Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Page 70

Skessuhorn - 20.12.2017, Page 70
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201770 Stykkishólmur skartar sínu fegursta vetrarveðri þegar knúið er dyra hjá Höllu Dís Hallfreðsdóttur, hjúkrun- arfræðingi sem lætur ekki sjúkdóm- inn Retinitis Pigmentosa (RB) aftra sér frá því að lifa lífinu lifandi. Retinitis Pigmentosa „Ég hef aldrei séð mjög vel,“ seg- ir Halla Dís Hallfreðsdóttir hjúkr- unarfræðingur, í upphafi viðtals og heldur áfram, „auk RP er ég nærsýn, með sjónskekkju og fimm ára fékk ég fyrstu gleraugun mín.“ Halla Dís er með augnsjúkdóminn Retinitis Pig- mentosa (RP) sem leiðir til þess að sjónin dalar smám saman. Um er að ræða arfgengan hrörnunarsjúkdóm sem leggst á augnbotna og leiðir til alvarlegrar sjónskerðingar eða blindu. Að sögn Höllu Dísar er þessi sjúkdómur víkjandi á Íslandi þann- ig að báðir foreldrar þurfa að vera arfberar til þess að hann erfist. „Við systkin erum sex og tvö okkar feng- um sjúkdóminn, einn bróðir minn og ég. Frá því að ég man eftir mér hef ég verið náttblind. Mamma tók mjög fljótt eftir því m.a. vegna þess að þegar pelinn var réttur að mér á nóttunni þá sá ég hann ekki. Einnig þegar ég byrjaði að skríða þá hreyfði ég mig hraðar í upplýstu rými en þar sem skugga bar á. Hjá mér var þró- un sjúkdómsins fremur hæg til að byrja með. Meðan endanleg grein- ing lá ekki fyrir var ég að vona að ég væri með hæggengt afbrigði hans sem myndi leiða til minni sjónskerð- ingar en sú varð ekki raunin. Upp úr þrítugu fór sjúkdómurinn að áger- ast en eðli hans er yfirleitt þannig að jaðarsjónin fer fyrst og síðan smá minnkar sjónsviðið yfir í svokallaða rörasýn eða kíkissjón.“ Geraugu í ýmsum litum „Að sjálfssögðu gat ég ekki ekki ver- ið týpísk,“ segir hún brosandi. „Mér finnst best að lýsa sjón minni fyr- ir öðrum þannig að núorðið sé ég aldrei skýrt eða í fókus. Ég líki sjón minni oft við gamla, fölnaða litljós- mynd með blindum eða máðum blettum inn á milli þar sem þú verð- ur oft að geta í eyður, því sumsstað- ar sérðu hvað er á myndinni en ann- ars staðar er það útmáð. Þetta hefur haft í för með sér að ég á erfitt með að greina liti og orðin mjög birtu- fælin sem ég var ekki. Verst þykir mér að vera í snjó og mikilli sól, þá rennur allt saman. Þess vegna á ég allskonar gleraugu, alveg frá mjög dökkum glerjum yfir í glær. Vanda- málið vegna sjónar úr fókus er m.a. ég á orðið æ erfiðara að lesa venju- legt prentmál.“ Ekkert frekar aftur í Hólminn Halla Dís lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og ætl- aði ekkert frekar að búa í Stykkis- hólmi þegar hún yrði eldri. „Ég var svo sem ekkert alveg viss um hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. Ég tók tvö ár í að hugsa, ef svo má segja. Fór meðal annars í eitt ár sem Au pair til New Jersey. Um tíma var ég að spá í að verða fornleifafræðingur en átt- aði mig þá á því að slíkur starfsvett- vangur, vinna með smáhluti, væri líklega ekki heppilegt. Einnig var ég að velta því fyrir mér að fara í söng- nám en guggnaði á því á sínum tíma. Gaf mér það síðan í fertugs afmæl- isgjöf að klára áttunda stig í söng hér í Stykkishólmi. Vissulega er það áskorun að stunda sönginn þar sem ég get orðið ekki lesið nótur eða texta svo að ég er svipuðum sporum og Andrea Botcelli að þurfa að læra allt utan að og er orðin mjög þjálf- uð í að syngja með öðrum.“ Halla Dís segist síðan hafa ákveðið að fara í hjúkrunarfræði. „Ég hafði smá inn- sýn í starfið þar sem ég hafði unn- ið á spítalanum hér í Hólminum á sumrin og gerði mér einnig grein fyrir því hversu fjölbreytt hjúkrun- arstarfið er. Á þeim tíma sá ég mikið betur en í dag og fór í gegnum allt námið án allra hjálpartækja. Ég lenti þó í að fá einu sinni neikvæða at- hugasemd í skólanum vegna sjónar- innar þegar við vorum að skoða sár í kennslustund og ég sá ekki almenni- lega hvað var verið að benda á. Þá spurði samnemandi minn hvað ég væri eiginlega að gera í þessu námi og það stakk mig og lifði með mér lengi.“ Að námi loknu var Halla Dís nokkuð óákveðin hvar hún vildi setja sig niður. Hana langaði að prófa að búa og starfa erlendis. „En eiginlega kom ákvörðunin bara sjálf. Maður- inn minn, Helgi Björgvin Haralds- son, var fluttur hingað í Hólminn, svo var ég orðin ófrísk þannig að ég kom bara heim aftur og sé ekki eftir þeirri ákvörðun. Það er gott að vera nálægt fólkinu sínu sem veitt hef- ur mér mikinn stuðning, í umhverfi sem maður þekkir vel og hér er gott að ala upp börn.“ Þau hjón eiga þrjá drengi, Harald 16 ára, Hallfreð 14 ára og Hjalta sem er 9 ára. Alltaf verið frekar virk Foreldrar Höllu Dísar fluttu bæði í nágrenni Stykkishólms þegar þau voru unglingar. Móðir hennar kom frá Flatey á Breiðafirði og fað- ir hennar frá Drangsnesi á Strönd- um en fjölskyldan settist að í Ögri sem er eina lögbýlið í Stykkishólms- hreppi. Halla Dís fór því oft í sveit- ina eða út í eyju og þau hjónin eiga hús í Flatey í dag. Hún segist vera alin upp við dúntekju, eggjaleit og eyjar og það hafi verið dásamlegt. Á unglingsárum fór Halla Dís á tvær grásleppuvertíðar, í göngur og leit- ir. „Það biður mig enginn um þetta í dag,“ segir hún kankvís. Vegna áhuga þeirra hjóna á eyjalífinu segir hún að þau hafi hvatt strákana sína að læra að sigla við Stykkishólm og Flatey og um leið að kynna sér sér- staklega vel skerin og boðana þar í kring. „Ég sagði bara við þá að við yrðum að vera sjálfbjarga af því að pabbi þeirra er ekki alltaf heima. Svo við tókum þetta í áföngum og þeir lærðu smátt og smátt. Út úr þessu kom meðal annars gríðarlegur áhugi hjá miðstráknum á að eignast bát og ósk hans rættist eftir ferminguna.“ Hætt að keyra bíl „Ég hætti að keyra bíl, líklega fyrir svona 10 til 12 árum og það er al- veg saga á bak við það,“ segir Halla Dís brosandi þegar talið berst að því hvernig hún komist um bæinn. „Þetta var 20. júní sem ég hætti að keyra. Mamma var að jafna sig eft- ir heilablóðfall og við tvær ákváðum að fara upp að Helgafelli að fylgj- ast með þegar kúnum yrði hleypt út í fyrsta sinn það sumar. Það var vond birta, hafði rignt og svo var komin sól þannig að það glamp- aði einhvern veginn á allt umhverf- ið. Þegar við erum komnar, að ég hélt, á hlaðið við Helgafell, þá keyri ég niður slakka sem ég sá ekki. Það skemmdist ekkert og enginn meiddi sig en þá ákvað ég að nú væri nóg komið og fékk annan til að keyra okkur heim. Nú fæ ég mér bara bjór á þessum degi,“ segir Halla Dís og hlær dátt. Einhver fyrir framan Eins og oft vill verða hjá foreldr- um þá er mikið verið að sækja og keyra börnin í ýmiskonar tómstund- ir. Því er ekki fyrir að fara á heim- ili Höllu Dísar. „Maðurinn minn er mikið að heiman svo strákarnir mín- ir hafa bara vanist því að þurfa að sjá um sig sjálfir í þessum efnum. En ég nota reiðhjól. Ég hef alltaf haft gam- an af því að hjóla og á mínum náms- „Ég er ekki sjónin mín, heldur er ég bara með þessa sjón“ - segir Halla Dís Hallfreðsdóttir hjúkrunarfræðingur í Stykkishólmi Halla Dís Hallfreðsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Stykkishólmi. Halla Dís hefur gríðarlega gaman af því að vera úti í náttúrunni. Þessi mynd er tekin við Hornið við Hraunsfjarðarvatn fyrir örfáum dögum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.