Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Side 86

Skessuhorn - 20.12.2017, Side 86
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201786 Bærinn Traðir á Mýrum fékk á liðnu hausti umhverfisviðurkenningu Borgarbyggðar sem snyrtilegasta bændabýlið en þar hafa hjónin Sig- urbjörg Helgadóttir og Óskar Þór Óskarsson unnið að endurbótum á undanförnum árum. Sjálf er Sigur- björg uppalin á bænum og hafa hún og Óskar, sem á rætur sínar í Vest- mannaeyjum, verið þar með annan fótinn alla sína hjúskapartíð. Nú eru þau flutt búferlum vestur og hyggj- ast verja ævikvöldinu þar. Skessu- horn sótti hjónin heim og forvitnað- ist um búskapinn á Tröðum, hvernig leið þeirra hjóna lá saman og þang- að heim. Slapp við að fara á sveitina Það er Sigurbjörg sem er frá Tröð- um en þar ólst hún upp ásamt þrem- ur systrum sínum; Sigrúnu, Kristínu og Heiðu. Foreldrar hennar, Helgi Sigurður Gíslason og Katrín Guð- mundsdóttir, ráku félagsbú á Tröð- um í meira en hálfa öld ásamt bróð- ur Helga, Hallbirni Gunnari Gísla- syni. „Foreldrar mínir eru bæði héð- an af Mýrunum og ólust upp í óg- urlegri fátækt, sérstaklega pabbi og bróðir hans. Faðir þeirra dó tölu- vert á undan móður þeirra, en hann var nokkuð eldri en hún. Þau voru í húsmennsku hér og þar á Mýrum en komu loks að Tröðum árið 1926. Mamma ólst hins vegar ekki upp hjá foreldrum sínum. Þegar hún var tveggja ára átti að setja hana á sveit- ina en hennar lán var það að Sig- urbjörg Ólafsdóttir sem síðar bjó á Hundastapa og Guðmundur bróð- ir hennar tóku hana í fóstur,” rifjar Sigurbjörg upp. „Þetta var árið 1920 og bjuggu Sig- urbjörg og Guðmundur á Tröðum þá með foreldrum sínum. Mamma flytur síðan með þeim í Skutulsey nokkrum árum síðar. Þaðan lá leiðin að Ánastöðum og loks á Hundastapa eftir að Sigurbjörg kynnist Guð- mundi eiginmanni sínum. Mamma kynnist síðan pabba og flytur aftur að Tröðum 16 ára gömul árið 1935. Þá hefja þau sinn búskap.” Alltaf að bæta og byggja við Ein af sérstöðum Mýranna er sú að sveitin er nokkurn veginn þrískipt landfræðilega. Austast eru bæir við rætur fjalla, þá kemur miðsveitin umvafin vötnum, mýrum og kletta- borgum en vestast eru bæirnir við sjávarsíðuna. Traðir tilheyra síðast- talda svæðinu og var bærinn hluti Hraunhrepps fyrrum. „Nálægðin við sjóinn, eyjar og sker hér í kring hefur sett sinn svip á búskaparhætti. Traðir þótti kot þegar foreldrar mínir hefja búskap en ásamt Hallbirni stækkuðu þau búið hægt en örugglega meðan þau bjuggu. Ég held að þegar mest lét hafi hér verið 600 kindur, 20 kýr og kannski 30 hross. Það þótti nokk- uð stórt bú í þá daga. Einnig var dúntekja stunduð og þá var hér alltaf bátur og fóru pabbi og frændi stund- um út að veiða í soðið. Síðan veiddu þeir rauðmaga á vorin,” segir Sigur- björg. Húsin á bænum bera þessum búskap vitni en Sigurbjörg og Ósk- ar hafa unnið að endurbótum á þeim á undanförnum misserum og sömu- leiðis við að endurnýja girðingar. Þá hafa þau gert upp gamla bæinn þar sem þeirra heimili er nú. „Þau voru alltaf að bæta og byggja við húsin,” segir Óskar um fyrri ábú- endur. „Hallbjörn var til dæmis mik- ill snillingur þegar kom að smíði og má segja að hann hafi byggt nán- ast allt hérna. Hann var ólærður en líklega tileinkað sér réttu handtök- in þegar hann vann um hríð í smíða- vinnu í Reykjavík um miðja öldina,” segir hann. Jörðin var að sama skapi stækkuð með kaupum á nærliggj- andi jörðum þegar þær fóru í eyði. „Þau kaupa tvo þriðja hluta Skut- ulseyjar árið 1950 þegar hætt var að búa þar og sex árum síðar kaupa þau Skálanes þegar sú jörð fór í eyði. Á sjöunda áratugnum kaupa þau svo Hamraenda eftir að hafa misst haga- beit í Vogi,” bætir Sigurbjörg við. Alltaf í sveitinni á sumrin Sigurbjörg segist líða best heima á Tröðum en er þó fædd í kaupstaðn- um. „Ég kom í heiminn í Borgar- nesi, fæddist á Þorsteinsgötu 2 en það hús er búið að rífa og stóð beint á móti íþróttahúsinu. Jóhanna Jó- hannsdóttir ljósmóðir tók á móti mér en hún hafði skipað mömmu að dvelja í Borgarnesi þegar nálgað- ist settan dag þar sem veðurútlit var slæmt. Mamma þurfti að bíða í ein- hverjar vikur eftir að ég fæddist og var víst orðin hundleið og fúl,” seg- ir hún. „Mér hefur alltaf liðið vel hér heima og þó við Óskar hefðum búið í Borgarnesi í fjóra áratugi hef ég alltaf verið hér í sveitinni á sumr- in. Okkur hefur alltaf liðið vel hérna og hér viljum við vera,” bætir hún við en hjónin byggðu sér sumarbú- stað á Tröðum árið 1990. „Sjálf hef ég unnið ýmis störf í gegnum árin, mest í Borgarnesi. Hef lengi starfað á Dvalarheimilinu, en var áður í slát- urhúsinu, í Vírneti og hjá Prjóna- stofu Borgarness.” Húsbyggjandi 15 ára Víkur nú talinu að Óskari sem er borinn og barnfæddur Vestmanna- eyingur. „Foreldar mínir voru Ósk- ar Matthíasson skipstjóri og Þóra Sigurjónsdóttir húsmóðir og erum við systkinin sjö. Ég er reyndar dá- lítið uppalinn í sveit því ég var sjö sumur í sveit á Suðurlandi, einkum í Landeyjum, en ég komst þó einu sinni austur í Öræfi. Skólagangan mín var ekki löng. Ég lauk skyldu- námi og hugðist klára þriðja bekk í gagnfræðaskóla. Þá hittist þann- ig á að bekkjardeildum var fækkað og komu krakkar sem voru komn- ir lengra í náminu og heldur gáfaðri í bekkinn minn, sem var hálfgerð- ur tossabekkur. Í kjölfarið þurftum við tossarnir að nota sömu kennslu- bækurnar og þessi gáfnaljós. Þetta fór í taugarnar á mér því grunnur- inn í náminu var ekki nógu góður. Ég varð því öskuvondur og hrein- lega hætti í skólanum,” segir Óskar og bætir við glottandi að hann sé því stuttskólagenginn maður. „Ugglaust voru foreldarnir mínir ekki hrifnir af þessu. Ég ákvað hins vegar að ráða, 14 ára peyinn.” Leiðin lá því beint á vinnumark- aðinn og þar voru verkefnin næg í Vestmannaeyjum. „Ég fór strax að vinna í frystihúsi og vann alla vertíð- ina. Við mamma gerðum með okkur samning um að ég myndi leggja nær öll launin mín inn á bankabók og passaði hún upp á það. Ég var mjög samviskusamur með þetta, leyfði mér þó einstaka sinnum að fara í bíó. Þegar vertíðin var búin var þetta orðin svolítil upphæð inni á bókinni. Þá kemur pabbi með hugmynd um að fjárfesta eitthvað og verður úr að ég kaupi húsgrunn í bænum ásamt töluverðum stæðum af timbri. Ég var því orðinn húsbyggjandi 15 ára gamall,” segir Óskar og hlær dátt. „Dreymdu” gosið Leið Óskars lá hins vegar upp á land og var hann kominn í vinnu hjá Raf- veitunni um tvítugt. Þar voru næg verkefni enda í óða önn verið að raf- væða sveitir landsins. „Ég var fljót- lega kominn í það að leggja raf- magn hér á Mýrum og þá kynn- umst við Sigga. Það er svolítið gam- an að segja frá því að við vorum þrír í vinnuflokknum sem fundum kon- urnar okkar hér á svæðinu, hinir eru Ragnar Guðmundsson og Völund- ur Sigurbjörnsson. Allir settumst við að hér í kjölfarið.” Óskar var við störf með vinnu- flokknum sínum á Blönduósi þeg- ar fregnir bárust af eldgosi í Hei- mey 23. janúar 1973. „Ég hafði ver- ið um jólin heima í Eyjum og var nýkominn í land. Ég man að gos- nóttina hafði næturvörður á hótel- inu sem við dvöldum á kveikt á út- varpinu og hafði það mjög lágt stillt í gegnum hátalarakerfið. Við vor- um allir í fastasvefni en morgun- inn eftir furðuðum við okkur á því að við dreymdum allir að byrjað var að gjósa í Eyjum. Þá fengum við tíð- indin,” segir Óskar en timbrið hans í Eyjum var þá nýtt í að verja hús frá gosöskunni. Uppgrip í Eyjum breyttust í gröfu „Að gosi loknu fórum við Sigurbjörg til Vestmannaeyja á vertíð sem ein- kenndist af mjög miklu fiskeríi. Ís- félagið hafði sankað að sér bátum og fiskvinnsluhúsið var fullt af fiski all- an veturinn. Við unnum mjög mik- ið og fór ég marga daga ekki heim fyrr en um miðnætti. Þá var byrj- að að vinna klukkan átta á morgn- anna. Vertíðina á eftir unnum við síðan í netunum hjá pabba. Við þén- uðum vel þó við værum að vinna verkamannavinnu. Hýran nýttist til að kaupa fyrstu gröfuna okkar en að auki seldi ég aðrar eigur, harm- onikkuna, byssuna og blessaðan grunninn. Þetta var því upphafið af gröfurekstrinum,” segir Óskar sem hefur verið vélaverktaki í yfir fjóra áratugi. Uppgripin hjá þeim hjón- um umbreyttust því í gröfuna. „Ég vann mest fyrir rafveituna en einnig Landssímann og Borgar- neshrepp. Svo hefur maður verið í verkefnum hér og þar í landshlut- anum, mikið fyrir verktaka í línu- bransanum. Ég er reyndar búinn að draga verulega úr þessu síðustu ár en á ennþá gröfu og geymi hana hér á Tröðum. Maður er alltaf að nota Okkur hefur alltaf liðið vel á Mýrunum Í heimsókn hjá Sigurbjörgu Helgadóttur og Óskari Þór Óskarssyni á Tröðum á Mýrum Óskar og Sigurbjörg fyrir framan útidyrnar á Tröðum. Horft heim að Tröðum frá sjó. Leo MB 8, trilla þeirra hjóna, er í forgrunni. Hallbjörn Gunnar Gíslason og hjónin Katrín Guðmundsdóttir og Helgi Sigurður Gíslason, foreldrar Sigurbjargar, bjuggu félagsbúi á Tröðum í hálfa öld. Óskar og Sigurbjörg ásamt dætrum sínum, Katrínu Helgu og Fanneyju Svölu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.