Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 64

Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 64
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201764 Kveðjur úr héraði Nú ganga þau í garð, blessuð jólin – einu sinni enn. Aðventan er að baki og hátíðarhöldin taka við. Ég er mikið jólabarn, ég elska þetta vafstur allt sem maður hefur komið sér upp sem hefðum í gegn- um árin. Margt af því er gamlir sið- ir allt frá bernsku okkar hjóna enda leitar hugurinn oft til barnsins sem gladdist hverju ljósi sem kviknaði, grein sem var skreytt og þeirri töfra- stundu þegar opnað var inn í stofu og við fengum að sjá jólatréð full- skreytt, klukkan sex á aðfangadag. Mögnuð stund sem kenndi manni nokkuð um þolinmæði og umbun hennar! Ég flutti hingað í Laugargerði í ágúst og mér leið strax eins og ég væri komin heim! Mín fæðingar- sveit var líka fámennt samfélag. Ætli það hafi verið búið á um 10 bæj- um í Þingvallasveitinni í þá daga – langt var á milli þeirra og oft erfið- ar samgöngur. Þingvellingar stóðu því saman og ég veit ekki hve marg- ar ferðir þeir fóru Bangsi, Jói eða Ragnar upp á heiði, prestinum föð- ur mínum til aðstoðar nokkuð sem gat tekið marga marga klukkutíma, en pabba var margt betur gefið en akstur í vetrarfærð. Hver maður var tilbúinn að fara á milli og aðstoða, einn var slyngur í rafvirkjun, ann- ar í pípulögnum, einhver var aflögu fær með jólasmákökurnar og færði nágranna sínum mörg box og öskj- ur fullt af góðgæti ef svo illa hitt- ist á að heilsan væri ekki góð þá að- ventuna. Við stóðum saman eins og einn maður. Knúin áfram af sam- hjálp, samheldni og þeirrar mögn- uði náttúru sem umlukti okkur öll. Það vænti enginn neins endurgjalds heldur var þetta einfaldlega sjálf- sagt. Það er magnað að fá að sitja hér með kaffibollann sinn og horfa upp eftir Hafursfellinu, þar sem mað- ur ku geta setið klofvega og dáðst af útsýninu – sé maður þá ekki löngu dauður úr sinni alræmdu loft- hræðslu! Hrafnarnar þreytast ekki á að stríða hundinum og hundur- inn lætur plata sig í hvert sinn enda hreinræktur Íslendingur sem held- ur að þetta eigi bara að vera svona! Hinum megin leikur tunglið sér og birta þess lýsir upp Haffjarðarána sem rennur hér rétt við, stundum sem lækur á fjöru en miklu vatns- meiri á flóði. Hjartsláttur móður jarðar verður varla nær manni en þetta. Drottningin okkar, Eldborg gnæfir yfir öllu saman og er ásamt haferninum sú sem ræður. Þeim þykir ekki sérlega merkilegt heima- mönnum að sjá ernina en ég verð í hvert sinn bergnumin og auðmjúk (svona að svo miklu leyti sem ég get orðið það!), þvílíkir konungar him- inhvolfsins. Mér finnst eins og ég sé komin heim í mína sveit. ,,Óttaleg sveitamennska er þett- aaahh,“ er á stundum sagt þegar ekið er eftir þjóðvegum þessa lands. Ástæðan er kannski traktorsvagn fullur af heyrúllum, kindur hlaup- andi upp á veginn fyrir framan mann sér og öðrum til óþurftar og vand- ræða! Já sveitamennska þykir ekki fín, -púkaleg og stundum hjákátleg, svona svolítið eins og þeir bræður Eiríkur og Magnús ef einhver man eftir þeim Spaugstofufélögum. Ég held að sveitamennskan sé sú mennska sem við ættum að byggja á frekar en forsmá og ég veit að þessi agnarsmáu samfélög geta verið bestu dæmin um hvernig hjálpsemi og umhyggja geta gert allt betra. Mér finnst ég finni sömu viðhorf hér og í gamla daga heima á Þingvöllum; Eigir þú slæma daga, er þér boðin aðstoð heim, þarftu að koma mörg- um tonnum af flísum inn í hús og getur varla lyft einni kippu af gosi? Þá hjálpast allir við að finna næsta traktor með réttu græjunni. Og flís- arnar standa inni á miðjum skúrn- um eins og fyrir eitthvert kraftaverk – kraftaverk samhjálparinnar. Einsk- is er ætlast til á móti. Hér er gott að vera, með góðu fólki. Bestu jóla- og nýárskveðjur sendi ég á vængjum arnanna til ykkar allra héðan úr Eyja- og Miklaholtshreppi. Megi ykkur vel farnast. Ingveldur Eiríksdóttir Ljósm. iss. Hjálpsemi og umhyggja sveitasamfélagsins Þegar líður að jólum rifjast upp ýmislegt sem maður er ekki að velta fyrir sér í daglegu amstri. Líkleg ástæða þess eru jólahefð- irnar sem eru á mörgum heimil- um. Sumar tekur maður með sér að heiman, öðrum kemur maður sér upp sjálfur og síðan setur mark- aðsvætt samfélag á mann þá pressu að ýmsa hluti verði að gera og ým- islegt að vera til, til að jólin séu eins og þau eiga að vera. En jólahefð- irnar sem maður tekur með sér úr æsku gera það að verkum að maður leiðir hugann ósjálfrátt að jólatíma bernsku sinnar og því sem maður var að velta fyrir sér í þá daga. Þegar ég var lítil stelpa í af- skekktri sveit austur á landi snerti jólaguðspjallið mig talsvert. Í bak- sýnisspeglinum sé ég að það var þó alls ekki á þann hátt sem til var ætl- ast heldur voru það meira prakt- ískar hugleiðingar. Það gekk nú til dæmis alveg fram af mér gestrisn- in þarna suður á Betlehemsvöllum, að láta þreytta og ferðalúna sofa í fjárhúsum. Það hefði engum dottið til hugar í minni sveit, heldur hefði nú verið reynt að færa til í rúmum og liggja í flatsæng á gólfi frekar en vísa fólki á dyr og mér varð hugs- að til fjárhúsanna okkar sem voru ísköld og uppfennt eftir síðasta norðanbyl. Það voru bara nokkr- ir dagar síðan að ég var króklopp- in að hjálpa til við garnaveikibólu- setningu úti í þessum fjárhúsum og það tók nú bara skamman tíma en ekki heila nótt. Gisting við þess- ar aðstæður virtist ekki vera væn- legur kostur og það hefði líka eng- um dottið til hugar að bjóða uppá slíkt. En þá rifjaðist upp fyrir mér að tíðarfar þarna suður frá væri að öll- um líkindum með öðrum hætti en í Jökulsárhlíðinni og það studdu einnig myndir á glimmerstráðum jólakortum sem bárust inn á heim- ilið. Þær virtust vera teknar af þess- ari litlu fjölskyldu í fjárhúsinu þeg- ar búið var að „vefja barnið reifum og leggja það í jötu“. Það var bara svo erfitt fyrir litla stelpu sem fátt hafði séð og reynt, að setja sér fyrir sjónir að ekki væri frost og snjór á vetrum alls staðar. En snúum okk- ur aftur að jólakortinu, samkvæmt því voru þessi gripahús nú frekar furðuleg, minntu mest á sauðburð- arskýli sem stundum voru smíðuð til bráðabirgða á vorin og dugðu alls ekki ef veður gerðust válynd. Það vantaði alveg eina hliðina í þennan kofa og ekki var hann nú stór um sig. Þeir hafa sjálfsagt ekki verið fjármargir þarna suður frá. En það kom skýring á því. Fjár- hirðarnir voru nefnilega að gæta fjárins í haganum, já það var strax skiljanlegra, mennirnir voru nátt- úrlega með féð á beit, það hafði sjálfsagt verið rigningarsumar og lítill heyforði til. Ég gat nú alveg skilið það. Næst dró til tíðinda þegar prest- urinn fór að leggja út af jólaguð- spjallinu og gerði þar að umræðu- efni að fyrrnefndir fjárhirðar hefðu verið þeir menn sem voru í minnst- um metum þar um slóðir. Ég varð nú bara sármóðguð yfir því, ég vissi ekki betur en það væri merki- legt starf og eiginlega allir sem ég þekkti tengdust sauðfjárbúskap á einn eða annan hátt en af því að ég hef alltaf verið veik fyrir góð- um sögum þá var samt eitthvað í jólaguðspjallinu sem náði tök- um á mér. Þrátt fyrir skort á gest- risni, búskaparhætti sem ég átti ekki að venjast og frámunalega lít- ilsvirðingu við sauðfjárbændur þá náði þessi einfalda saga til mín og fékk mig til að velta hlutunum fyr- ir mér. Og er þá ekki tilgangnum náð? Hvað sem við erum gömul heimfærum við það sem við heyr- um og sjáum uppá okkar veruleika og drögum ályktanir út frá því. Síðan þegar vit og reynsla eykst þá verðum við þess umkomin að rétta kúrsinn og endurmeta skoð- anir okkar út frá því. Hver og einn skilur boðskap jólanna með sínum hætti og út frá sínum forsendum og það er gott að hafa það hugfast að jólin koma alltaf til okkar. Það hafa ekki allir aðstæður til að vera glaðir og kátir á jólum, við söknum þeirra óvenju sárt sem við höfum ekki hjá okkur og kvíð- um jafnvel komandi tímum. Því er mikilvægt að hafa hugfast að jól- in eru nefnilega ekki umgjörð og ytri búningur, heldur hugarfarið sem fylgir þeim og að gleðjast yfir því sem við höfum. Við skulum því opna hug okkar og hjarta fyrir sög- unni um litlu fjölskylduna sem eng- inn vildi hýsa forðum daga suður á Betlehemsvöllum og leyfa einfald- leika hennar að njóta sín og velta boðskap hennar fyrir okkur út frá þeim forsendum sem við höfum. Að lokum langar mig að óska lesendum Skessuhorns gleðilegrar jólahátíðar. Með kveðju úr Hvalfjarðarsveit, Ingunn Stefánsdóttir Hver og einn skilur boðskap jólanna með sínum hætti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.