Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Page 85

Skessuhorn - 20.12.2017, Page 85
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 85 Erfitt að fara frá ungbarni til Afríku Í október fór Halldór til Líberíu og Sambíu, sem voru erfiðustu ferðirn- ar til þessa því hann átti lítinn tveggja mánaða dreng heima á Akrnesi. „Það var mjög erfitt að fara frá hon- um svona litlum og að skilja Katr- ínu eftir með þrjú börn. Sem betur fer eru ferðirnar ekki langar. Líbería er fyrsta landið sem ég fer til í Vest- ur-Afríku en þar er allt svolítið frá- brugðið austur- og suðurhluta Afr- íku. Í Líberíu hafa svo miklar hörm- ungar átt sér stað í gegnum árin. Þar hafa verið tvær langar borgara- styrjaldir. Þjóðin fór líka mjög illa út úr ebólufaraldrinum fyrir fáeinum árum. Meirihluti íbúa Líberíu hefur upplifað hörmungar á eigin skinni eða á einhvern nákominn sem hef- ur lifað af hörmungarnar eða jafn- vel látið lífið. Þar eru miklar áskor- anir hjá Rauða krossinum og mik- il þörf fyrir aðstoð. Mér þótti samt svo merkilegt hvað fólkið var alltaf vingjarnlegt og venjulegt, þrátt fyr- ir að hafa lifað í gegnum þessa erfið- leika,“ segir Halldór. Löng ferðalög sem taka á bæði líkama og sál Aðspurður hvort fjölskyldan óttist ekki um hann í þessum ferðum, seg- ir hann þau eflaust gera það. „Katr- ín lætur mig ekki finna mikið fyr- ir því en ég veit að hún hefur al- veg smá áhyggjur. Ég held að börn- in séu of lítil til að skynja hættuna, þau upplifa bara söknuð og telja nið- ur í að pabbi komi aftur heim. Ég held að ég sé sjálfur mest stressað- ur, allavega áður en ég fer út. Ég veit aldrei við hverju ég á að búast, en ég verð alltaf rólegur þegar ég er kom- inn út og hef hitt fólkið. Sama hvert ég hef komið, þá eru allir svo vin- gjarnlegir,“ segir Halldór. „En ég held að það sé ekki mikið að óttast. Rauði krossinn er með mjög strang- ar öryggisreglur og ég fer bara al- gjörlega eftir þeim.“ Halldór segir að ferðirnar taki þó verulega á bæði líkama og sál. „Þetta eru mjög löng ferðalög, maður er að hitta margt nýtt fólk, heyra nýtt tungumál og meðtaka svo margar nýjar upplýs- ingar á einni viku. Heilinn er á fullu allan tímann auk þess sem maður er alltaf að gæta sín því maður þekkir aðstæður ekki alveg. Þegar ég kem heim sef ég því mjög mikið og er oft lengi að jafna mig, “ segir Hall- dór. „En það er samt alveg þess virði að fara í svona ferðir og upplifa allt annan menningarheim. Maður lærir svo mikið á þessu.“ arg/ Ljósm. úr einkasafni Síðasta sumar voru 40 ár frá því Örn Ingólfsson, oft kallað- ur Dalabóndinn, hóf þátttöku í rallý íþróttinni. En hann vill ekki meina að hann keppi í rallýi held- ur sé það þátttakan sem skipti máli. „Ég er ekki á þannig bíl að ég geti orðið sigurvegari,“ seg- ir Örn og bætir því við að hann taki þátt á Trabant. „Mínir sigrar eru ef ég kem bílnum í gegnum brautina í heilu lagi á tilsettum tíma,“ bætir hann við og hlær. Síðasta sumar var 16 ára lang- afabarn Arnar með honum í að- stoðarökumannssætinu, hún Bríet Fríða Ingadóttir. „Það hefur allt kynslóðabilið prófað að koma með mér, börnin mín, barnabörn og nú barnabarnabarn. Svo hef- ur konan mín líka prófað. Flest- ir mínir aðstoðarökumenn hafa þó aðeins farið einu sinni hver, það reynir nefnilega talsvert á þolinmæðina að vera með mér í bíl,“ segir Örn og hlær. Hann hefur oftast keppt á Trabant en hefur þó inn á milli prófað aðr- ar bíltegundir. „Ég kann best við Trabant. Þegar ég hef verið á öðruvísi bílum er það bara ekkert jafn skemmtilegt og það er aðal- atriðið að hafa ánægju af þessu.“ Aðspurður hvort keppnirnar hafi breyst mikið á þessum 40 árum segir hann svo vera. „Bílarnir eru alltaf að verða hressari og hress- ari. Núna eru sumir komnir á bíla sem eru 300 hestöfl. Minn bíll er bara 30 hestöfl, en við för- um þetta á þvermóðskunni en ekki hestöflunum,“ segir Örn og hlær. Aðspurður segist hann ekki vera búinn að ákveða hvort hann ætli að halda áfram að taka þátt næsta sum- ar. „Ég á alveg eftir að strengja mín áramótaheit. Annars hef ég ekkert tekið þátt öll þessi 40 ár, það fer alltaf bara eftir því hvernig stendur á hverju sinni,“ segir rallýkapp- inn Örn að endingu. arg Tekur þátt í rallýi með langafabarni sínu Örn Ingólfsson hefur tekið þátt í rallýi í fjóra áratugi. Á myndinni situr hann á gömlum þátttökubíl en í dag tekur hann þátt á öðrum Trabant með númerið DALI. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Hér var verið að tæma vörubíl hjá Rauða krossinum í Búrúndí. Athöfn á sjálfstæðisdegi Sambíu. Halldór fór í safarí í Kenía, en hann segist reyna að nýta hvert tækifæri sem gefst til að skoða sig um í þeim löndum sem hann kemur til. Kynning á verkefninu í Búrúndí. Morgunfundur undir trénu The Baobab Tree í Búrúndí.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.