Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Page 83

Skessuhorn - 20.12.2017, Page 83
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 83 Guðjón Jóhannesson er, eins og fram hefur komið á síðunni hér á móti, prýðilega hag- mæltur maður og má segja um hann eins og fleiri bændur: „Yrkir fyrir aftan kýr / öll sín bestu kvæði“. Hvort sem þau fjalla um hvers- dagslega nú eða óhversdagslega viðburði eða bara eitthvað sem flýgur um hug skáldsins á þeim tímapunkti. Fyrir nokkrum árum þegar stóð til að messa í Hellnakirkju og meðhjálp- arinn og kona hans ætluðu að fara að gera kirkjuna klára kom smá babb í bátinn: Meðhjálparans mæta frú og maður hennar vildu rækja sína tryggu trú og trúarlegu skyldu. Stundarkorn í Guðshús gá að glæða trúarbrestinn, svolítið í Krist að kjá og kannski hitta prestinn. Er hyggjast ljúka upp hússins gátt herrann sé oss næstur. Þau einum rómi æpa hátt: Ó mæ god og kræstur! Rak þau nú í rogastans rakinn vandi sýndur því læst var húsið lausnarans og lykillinn var týndur. Aðeins magurt milliþil munar þeim og himnafeðgum. Hurðarþykktin hér um bil heldur þeim frá anda göfgum. En hjálparinn í huga skýr hugsar nú með kerlu sinni. Hve góðu ráðin gerast dýr því Guð var læstur inni. Þau skeyttu hvorki um lof né last nú leysa skyldu vandann, spenntu greipar, spyrntu fast og spörkuðu upp hurðarfjandann. Létt var sinnið lausnarans er leiðina inn þau brutu og feginsandvarp frelsarans í fararlaun þau hlutu. Eins og margir fleiri er Guðjón áhugamað- ur um knattspyrnu og að sjálfsögðu stendur hann með sínum mönnum gegnum þykkt og þunnt. Þegar sá tannhvassi Suárez í nauðvörn beitti tönnum sínum um of að mati einhverra ófrómra skálka varð þessi bragur til: Nú fimir stunda fótamenntir, fylgjast með því kjaftaglenntir, Unitedmenn og illa tenntir, allan tímann biðu spenntir, eftir því sem um ég les... að óvart biti Suárez. Heimsbyggðin af hneykslan öll hristist þá með org og köll, líkt og himnar hrynji og fjöll þó heldur teljist lítil spjöll, að ítalskt veini ýldufés íbitið af Suárez. Ef gjörð er tækling tveggja fóta og tekst með henni legg að brjóta, er talið hæfa og helst til bóta að henda rauðu í slíka þrjóta. Og líta á sem lúsables, listamanninn Suárez. Þó vel hann beri tenntan túl, telst það hvorki rétt né kúl, að dómanefndin drullufúl, dæmi hann frá Liverpool. Það er ljótt og lítið spes að leggja fæð á Suárez. Þeir Breiðvíkingar og fleiri starfrækja karla- kór með glæsibrag. Liggur stundum við að félagarnir nái tveggja stafa tölu. Sá góði kór hefur þrjár meginreglur. 1. Syngja ekki sálma. 2. Syngja ekki jólalög. 3. Syngja ekki erlenda texta. Þessar reglur setja þeim eðlilega nokk- ur takmörk og skapa þörf fyrir texta á íslensku og kemur hér einn skapaður til að mæta þeirri þörf: Heyr er húsum ríður, harður, kaldur, stríður. Hátt í hamraþröng hefur napran söng, hrín við húsa þil, herðir frost og byl. Kári kalt við glugg, kveikir veðurugg. Heyr í húsum glamur, herðist vindur framur, Kári kargur hlær, krumlum grodda slær. Heit á heiðin goð höldum veri stoð. Stilli stormagný, stemmi vind á ný. Ufsir allar riða, utan góðra siða. Heit á stokk og stein, stilli vindsins kvein. Heit á hollar vættir haldi vörð um gættir. Veðurmæddum von veki Bárður Dumbsson. Oft hefur hérlendis verið rætt um kyn- slóðabil sem gjarnan lýsir sér með breytileg- um hætti og þar á meðal málfarslega. Guðjón sá ástæðu til að uppfæra sálminn ,,Ástarfaðir himinhæða“ á skiljanlegt unglingamál svo að- alinntakið færi nú ekki framhjá neinum þeim sem málið varðar. Fried request nú færðu Drottinn followa skal ávallt þér. Ég er af þínu appi sprottinn, opna snapp þitt fyrir mér. Kræst það væri geðveikt gæða, gaur ef vildir adda mér. Og á fésið faðir hæða fengi sjálfu ég með þér. Ég tísti eða til þín meila tögguð þér er bæn mín hver. Og ef ég sé á öllu að beila þú alltaf gerir seen við mér. Það er sagt mér þú sért alveg þokkalega nettur dude. Geggjað væri Guð ef má ég ganga með þér lífið út. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Við- reisnar og Bjartrar framtíðar varð til hætti mörgum bóndanum að lítast á blikuna eins og lesa mátti bæði á fésbókinni og víðar. Eft- ir að tvær þungavigtarpersónur í landsmálun- um höfðu skrifað pistla og áminnt menn um að láta ekki svona ákvað skáldið að snúa við blaðinu í bili að minnsta kosti: Styðja skal ég við stjórnina alla sem stendur jú okkur bændunum með. Þó sýnist hún vel til þess fallin að falla fáum í geð. Einhverjar skoðanir voru þó á landbúnað- arráðherranum þegar frammí sótti: Á þessum dögum Þorgerðar þurfa ögun meiningar með vondum lögum Viðreisnar vaxa Högum peningar. Einn morgun bað húsfreyja eiginmanninn að hjálpa yngstu dótturinni af stað í skólann. Dóttirin hafði að sjálf- sögðu einnig skoðanir á málunum og tjáði sig af einurð en eftirfarandi fæddist í fjósinu skömmu síðar: Á síðum rassi situr þú, sagði hún og greiddi lokka. Gegndu pabbi, gerðu nú gagn og náðu í sokka. Gef mér líka morgunmat nú mátt þér latur flýta, hún á sér ei setið gat í sauðskan pabba að hnýta. Þegar birtist bílstjórinn, hún býsna morgunhress, gefur pabba koss á kinn, kveður og segir bless. Einhverjum árum fyrr hafði amma hennar saumað kjól á hana úr pilsi af systur hennar, sú stutta varð náttúrulega að fara í kjólnum í skól- ann og sýna herlegheitin: Heilsar nú kátínan hækkandi sól hamingjan smitast um bæinn, er prakkari hússins í prinsessukjól prúðbúin fer út í daginn. Eins og gengur á bestu bæjum þarf fólk stundum að sinna öðru en bara búskapnum sjálfum og eitt sinn er frúin var að heiman þurfti Guðjón að gefa vinnuskýrslu: Við einfaldan starfa ég einveru nýt í yndælis veðri og tíkin er lóða, við sjálfan mig röfla og sulla í skít og sem til þín eitt minna fegurstu ljóða. Og að sjálfsögðu þurfa bændur sem aðr- ir að vera góðir við konurnar sínar. Ja þetta er kannske ógætilega talað á þessum jafnréttis- tímum en allavega er umrætt raftæki gagnlegt á flestum sveitaheimilum: Mér fannst að hún blessunin ætti það inni sem annast um þrif minna spjara og keypti því handa konunni minni Candy tauþurrkara. En hvað sem öðru líður þarf að styðja við ís- lenskan landbúnað: Semjum oss að siðum góðum sinnum því sem vera ber. Ekki kaupa af öðrum þjóðum eitthvað sem er framleitt hér. Hvað það verður veit nú enginn vandi er um slíkt að spá. En hollur matur heimafenginn hæfir allra borðum á. Höfnum öllu voli og víli, veljum íslenskt, nú er lag. Gæða vara beint frá býli bætir okkar þjóðarhag. En svo er annað hvaða álit skáldið hefur á sjálfu sér: Veð ég djúpið vitleysunnar sem varla fært er einum. Ótal brellur bragfræðinnar bregða mér úr leynum. Hvað um það, afastelpur eiga alltaf sérstak- an sess í hjartanu og ætli sé ekki gott að ljúka þættinum á þeim nótum: Það er svæfill í rúmi ömmu og afa sem indælt er báðum þar að hafa. Hann ilmar af andblæ þínum. Og svæfillinn mjúki er svolítið hvítur og svolítið núna amma þín hrýtur, ég hef þig í hugsunum mínum. Því andvaka liggur hann afi þinn yrkir og litla svæfilinn hefur við hliðina á sínum. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Ótal brellur bragfræðinnar - bregða mér úr leynum Guðjóni líður hvergi betur við að yrkja kvæði en í mjaltagryfjunni. Ljósm. Heiðar Lind Hansson. Vísnahorn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.