Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Síða 91

Skessuhorn - 20.12.2017, Síða 91
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 91 Tíbrá Tíbrá „Þegar Kári var með okkur ´85 og ´86 vorum við á kafi í Duran Dur- an og öllum þessum 80´s smellum. Svo mikið að við vorum stundum kallaðir Tíbrá Tíbrá,“ segir Flosi og hlær við. „Við spiluðum auðvi- tað líka Wham, sem Kári kallaði aldrei annað en Hvannbergsbræð- ur,“ bætir Eiríkur við. „Kári var alltaf með sínar útgáfur af nöfnum erlendra hljómsveita, lögum þeirra og textum. Til dæmis var eitthvað lag sem hét Icing on the Cake, en Kári kynnti það alltaf sem lagið Ég syng á kökunni og Union of the Snakes hét Bærðurnir Ormsson hjá Kára. En svo átti hann líka til svart- ari brandara, kallaði Part Time Lo- ver með Stevie Wonder til dæmis aldrei annað en Apartheid Lover,“ segir Eiríkur og hlær við. „En það var mikið að gerast á þessum tíma og sveitaböllin voru aðal skemmt- unin. Það var mikið líf í dreifbýlinu og miklu meira um að vera þar en í bæjunum,“ segir Jakob. „Það var til dæmis ekkert um að vera hér á Skaganum, ekki neitt,“ bætir Flosi við, „enda voru sætaferðir frá öllum plássum í kring á böllin í sveitinni,“ segja þeir. Mánaðarlaun fyrir Hvítasunnuball Ýmislegt var öðruvísi en nú þegar Tíbrá var upp á sitt besta og telja félagarnir að fólk hafi fullorðnast fyrr í þá daga. „Langstærstur hluti ballgesta voru 15 til 16 ára krakkar, blindfullir að skemmta sér. Ég man hvað mér fannst óþægilegt stund- um, eftir að ég byrjaði að kenna, að hitta nemendur mína frá vetrinum blindfulla á sveitaböllum um sum- arið,“ segir Flosi. En Tíbrármenn nutu góðs af skemmtanagleði ungmenna og höfðu nóg að gera við að spila á dansleikjum. „Mesti uppgangur- inn var líklega í kringum 1986 eða þar um bil. Sem dæmi þá voru lengi haldin svaka böll uppi í Borgarfirði um Hvítasunnuhelgina. Ég var þá nýbyrjaður að kenna í Grundaskóla og man að ég fékk sömu tekjur fyrir eitt gott Hvítasunnuball og ég var með útborgað á mánuði í skólan- um,“ segir hann og brosir. „Þetta voru góðir tímar og gott upp úr þessu að hafa,“ segir Jakob og Flosi tekur í sama streng. „Ég fór í gegn- um allt mitt háskólanám án þess að taka nokkurn tímann námslán, ég gat lifað á spilamennskunni,“ seg- ir hann. Addi rótari „Það var mikið að gerast á þess- um árum, sérstaklega ´86, ´87 og ´88. Einn félagi Kobba keypti rútu, merkti hana hljómsveitinni og keyrði okkur út um allt,“ seg- ir Eiríkur. „Já, hann keypti þennan fína Benz kálf, innréttaði hann all- an fyrir okkur og réði sig sem bíl- stjóra, fyrst og fremst af því hann hafði svo gaman af þessu,“ segir Jakob. „Síðan vorum við með rót- ara í mörg ár. Það var Addi vin- ur okkar, Andrés Sveinsson, góð- ur drengur sem hafði gaman af því að flækjast um allt með okkur,“ segir Eiríkur. „Hann var alltaf að sniglast í kringum okkur á æfing- um og svo endaði það með því að hann fékk bara að koma með okk- ur. Hann rótaði með okkur, seldi fyrir okkur boli og alls konar varn- ing sem við höfðum látið útbúa og hafði gaman af þessu,“ bætir Jak- ob við. Bókaði gigg úr rykföllnum símum Uppgripum við spilamennsku á sveitaböllum fylgdu næg verkefni við skipulag og utanumhald sveita- ballavertíðarinnar. Kom það í hlut Jakobs að sjá um viðskiptahluta hljómsveitarinnar. „Í gamla daga var það þannig að við þurftum að byrja mjög snemma að hringja út á land til að bóka okkur í hin og þessi félagsheimili út sumarið. Eina leið- in til þess var að fara upp á sím- stöð, panta þar símtal við einhvern bónda eða einhvern sem var for- maður ungmennafélags eða hús- nefndar einhvers félagsheimilis. Maður gekk inn á stöðina og pant- aði símtalið. Svo var tengt með vír- um og manni vísað inn í einhvern klefa. Þar húkti maður heilu og hálfu dagana með litla bók, að tala við hina og þessa og reyna að bóka sumarið,“ segir Jakob og hann hef- ur varla sleppt orðinu þegar Flosi fer að hlæja og segir brosandi: „Ég og Kobbi vorum að vinna í Sem- entsverksmiðjunni í nokkur ár og þá gaf Kobbi stundum upp síma- númerið í mötuneytinu þegar hann var að reyna að skipuleggja sumar- ið. Suma dagana hringdi stanslaust í hádeginu og Kobbi var margoft kallaður upp,“ segir Flosi og brosir. „Svo fundum við líka einhverja ryk- fallna síma hér og þar í verksmiðj- unni sem var hægt að hringja úr þegar við vorum að reyna að bóka gigg í kaffitímum og svona,“ bæt- ir Jakob við. Áttu sitt yfirráðasvæði Giggin urðu mörg og víða var kom- ið við. Telja þeir félagar að þeir hafi komið við víðast hvar allt frá Höfn í Hornarfirði, vestur um landið, norður fyrir heiðar og allt austur í Skjólbrekku í Mývantssveit. Kjarna- svæði þeirra var hins vegar Vestur- land, einkum Snæfellsnes og Borg- arfjörður. „Við eiginlega eignuð- um okkur Snæfellsnesið og Borgar- fjörðinn og höfum spilað á langflest- um stöðum þar,“ segja félagarnir og myndu líklega þekkja félagsheim- ilin eins og handarbakið á sér enn þann dag í dag. „Aðal staðirnir voru Lýsuhóll, þar sem alltaf var hægt að treysta á góða aðsókn, síðan stað- irnir í Borgarfirði og þá helst Loga- land, Dalabúð í Búðardal, Hlaðir í Hvalfirði og svo spiluðum við mikið í Stykkishólmi og Grundarfirði og nokkrum í Ólafsvík,“ segja þeir. Tíbrá spilaði við og við utan landshlutans, en einkum á skóla- böllum að vetrinum. Það var nefni- lega þannig í sveitaballageiranum að hljómsveitir höfðu hálfpartinn sín yfirráðasvæði. Tíbrá eignaði sér Borgarfjörð og Snæfellsnes með húð og hári en fór sjaldan lengra nema utan vertíðarinnar. „Við spiluðum til dæmis aldrei í hinni frægu Njálsbúð á sveitaballi, bara á skólaballi. Það voru önnur bönd sem áttu Suður- landið. En á móti kemur að við stóð- um mjög sterkum fótum hér á Vest- urlandi,“ segir Flosi. Jakob telur að þessi háttur hafi ekki síst komist á af praktískum ástæðum. „Það var í raun bara hagkvæmt að einbeita sér að sínu svæði. Við til dæmis horfð- um til þess hversu langt við gátum ferðast til að spila á einu balli án þess að þurfa að kaupa okkur gistingu einhvers staðar. Ef við fórum lengra og gistum þá reyndum við að bóka alltaf ball bæði föstudag og laugar- dag,“ segir hann. „Hljómsveit drepur mann“ Ýmislegt er þeim minnisstætt frá ferðalögum til hinna fjölmörgu staða þar sem Tíbrá tróð upp í gegnum tíðina, ekki síst mikil ölvun og slags- mál sem virtust vera órjúfanlegur hluti af sveitaballamenningunni í þá daga. „Sérstaklega virtist vera mik- ill rígur milli bæja úti á Snæfells- nesi. Þar mættu menn oft á böll bara í drullugallanum til þess að slást. Ólsararnir ætluðu að berja Hólmar- ana og Sandararnir ætluðu að lemja Rifsarana,“ segir Flosi. Næst rifja þeir félagar upp sögur af dansleik á Lýsuhóli, þar sem þeir sáu að ballgestir tóku sig til og hentu lögregluþjónum út í sundlaugina á meðan hljómsveitin staflaði græjun- um inn í bíl. Einnig af balli í Borg- arfirði þar sem hópur kraftlyft- ingamanna var samankominn til að skemmta sér. Á meðan hljómsveit- in spilaði urðu félagarnir þess varir að einhver löngun hafði gert vart við sig meðal kraftlyftingamannanna til að sýna styrk sinn. Þannig horfðu hljómsveitarmeðlimir upp á borð og stóla fljúga á milli veggja í húsinu. Engum varð þó meint af ofangreind- um uppákomum en sú var ekki allt- af raunin. Þeir sem mættu í drullu- göllunum til að slást vildu stund- um halda áfram eftir að ballið var búið. Og hljómsveitin var ekki alltaf óhult. „Ástæðan var iðulega sú sama. Strákarnir héldu að þeir ættu stelp- urnar í bænum og að hljómsveitar- töffararnir myndu stela stelpunum frá þeim,“ segir Flosi. „Oftast gerð- ist þetta nú eftir böllin og margir orðnir alveg myrkurdrukknir. Þetta var náttúrulega fyrir tíma bjórsins og fólk drakk mjög illa. Fólk mætti með brennivínsflöskuna sína, vodka eða kláravín, skellti henni á borðið og sturtaði í sig sterku áfengi,“ seg- ir Jakob. „Einu sinni lentum við í óhugnanlegu atviki á Siglufirði. Við vorum þá staddir í heimahúsi eft- ir ball og einn ætlaði aldeilis að láta okkur finna fyrir því. Hann var með mikil leiðindi við okkur, yfirgang og dónaskap og kom til smá ryskinga. Einhver stuggar við manninum og hann féll niður stigann í húsinu og lenti á ofni sem var þar fyrir neðan og lá þar hreyfingarlaus. Við urð- um mjög skelkaðir og vorum farn- ir að sjá fyrir okkur fyrirsagnirnar „Hljómsveit drepur mann“ í öllum blöðum og tímaritum,“ segir Jakob. „En eftir örstutta stund gaf hann frá sér einhver hljóð, rauk á fætur alveg foxillur og kvaddi með þeim orð- um að hann ætlaði að fara og sækja beltagröfu og jafna húsið við jörðu. En hann stóð nú ekki við það, sem betur fer,“ bætir hann við. Kökuveislan á Grundarfirði En það er fleira sem félögunum er minnisstætt en slagsmál og rysk- ingar, sumt í senn sorglegt og fynd- ið. Jakob rifjar upp sögu sem gerð- ist úti á Snæfellsnesi. „Okkur var oft boðið í partí eftir böllin og oft þáðum við boðið. Eitt eftirpartí er mér sérstaklega minnisstætt,“ seg- ir Jakob og á þeim Flosa og Eiríki má greina að þeir vita nákvæmlega hvaða partí er verið að segja frá. „Einu sinni var okkur boðið í partí á Grundarfirði þar sem við lentum í alveg svakalegri kökuveislu. Það var mikið skrall í þessu húsi um nóttina en þvílíkar tertur á boðstólunum, hver hnallþóran á fætur annarri. Við vorum hæstánægðir að fá svona gott að borða og fengum okkur vel á diskana eins og aðrir gestir á með- an rútan beið fyrir utan. Svo þegar allir voru búnir að borða og það átti að fara að drífa sig út í rútu til að halda heim á leið, þá komumst við að því að þarna átti að halda ferm- ingaveislu daginn eftir,“ segir Jak- ob og þeir skella upp úr félagarnir. Gestirnir í þessu eftirminnilega eft- irpartíi höfðu gætt sér á veitingun- um sem voru ætlaðar í veisluna dag- inn eftir. „Húsráðendur voru orðn- ir blindfullir og eftir á fannst okkur þetta alveg skelfilegt,“ segir Jakob. Keypti miða fyrir sig og hestinn Einnig hefur margt drifið á daga þeirra félaga sem var einfaldlega bara fyndið og skemmtilegt, ekk- ert dýpra en það. „Einu sinni kom Þórður bóndi á Dagverðará ríð- andi á hestbaki á ball á Arnar- stapa. Hann reið upp að miðasöl- unni og bað um að fá miða fyr- ir sig og frúna. En svo kom fljótt í ljós að hann keypti hinn mið- ann ekkert fyrir frúna heldur hest- inn og ætlaði að fara ríðandi inn á ballið,“ rifjar Jakob upp og pilt- arnir hlæja við endurminninguna. „Muniði líka þegar það var í tísku að bönd ferðuðust með skemmti- atriði með sér, svona eins og Sum- argleðin og fleira í þeim dúr?“ spyr Flosi og félagarnir játa því. „Við vorum einu sinni með mjög frum- legt skemmtiatriði. Það var á þeim tíma sem Kobbi var að læra að verða rakari. Þá auglýstum við að hundraðasti hver gestur fengi fría klippingu og Kobbi þurfti svo að klippa tvo eða þrjá í hléinu,“ seg- ir Flosi og hlær við, sem og Eirík- ur en Jakob hristir hausinn. „Ég þurfti að klippa þarna með enga aðstöðu, kunni ekki neitt ennþá og menn voru ekkert sérstaklega ánægðir með þetta,“ segir hann. Útiloka ekki endurkomu Tíbrá hætti störfum árið 1988 og breytti sér í þungarokkssveitina Vill- ingana, með Eirík Hauksson inn- anborðs. Hitaði sú sveit upp fyrir bresku rokkhljómsveitina Status Quo í Reiðhöllinni í Víðidal. Þar með var sveitaballatímanum í lífi þeirra Tí- brármanna lokið að mestu. Þeir segj- ast líklega ekki myndu leggja sveita- ballaspilamennsku fyrir sig í dag en hugsa engu að síður hlýlega til baka þegar þeir líta yfir farinn veg. „Það hefur ýmislegt á daga okkar drifið en kjarninn í þessu öllu saman var algjört sveitaballahark,“ segir Jakob og félagar hans taka í sama streng. „Við eignuðumst marga góða vini út um allt land og upplifðum margt skemmtilegt,“ bætir Flosi við. Undanfarin ár hefur Tíbrá kom- ið saman af og til, gjarnan í tengslum við afmælisár sveitarinnar eða aðra viðburði. Flosi, Eiríkur og Eðvarð leika alltaf undir á tónleikunum Ungir gamlir, sem haldnir eru ár- lega á Akranesi. Það hafa þeir gert frá upphafi og tvisvar sinnum hef- ur Jakob verið með á þeim tón- leikum. Síðast kom Tíbrá saman á liðnu hausti og lék í fertugsafmæli Fjölbrautaskóla Vesturlands. Þar spiluðu þeir Flosi, Eiríkur, Jakob og Eðvarð án söngvara. Aðspurð- ir segja félagarnir ekkert útilokað að þeir muni koma saman að nýju á næstu árum, jafnvel fyrr en síðar. „Það er kominn tími á að við ger- um eitthvað bara fyrir okkur sjálfa. Ekki slá upp balli í tilefni af ein- hverju hljómsveitarafmæli heldur bara hittast, halda tónleika og spila bara það sem okkur langar sjálfa til að spila,“ segja Flosi, Jakob og Ei- ríkur að endingu. kgk Jakob bassaleikari í miklum ham á dansleik í Grundarfirði. Flosi og Jakob ræða málin á einu af ferðalagi hljómsveitarinnar. Hér eru þeir staddir á flugvellinum á Patreksfirði. Eiríkur, Flosi og Jakob eftir að blaðamaður ræddi við þá á Akranesi á dögunum. Addi rótari fylgdi Tíbrá á ferðalögum sveitarinnar um landið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.