Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Side 76

Skessuhorn - 20.12.2017, Side 76
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201776 Snorri Rafnsson er einn fárra starf- andi veiðimanna á Vesturlandi og hefur hann vakið mikla athygli að undanförnu á samskiptaforrit- inu Snapchat undir nafninu Varg- urinn, en daglega fylgjast um 17 þúsund Íslendingar með honum. Á Snapchat sýnir Snorri frá dag- legu lífi veiðimanns sem getur ver- ið býsna spennandi. Hann veiðir að mestu leyti minka en einnig tófur, máva og önnur dýr. Snorri er tengd- ari náttúrunni en flestir. Hann telur starf sitt sem veiðimaður vera mik- ilvægt, þá sérstaklega minkaveiðin því minkurinn sé ekki hluti af nátt- úru landsins. Snorri kallar eftir því að Íslendingar fari að taka ábyrgð á gjörðum sínum varðandi minkinn sem slapp óboðinn út í náttúruna fyrir um áttatíu árum síðan. Hann vill einnig meina að manneskjan sé hægt og rólega að missa tengsl sín við náttúruna. Skessuhorn fór á minkaveiðar með Snorra síðastliðið sumar og fræddist þá um starf hans, veiðihundana og náttúruna. Undan- farna daga hefur Snorri vakið lands- athygli fyrir að fanga örn sem ver- ið hafði á hrakningum í Snæfellsbæ og kom honum í tímabundið fóstur í Húsdýragarðinum. Alltaf verið náttúrubarn Snorri er Ólsari í húð og hár en bjó nokkurn hluta unglingsáranna í Reykjavík. Hann er mjög hrifinn af Ólafsvík þar sem nálægðin við nátt- úruna er mikil. „Mér fannst óþægi- legt þegar ég bjó í Reykjavík hve fjarlæg náttúran var mér. Það má segja að ég hafi reynt að búa mér til tengsl við náttúruna. Ég byggði kofa skammt frá heimili mínu þar sem ég var með kanínur, hamstra og dúfur. Ég eyddi miklum tíma þar með dýr- unum,“ segir Snorri en hann smit- aðist snemma að veiðibakteríunni. „Allir mínir forfeður eru veiði- menn og ég var ungur byrjaður að veiða fisk með pabba. Við áttum svo hund sem segja má að hafi ýtt okk- ur í minkaveiðina. Hann var mikill veiðihundur án þess að vera þjálf- aður sérstaklega í það eða það hafi verið ætlunin. Þegar við fórum með hann í fjöruferðir var hann alltaf strax farinn að leita af minkum. Það má einnig segja að hann hafi kveikt áhuga minn á veiðihundum. Þegar hann drapst vildu mamma og pabbi ekki fá nýjan og ég var alveg veik- ur í að eignast hund og keypti mér sjálfur hund um leið og ég gat,“ seg- ir Snorri. Lærði að lesa í náttúruna Snorri fór að starfa sem veiðimað- ur fyrir Snæfellsbæ árið 2003 þá tví- tugur að aldri. Hann kveðst ekki hafa verið mjög góður veiðimaður á þeim tíma en hafi lært margt síðan. „Ég hafði verið að veiða alla mína ævi og skaut mína fyrstu tófu sautj- án ára gamall. Fyrstu störf mín sem veiðimaður fyrir Snæfellsbæ sneri að því að skjóta máva. Ég lærði margt af því sem skytta. Það er töluverður munur að skjóta lifandi dýr en leir- dúfur. Þú þarft að skilja dýrið sem þú ert að skjóta, hvert það fer næst og hvað hreyfingar eru framund- an. Ég lærði betur að lesa í náttúr- una og við það verður maður fær- ari veiðimaður. Allt sem ég hef lært hef ég komist að sjálfur. Ég hef því lært af því að gera hlutina og vegna þess fer ég mínar eigin leiðir. Ég hef samt líka fengið hugmyndir og ráð- gjöf frá eldri og reyndari mönnum í gegnum tíðina,“ segir Snorri. Manneskjan að missa tengsl við náttúruna Aukinn iðnaður og þéttbýlismynd- un undanfarnar aldir hefur orð- ið til þess að margir vilja meina að mannskepnan sé sífellt að færast fjær náttúrunni og undir það tekur Snorri. „Það er alveg klárt mál að þessi tengsl eru að rofna. Við erum öll með þetta í okkur, veiðimennsk- una og náttúruna. Ég, eins og flest allir aðrir, eyddi æskuárunum í það að leita uppi ævintýri. Maður var sí- fellt að kanna áður óþekktar slóðir og mjög móttækilegur fyrir því að upplifa og læra. Maður var að rann- saka fjörur og kletta og stöðugt að læra. Síðan er eins og þessi kjarni, náttúran, sé tekinn úr fólki. Allir eru steyptir í sama mótið og fara sama farveginn. Allir læra það sama í skól- anum og við erum settir í kassa sem mörgum finnst óþægilegt að stíga út úr. Þetta á ekki að vera svona, við eigum að fá tækifæri til að þrosk- ast og leika okkur og fá að kynn- ast á fjölbreyttan hátt hvað við vilj- um gera. Þannig finnum við ham- ingjuna, hana er ekki bara að finna á lögfræðiskrifstofum.“ Snorri segist vera duglegur að fara með börnin sín og vini þeirra út í náttúruna. „Ég sé það alveg á mínu heimili að krakkarnir festast meira í tölvunni en þegar ég var að alast upp. Ég er duglegur að fara með þau út í náttúruna og leika mér með þeim. Vinum þeirra finnst einnig spennandi að fara með okkur í ein- hver ævintýri.“ Minkurinn ekki hluti af náttúru landsins Aðalstarf Snorra eru minkaveið- ar. Minkurinn kom hingað til lands í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar. Stofnuð voru loðdýrabú þar sem nýta átti feld minksins. Hann slapp þó fljótlega og dreifðist hratt um landið og hefur lifað víðs veg- ar um landið síðan. „Minkurinn á ekki heima hér á landi. Hann er ekki hluti af náttúru okkar og því þarf að halda honum í skefjum. Hann hef- ur slæm áhrif á þau dýr sem búa hér. Við erum með stærsta kríu- varp í Evrópu hér við Rif en það er að minnka útaf minknum. Hann er einnig að hafa varanleg áhrif á fisk í ám víða, skaðsamur teistunni, æð- arfuglum og lömbum. Ég hef fund- ið fyrir því undanfarið að mink- urinn er að fjölga sér hratt á Snæ- fellsnesi og ef ekkert verður að gert mun hann hafa veruleg áhrif á lífrík- ið hér á nesinu. Hann mun einnig hafa áhrif á tekjur marga, svo sem þeirra sem eru með seiði í ám og þeirra sem nýta æðardún. Við þurf- um að fara að taka ábyrgð á því sem við höfum gert. Það erum við sem berum ábyrgð á því að minkurinn slapp út í náttúruna. Sveitarfélög og ríkið þurfa að fara að ranka við sér. Ég er einn í þessu á Snæfellsnesi eins og stendur. Tekjurnar sem ég fæ eru mjög litlar og ég þarf að leggja tölu- vert út fyrir vinnunni. Veiðihunda- rnir sem ég rækta kosta töluvert á mánuði sem og veiðigræjurnar sem ég nota. Ástæða þess að ég er í þessu er að ég hef metnað og ástríðu. Ég hef metnað fyrir því að vernda kríu- varpið svo það haldist það stærsta í Evrópu. Það var minkaveiðiátak í Snæfellsbæ fyrir nokkrum árum og þá tókst okkur að ná stofninum niður en eins og ég segi er hann að rísa aftur. Það þýðir ekki bara að eitt sveitarfélag bregðist við, þetta þarf að vera gert á landsvísu. Minkurinn er með lappir og færir sig því á milli staða,“ segir Snorri. Hugarástandið mikil- vægt veiðihundunum Snorri ræktar veiðihunda sína sjálf- ur en þeir eru tíu talsins. Flestir eru þeir nefndir eftir bardagakonum og mönnum í UFC. Þeir skipta miklu máli í minkaveiðinni, oftar en ekki eru það þeir sem bana minkunum. „Allir mínir veiðihundar eru góðir og ég get skipt um veiðihunda milli veiða eins og í fótboltaliði. Það er mikill kostur þar sem það fer mik- il orka í veiðina hjá þeim. Ég legg mikið á mig að ala þá eins vel og ég get. Ég er með góða aðstöðu fyrir þá við bæjarmörk Ólafsvíkur í vestri. Ég þarf alltaf að setja mig í ákveð- ið hugarástand áður ég fer til þeirra. Ég tek ætíð á móti þeim með yfir- vegun og ró. Þessi sálræni þáttur skiptir miklu máli. Hundar eru mjög „Ég elska að veiða og það er mér í blóð borið“ Rætt við veiðimanninn Snorra Rafnsson um minka, veiðihunda, náttúruna og snapchat Snorri Rafnsson að nýlokinni veiðiferð ásamt þremur af tíu hundum sínum. „Ég þarf alltaf að setja mig í ákveðið hugarástand áður ég fer til þeirra. Ég tek ætíð á móti þeim með yfirvegun og ró. Þessi sálræni þáttur skiptir miklu máli. Hundar eru mjög næmir á allar tilfinningar og líkamstjáningu, þeir eru fljótir að átta sig á hugarástandi manns.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.