Skessuhorn - 20.12.2017, Side 66
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201766
Dularfulla Búðin
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Þökkum góðar viðtökur á árinu 2017
Sjáumst aftur á nýju ári
Vilborg Kristófersdóttir nálgast
óðum nítugasta og fimmta aldursár
sitt. Hún er heilsuhraust utan augn-
sjúkdóms sem hrjáði hana í marga
áratugi en hún fékk bót á með nýj-
um hornhimnum árið 1988. Síð-
an þá hefur hún ekki kvartað undan
slæmri heilsu. Blaðamaður Skessu-
horns mælti sér mót við hana á köld-
um desembermorgni til að ræða um
farskólann í Skorradal, en Vilborg
var farkennari þar veturinn 1944-45.
Flestir bæir í Skorradal sem Vil-
borg talar um eru nú komnir í eyði.
Vilborg er skörp og man vel eftir
kennslunni, sveitinni og börnunum
sem hún kenndi.
Kennt var á fjórum bæjum; Mó-
fellsstöðum, Efstabæ, Grafardal
og Vatnshorni. Fór Vilborg á milli
á hesti með fylgd. Börnunum var
kennt á hverjum bæ fyrir sig, sum
gistu, önnur gengu aftur heim að
kennslu lokinni en flest voru bæði í
hádegismat og miðdegiskaffi á þeim
bæ sem skólinn var hverju sinni. Vil-
borg skráði dagbók um veturinn.
Gefum Vilborgu orðið þar sem hún
skrifar frá Mófellsstöðum í byrjun
veturs 1944:
Ágæta vinkona!
Gefið loforð um að rispa þér eins
konar dagbók skal nú hafið. Ferð-
in hingað gekk vel. Ég lagði af stað
með áætlunarbílnum Akranes-Reyk-
holt og fór með honum að Innri-
Skeljabrekku. Þar beið einn bóndi
úr Skorradal eftir mér. Hann var
með hest og vagn, fyrir dót mitt og
jarpan stólpagrip er mér var fenginn
til ásetu. Maður þessi heitir Eiríkur
Sigurðsson og býr í Mófelsstaðakoti,
það er næsti bær hér fyrir vestan.
Eftir að hafa þegið hressingu hjá
Þóru og Gísla á Brekku lögðum við
Eiríkur af stað. Veður var suðvestan
éljagangur en bjart á milli. Ekki vor-
um við fyrr komin úr hlaði en Ei-
ríkur segir mér að Ágústa í Neðri-
Hrepp biðji okkur að gjöra svo vel
og borða hjá sér hádegismat og það
sé útilokað annað en þiggja þetta
boð því hún muni bíða með mat-
inn tilreiddan handa okkur. Ég segi
að hann skuli því ráða og héldum við
heim að Neðri-Hrepp.
Ekki er það að orðlengja að Ei-
ríkur hafði rétt fyrir sér með mat-
inn. Hans þurfti ekki að bíða. Fyrir
okkur var borinn glænýr silungur og
dýrðlega góðar kartöflur og annað
tilheyrandi. Eftir að hafa notið þessa
góða matar og hlýja viðmóts þessa
mér alsókunnuga fólks héldum við
sem leið liggur hingað. Þetta er eng-
inn vegur að heitið geti, bara troðn-
ar slóðir sem hægt er að skrönglast
með vana eftir.
Hér byrjar svo vetrarstarfið. Fyrsta
daginn þegar börnin voru að koma
fannst mér ég alveg ætla að missa
minn litla kjark en úr því sem kom-
ið var, var ekki um annað að gera en
duga, því aftur var ekki snúið að svo
stöddu. Þetta verða hér þrettán börn
í skóla, níu drengir og fjórar stúlkur.
Ekki veit ég hvað skólastofan er stór
en hún er líka mitt svefn- og vinnu-
pláss. Upphitun er reykofn frá kola-
ofni í næsta herbergi. Heimilisfólk
hér er hjónin Guðfinna Sigurjóns-
dóttir og Vilmundur Jónsson, systk-
ini Vilmundar, Þórður, Guðmund-
ur og Júlíana, alltaf kölluð Júlla. Svo
eru tveir synir þeirra hjóna Bjarni og
Þórður, hann er í skóla, á að fermast í
vor. Þórður eldri er blindur frá sjö ára
aldri. Hann er framúrskarandi smið-
ur. Hann hefur smíðastofu í kjallar-
anum á íbúðarhúsinu. Hann heyrist
oft syngja við vinnu sína. Það er hefð
að þeir er hafa verið hér kennarar lesi
fyrir Þórð og eigi skal ég því bregð-
ast. Þá situr hann og rær og fær sér
gjarnan í pípu. Hann er sá eini hér
á bæ er snertir tóbak. Þórður er 70
að aldri. Honum var í afmælisgjöf í
vor gefinn farmiði með flugvél frá
Stóra Kroppsmelum til Reykjavíkur.
Honum fannst þetta mjög mikið æv-
intýri því hann hafði svo mikla löng-
un til að finna hvernig væri að fljúga
og ekki orðið fyrir vonbrigðum. Ein-
hver var sem fræddi hann um lands-
lagið er flogið var yfir.
Nú er ég búin að vera á fundi með
fræðslunefndinni. Í henni eiga sæti
þrír bændur: Kristján Guðmunds-
son á Indriðastöðum, Skarphéð-
inn Magnússon í Dagverðarnesi og
Eiríkur Sigurðsson Mófelsstaða-
koti. Fundurinn var haldinn á Indr-
iðastöðum og nú er búið að kveða
hvernig skólanum verður skipt. Héð-
an fer ég að Efstabæ, það er innsti
bærinn í dalnum og verð þar í fjór-
ar vikur. Þá er aftur komið hingað og
verið fram að jólafríi og aftur eftir jól
þá farið að Grafardal og verið þar 4
vikur. Þá verið hér í 4 vikur að Vatns-
horni í 4 vikur og endað hér senni-
lega í 10 daga.
Hver dagur er öðrum líkur. Börnin
eru stundvís og prúð, gera sitt besta
til náms en á mörgu er að taka og
tíminn stuttur. Þau fara flest heim og
heiman. Ein stúlka er í dvöl hér hún
á svo langt heim og svo eru systkini
sem komið er fyrir á Indriðastöðum.
Það er næsti bær hér fyrir innan en
þar á bæ eru tvö fósturbörn þeirra
hjóna.
Ferðalög á milli bæja
í öllum veðrum
Vilborg þurfti að ferðast reglulega á
milli bæjanna í sveitinni til að ná til
allra barnanna. Vegirnir í Skorradal
voru þá ekki upp á marga fiska, ein-
göngu troðnir slóðar sem farnir voru
á hestum. Vilborg skrifar næst frá
Efstabæ í nóvember en ferðin þang-
að var erfið og löng í vetrarmyrkr-
inu.
Ferðalag okkar Vilmundar hingað
verður víst lengi í minni bæði mínu
og annarra. Frá Mófellsstöðum og
Endurminningar um farskóla í Skorradal
Vilborg Kristófersdóttir á Læk segir frá farskólakennslu í Skorradal veturinn 1944-45
Vilborg Kristófersdóttir að Læk
í Hvalfjarðarsveit. Hún var far-
kennari í Skorradal um veturinn
1944-45. Hér er hún stödd í
gamla húsinu á Hvítanesi.