, þá hefði ég t.d. misst af marglyttuveiðum í sumar. Það átti nefnilega að ná úr þeim rafmagninu. Hugmyndinni er hér með komið á framfæri. Þegar lítið lifir af árinu þarf mað- ur að nýta vel þá daga sem eftir eru. Nota jólin sem pressu til að fegra heimilið. Nú sef ég í herbergi, upp- færðu eftir ráðleggingum ,,Skreyt- um hús.“ Búið að mála dökkgrá- brúnt yfir hvíta litinn sem var víst orðinn algjörlega út úr kú. Sá sex- tugi er alveg með þetta. Ég óska öllum gleðilegra jóla, árs og friðar. Lifið heil, Fjóla Ásgeirsdóttir, Kirkjubraut 12, Akranesi Þetta var allt „Sansað“ á árinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.