Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Side 82

Skessuhorn - 20.12.2017, Side 82
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201782 Bústörfin eru margvísleg í sveitum Vesturlands og þykja bæði hefð- bundin og óhefðbundin. Á bænum Syðri-Knarrartungu í Breiðuvík á Snæfellsnesi er stundaður búskapur sem fellur óneitanlega undir þennan hatt. Þar er kúabúskapur meginstarf- ið ásamt fjárbúskap í hjáverkum, en einnig nokkuð myndarleg vísna- og kvæðagerð sem húsbóndinn Guðjón Jóhannesson á heiðurinn að. Raun- ar má deila um hvort þessi iðja telj- ist til óhefðbundinna búgreina því kveðskapur hefur fylgt bændum landsins í aldir. Húsfreyjan á bæn- um, Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir, starfar hins vegar í ferðaþjónustu og kemur að rekstri Samkomuhússins á Arnarstapa. Skessuhorn sótti þessi sómahjón heim á kyrrlátum degi á aðventunni og hafði vísnahirði sinn, Dagbjart Dagbjartsson frá Hrísum í Borgarfirði, með í för, en Vísnahorn Skessuhorns er að þessu sinni helg- að kveðskap Guðjóns. Vinnudagurinn ekki styst Þegar heim var komið á Syðri- Knarrartungu var vísað til borðs í eldhúsinu. Guðný var að elda há- degismatinn - vænt alikálfakjöt úr þeirra eigin ræktun. Á meðan kynnti hún gestunum fyrir búskapnum. „Hér eru 50 kýr og það sem tilheyrir slíkum fjölda af öðrum nautgripum. Síðan eru hér í kringum 60 kindur, en það eru kindurnar hans Guðjóns og ég kem ekki nálægt þeim,” segir Guðný og hlær dátt. „Kindurnar eru honum til yndis. Það er sama með hann og suma aðra bændur sem eru með kindur, þeir gera þetta til að halda geðheilsunni,” bætir hún við. Guðný hefur nýlega söðlað um og starfar nú í ferðaþjónustunni. „Mig langaði að breyta til og dró mig að- eins úr störfunum hér á bænum. Í haust byrjaði ég að vinna með Ólínu Gunnlaugsdóttur á Ökrum í Sam- komuhúsinu á Arnarstapa. Þar erum við með veitingasölu og kaffihús og bjóðum upp á íslenska rétti á borð við kjötsúpu, plokkfisk og pönnu- kökur. Þetta hefur gengið vel og er nóg að gera hjá okkur,” segir Guðný og hafa ferðamenn verið mikið á ferðinni það sem af er vetri. „Ég fer þó enn í fjósið á morgnanna og á kvöldin. Þannig að þó ég hafi breytt til hefur vinnudagurinn ekki styst,” segir hún í léttum tón. Selja allt kjöt sjálf Guðjón húsbóndi er nú sestur við eldhúsborðið, nýkominn inn í bæ eftir ýmis morgunverk. Það er vænn kjötilmur sem hefur tekið yfir eld- húsið og öllum ljóst að gómsæt mál- tíð er í uppsiglingu. Hjónin upp- lýsa að um sé að ræða alikálfakjöt úr þeirra eigin nautgriparækt. „Við byrjuðum þessa kálfaræktun fyr- ir sennilega 15 árum síðan. Þetta byrjaði þannig að það fótbrotnaði kvíga hjá okkur sem var liðlega árs- gömul. Það var ekkert annað í stöð- unni en að lóga henni og verka hana. Nokkru síðar vorum við með veislu hér á bænum og þá bárum við á borð kjöt af kvígunni. Gestunum þótti þetta langbesta kjötið og upp frá því fórum við að ala upp kálfa til þetta 8-10 mánaða og selja þá svoleiðis. Það hefur gengið svona glimrandi vel,” segja þau. „Við önnumst sjálf söluna til kúnnans sem mest eru einstaklingar og höfum best út úr því þannig. SS sér um að slátra fyrir okkur og fáum við kjötið frá þeim frágengið, inn- pakkað og merkt samkvæmt okkar óskum,” bæta þau við og segja að SS hafi verið einstaklega liðlegt í þess- um efnum. „Nær allt kjöt sem fell- ur til á bænum seljum við sjálf og er fólk nánast í áskrift hjá okkur, kaupir sinn kassa einu sinni til tvisvar á ári,” segja þau og telja afar mikilvægt að bændur hafi þess kost að selja sjálfir með þessum hætti. Var það konan eða jörðin? Að hádegismatnum loknum var kaffi skenkt í bolla og áfram hald- ið að spjalla. Talið barst að upphafi búskapartíðar þeirra hjóna. „Ég er í raun héðan frá bænum. Foreldar mínir, Svanfríður Guðmundsdóttir og maðurinn hennar Gunnar Kol- beinsson, taka saman þegar ég var 11 ára. Þau ákváðu að láta gamlan draum rætast um að gerast bændur, fundu jörð hér á Syðri-Knarrartungu. Ég flyt því hingað 17. júní 1982 og er búin að búa meira og minna hér síð- an,” segir Guðný. Guðjón er aftur á móti úr næstu sveit, frá Furubrekku í Staðarsveit. „Ég færði mig bara yfir Öxlina því heimasætan var hér. En verðum við ekki að segja söguna,” spyr þá Guðjón eiginkonu sína sem hlær og svarar játandi. „Við erum í raun búin að þekkj- ast síðan við vorum 12 ára og vor- um saman í Laugargerðisskóla,” seg- ir Guðný. „Síðan gerist það að við unnum saman sumrin 1988 og 1989 í fiskverkun á Arnarstapa. Guðjón sá um að tína okkur sem bjuggum í sveitinni upp á leiðinni út á Stapa í vinnuna og skilaði okkur svo heim þegar vinnudegi var lokið. Einhvern tímann snemma sumars árið 1989 er Guðjón að skila mér heim og hitt- ir Gunnar á hlaðinu. Þá segir Gunn- ar í gamni: „Ef þú tekur Guðnýju að þér þá færðu jörðina með.” Svo ekki löngu seinna þá byrjum við saman. Síðan hefur það alltaf verið spurn- ingin: Var það ástin á konunni eða loforðið um jörðina sem réði úrslit- um,” segir Guðný og hlær. „Það er svo árið 1993 að foreldr- ar mínir bjóða okkur að flytja hing- að vestur og láta á það reyna hvort að búskapur væri eitthvað sem við vildum vinna við. Það reyndist vera og höfum við ekki farið síðan. Tók- um við jörðina á leigu og keypt- um hana loks á endanum. Foreldrar mínir bjuggu síðan hér til 2001 þeg- ar þau fluttu austur á Selfoss,” bæt- ir Guðný við. Saman eiga þau þrjú börn, Brynjar 25 ára, Kolbrúnu 24 ára og Jóhönnu 14 ára, en fyrir átti Guðný dótturina Gunnhildi 33 ára. „ Jóhanna er ein eftir í kotinu en hin búa fyrir sunnan. Síðan eigum við eitt barnabarn og er annað á leið- inni.” Mikilvægt að fatta sérviskuna í okkur Víkur þá talinu að hinni óhefð- bundnu búgrein bæjarins, kveð- skap húsbóndans. Guðjón hóf að setja saman vísur og gamanmál í þorrablótsundirbúningi Breiðvík- inga, en Breiðvíkingar og Stað- sveitungar skiptast á að sjá um þorrablót sveitarinnar. Þetta jókst svo hægt og rólega með stofn- un karlakórsins hér í sveitinni árið 2010,” segir Guðjón en svo skemmtilega vill til að kórinn er skírður í höfuðið á Guðnýju, ber millinafn hennar Heiðbjört. „Það var eiginlega henni að kenna að við stofnuðum kórinn,” bætir hann við í stríðnistón og horfir á eiginkonu sína. „Þakka! Þakka ætti það að vera,” svarar hún um hæl. Eftir góð hlátrasköll útskýra þau að Guðný hafi hvatt mikið til þess að karlarnir í sveitinni tækju sig saman um að stofna kór. Þeir hafi einfaldlega orðið við þeirri áeggj- an og má heyra á Guðjóni að það hafi verið mikilvægt. „Strax á fyrsta starfsári kórsins stendur okkur til boða að syngja á Gay Pride í Reykjavík og þá vant- aði nafn. Þá þótti einboðið að kenna kórinn við hana og er engin eftirsjá að því,” segir Guðjón. „Um 9-10 karlar hafa starfað í kórnum allt eftir því hvaða flækingskarlar eru í sveitinni hverju sinni. Upp- haflegur stjórnandi kórsins var Árni Kristjánsson en eftir að hann flutti suður tók Hólmfríður Frið- jónsdóttir í Stykkishólmi við okk- ur. Hún er mikill orkubolti og má segja að við eigum tilvist okk- ar henni að þakka í dag, sérstak- lega eftir að hún fattaði sérviskuna okkar og hvernig við virkuðum. Hún er mikilvæg í kórastarfi hér á Snæfellsnesi og stýrir öðrum kór- um líka.” Guðjón segir sérviskuna lýsa sér í því að kórinn syngi ekki hvað sem er. „Við syngjum ekki jóla- lög og ekki sálma og þá syngjum við ekki á ensku. Við reynum að syngja sem mest af heimatilbúnu efni og eigum til að semja söng- texta sjálfir og snara enskum text- um yfir á íslensku. Þá reynum við að tengja héraðið við textana með einum eða öðrum hætti,” segir Guðjón en sem dæmi hefur kór- inn sungið lög eftir Ólínu á Ökr- um, en einnig eftir Guðjón sjálfan og Kela vert í Görðum. „Við kom- um fram við ýmis tilefni, en fastur punktur eru tónleikar síðasta vetr- ardag sem bindur endann á vetrar- starfinu okkar.” Eins og að smíða hundakofa Og þær eru margar vísurnar sem Guðjón hefur látið frá sér fara og má kynnast nokkrum þeirra í vísnahorni Dagbjartar hér til hlið- ar. Guðjón segir að vísurnar verði til í ró og næði og margar í mjalta- gryfjunni inni í fjósi meðan mjólk- að er. „Ég þarf minn tíma til að hugsa og yrði því ekki góður til brúks á hagyrðingakvöldum. Ein- samall í mjaltagryfjunni eru ein- faldlega bestu aðstæðurnar. Þar lætur maður hugann reika meðan mjólkin streymir í tankinn,” segir hann og bætir við að það þurfi líka að liggja sæmilega á honum. „Ég fer iðulega að stússast eitthvað inni í fjósi þegar ég sé að andinn hellist yfir hann,” skýtur Guðný inn í og þekkir augljóslega sinn mann afar vel. „Ég hef samið um ýmislegt, nýlega atburði í sveitinni í lífi fólks og ýmsar uppákomur hér á bæn- um. Ég reyni að skrá flest niður og enda til dæmis sumar á spássíunni í minnisbók yfir lyfjagjöf nautgrip- anna.” Guðjón hefur líka samið kvæði til barna og afkomenda og setti til dæmis saman heilræðavísur þegar Brynjar og Kolbrún urðu stúdentar. Þá gaf Guðjón barnabarni þeirra, Sunnevu Björt vísur í skírnargjöf sem Alda Dís söngkona frá Hellis- sandi samdi lag við og söng í skírn- arveislunni ásamt Jóhönnu dótt- ur þeirra. „Það var ekki þurrt auga á gestum eftir þann flutning,” seg- ir Guðný. „Það má segja að ég sé sjálflærð- ur í þessum fræðum,” segir Guðjón spurður hvaðan hann hafi þetta. „Ég skrifa sjálfur nóturnar og útset sum lög. Nota forrit í tölvunni mér til halds og trausts. Kórastarfið hefur gefið mikið og bætt verulega í þessa flóru. Þegar kemur að hljóðfærum þá er ég hálfgerður einrúmsspil- ari, leik stundum á harmonikku og píanó. Ég lít á þetta allt fremur ein- földum augum. Þetta er í sjálfu sér ekkert öðruvísi en að smíða hunda- kofa. Orð og nótur eru bara verk- færi eins og hamar og sög,” segir hann að lokum. hlh „Ef þú tekur Guðnýju að þér þá færðu jörðina með” Í heimsókn hjá Guðjóni Jóhannessyni og Guðnýju Heiðbjörtu Jakobsdóttur í Syðri-Knarrartungu Á góðri stund í eldhúskróknum í Syðri-Knarrartungu, Dagbjartur vísnahirðir Skessuhorns ásamt Guðjóni og Guðnýju. Guðjón Jóhannesson og Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir á hlaðinu heima á Syðri-Knarrartungu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.