Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Síða 98

Skessuhorn - 20.12.2017, Síða 98
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201798 Mjög víða stunda áhugaljósmynd- arar ómetanlega samtímaskráningu fyrir sín byggðarlög, atvinnusög- una, menningarsöguna og fleira. Samtímaskráning af þessu tagi er oft vanmetin. Hér á Vesturlandi eru fjölmargir sem stunda áhuga- ljósmyndun af kappi. Í jólablöð- um Skessuhorns á liðnum tveimur áratugum hafa áhugaljósmyndarar á Vesturlandi verið kynntir, einn á hverju ári. Við köllum þetta fólk samtímasöguritara, fólkið sem á í fórum sínum þúsundir mynda frá liðnum árum. Myndir sem varð- veita annars glötuð augnablik. Hefur alltaf haft áhuga á ljósmyndun Gunnhildur Lind Hansdóttir úr Borgarnesi er sagnaritari samtím- ans að þessu sinni. Hún er fædd og uppalin í Borgarnesi og er að eig- in sögn Borgnesingur alveg í gegn. Gunnhildur hefur haft áhuga á að taka myndir eins lengi og hún man eftir sér. „Alveg frá því ég var lítil hef ég haft mikinn áhuga á mynd- um og myndavélum. Alltaf þegar ég sé einhvern taka myndir varð ég að fá að skoða,“ segir hún. Gunn- hildur eignaðist sína fyrstu mynda- vél þegar hún fermdist og varð þá strax mjög dugleg að taka mynd- ir. „Í vinahópi mínum hef ég allt- af verið manneskjan sem tekur myndir. Mér hefur alltaf þótt gam- an að eiga myndir frá ýmsum til- efnum og því mikið haft mynda- vélina á lofti. Í upphafi var ég þó langt frá því að vera eitthvað góð í myndatöku og notaði nær ein- göngu hefðbundnu „Auto“ still- inguna á vélinni og kunni ekkert meira en það,“ segir Gunnhildur og hlær. Lærir ljósmyndun í Tækniskólanum Gunnhildur flutti til Durant í Oklahoma árið 2011, þar sem hún lærði fjölmiðlaútsendingu við So- utheastern Oklahoma State Uni- versity. Hún flutti heim til Ís- lands aftur sumarið 2016 og lang- aði að fara í frekara nám en vissi ekki hvað hún ætti að velja. „Ég hitti frænku mína fljótlega eftir að ég kom heim frá Bandaríkjunum. Við förum að ræða hvað ég ætli að gera næst. Þegar ég segi henni að ég viti ekki hvað mig langi að gera spyr hún hvað mér þykir skemmti- legt. Á þessum tímapunkti kvikn- ar hugmyndin um að fara í Tækni- skólann að læra ljósmyndun,“ seg- ir Gunnhildur og bætir því við að ef allt gengur samkvæmt áætl- un útskrifast hún sem ljósmyndari næsta vor. Flokkar sig sem listrænan ljósmyndara Gunnhildur hafði aðeins tekið myndir á hefðbundnar litlar staf- rænar vélar eða síma áður en hún fór að læra ljósmyndun og nú tek- ur hún myndir á Canon 5D mark 3 myndavél. „Ég var vön að vera með litlar Sony vélar áður. Ég er mjög ánægð með vélina sem ég er með núna en ég væri alveg til í að eiga betri linsur, eða allavega meira úrval af þeim. Maður vinn- ur samt bara með það sem maður hefur, þetta kemur allt með tíman- um. Tæknimálin í þessu eru ekki mín sterkasta hlið. Ég hef kynnst því í gegnum námið að það eru til tvær týpur af ljósmyndurum. Ann- ars vegar tæknimiðaðir ljósmynd- arar sem hugsa mikið um ljósop og annað slíkt sem fáir vita hvað þýðir og svo hins vegar listrænir ljósmyndarar sem hugsa meira út í að festa einhver ákveðin form eða augnablik á filmu. Ég myndi flokk- ast sem listræni ljósmyndarinn. Ég hef samt lært heilmikið um tækni- legu hlutina í náminu og er ekki lengur að nota hefðbundna „Auto“ stillingu á vélinni minni. Ég kann að stilla hana sjálf núna og skil flest þessi hugtök sem tæknimiðuðu ljósmyndararnir tala um,“ segir Gunnhildur og hlær. Stillir sér oft sjálf upp fyrir framan myndavélina Þegar Gunnhildur byrjaði fyrst að taka myndir af einhverri alvöru voru landslagsmyndir í mestu upp- áhaldi. „Mér fannst skemmtilegast að taka myndir úti í náttúrunni. Mér þykir þó alltaf áhugaverðara að sjá fólk á myndum, líka á lands- lagsmyndum. Ég fór því mikið út með þrífótinn og stillti upp vélinni og tók myndir af sjálfri mér í nátt- úrunni. Núna þykir mér skemmti- legast að taka portrett myndir en þær geta verið mikil áskorun. Til að myndin verði góð er mikilvægt að maður kunni að stilla fólki upp þannig að því líði vel og brosið sé eðlilegt en ekki þvingað. Þegar ég var að byrja að æfa mig á þessu tók ég mikið af sjálfsmyndum, því mér fannst ég sjálf þurfa að finna hvernig mér gæti liðið vel fyr- ir framan myndavélina áður en ég færi að leiðbeina öðrum með það. Ég hef því sjálf oft verið eigið við- fangsefni á myndum,“ segir Gunn- hildur og hlær. „Annars er svo margt sem mér þykir skemmtilegt að ná myndum af. Í haust æfði ég mig mikið að ná myndum af sér- Sagnaritari samtímans 2017 Gunnhildur Lind Hansdóttir úr Borgarnesi Gunnhildur Lind Hansdóttir. Í gömlu húsi. Hafnarfjallið fallegt svona þakið snjó. Öðruvísi portrettmynd.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.