Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 75
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 75
mér, sem ég er þakklátur fyrir. Ég
glugga oft í „Saltkorn í mold,“ eftir
Guðmund Böðvarsson frá Kirkju-
bóli. Sú bók gerir mikið fyrir mig
og ég held mikið upp á Guðmund
sem ljóðskáld. Reyndar er ég alltaf
með ljóðabók við mitt rúm.“
Frístundirnar
„Það er heldur kvartað yfir því að
sólarhringurinn sé ekki nógu lang-
ur en við reynum samt að komast
aðeins í frí,“ segir Sigurður þeg-
ar spurt er um hvort hann eigi
einhvern tímann lausar stundir.
„Það var keypt hjólhýsi hingað og
við María mín reynum aðeins að
dröslast með það eitthvað. Það er
bara fínt og gefur aðeins grið frá
amstrinu. Svo fer ég reyndar allt-
af svolítið á bak, eins og ég sagði
áðan. En frístundirnar eru bara
ekki margar, það er kjarni máls-
ins.“
Nú ertu komin
með fyrirsögn
Sigurður er á því að lífið í dreif-
býlinu sé ögn öðruvísi en í höf-
uðstaðnum svo dæmi séu nefnd.
Hann hafi orðið að skreppa þang-
að um liðna helgi og það hafi ver-
ið býsna gott að komast þaðan aft-
ur. „Við sem erum enn að hokra
með búskap erum að verða síðustu
Móhíkanarnir, það er alveg ljóst,“
segir hann og heldur áfram. „Ég
er til dæmis bara skrýtinn, þver-
haus sem margir halda að sé vit-
lausari en ég er. Og nú ertu kom-
in með fyrirsögn á viðtalið,“ seg-
ir hann og skellihlær. „Þú verður
að nota þetta. En við í dreifbýlinu
allavega erum bara ekki tilbúin að
opna augun. Dóttir mín sem býr
í Noregi, stórgreind stelpa, var
að lesa Sjálfstætt fólk eftir Hall-
dór Laxness og vinna verkefni úr
því. Hún sagði mér að henni hefði
eiginlega fundist sem hún væri að
lesa um pabba sinn er hún las um
Bjart í Sumarhúsum og ég er ekk-
ert öðruvísi en aðrir með þetta.
Slæ hausnum við steininn eins og
hinir og breyti of fáu. En ég keypti
þó hund af því að ég var farinn að
eldast og brekkurnar að lengj-
ast en það eru einhverjir hnökr-
ar á samstarfinu. Seljandinn seg-
ir að það sé ég, en að mínu mati
er það hundurinn. Svona er þetta
almennt, það kennir hver öðrum
um,“ segir Sigurður og er rokinn.
Skólabörnin bíða þess að kom-
ast heim. En áður en hann hverf-
ur af hlaðinu bætir hann við: „Þú
verður að segja að ég eigi sárafá
hross og komdu svo í Eiríksstaði
í sumar, ef ég verð ekki hættur.
Við eigum eftir að setjast niður
með forráðamönnum Dalabyggð-
ar og ræða næsta sumar. Blessuð
væna mín.“ Og þar með var hann
endanlega rokinn. Blaðamaður
brosir í kampinn alla leið heim.
bgk
Óskum Vestlendingum
og landsmönnum öllum
gleðilegra jóla og
farsældar á nýju ári.
Óskum Vestlendingum
sem og landsmönnum
öllum gleðilegra
jóla árs og friðar
Smáprent - Skagabraut 6, Akranesi - www.smaprent.is
Smáprent
Óskum Vestlendingum og
landsmönnum öllum gleðilegra
jóla og farsældar á nýju ári
Sigurður Hrafn og sambýliskona hans María Kristjánsdóttir með sonum þeirra,
Kristjáni Þorgils og Jökli.
Bóndinn á Vatni hefur stundum brugðið sér á bak eins og sjá má.