Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 100
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017100
Á suðvesturströnd Grænlands,
stærstu eyju í heimi þar sem búa tæp-
lega 56 þúsund manns, stendur þyrp-
ing nokkurra smáhýsa í lítilli vík sem
heitir Kugssuangup. Þessir kofar eru
í eigu íslenska fyrirtækisins Laxár.
Laxá hefur í um 30 ár selt veiðileyfi
í margar lax- og silungsveiðiár á Ís-
landi en einnig í Skotlandi, Rússlandi
og á Grænlandi. Björn Hilmarsson
rafvirki (Bjössi) og Guðrún Hjaltalín
fulltrúi unnu sem leiðsögumenn fyr-
ir Laxá á Grænlandi í tvo mánuði á
þessu ári. Þau ferðuðust um á bátum
og veiddu hreindýr, silung og þorsk
sér til matar og segja dvölina hafa
verið ævintýri út í gegn. „Við sáum
á fésbókinni auglýsingu frá byssu-
smið á Selfossi sem kallaður er Bóbó
en við fórum með honum í veiðiferð
til Grænlands fyrir þremur árum síð-
an. Hann vantaði mann með sér til
Grænlands í sumar til að „gæda“ eða
leiðsegja veiðimönnum. Kröfurn-
ar voru þær að hann þurfti að hafa
pungapróf og kunna að skjóta,“ seg-
ir Bjössi en bæði eru þau mikið úti-
vistar- og veiðifólk og fara á hrein-
dýraveiðar austur á Hérað þegar þau
eru svo heppin að fá úthlutað dýri.
„Mér fannst það voða fyndið, hringdi
í Guðrúnu og sagði henni frá þessu.
Hún hafði þá séð auglýsinguna og
spurði strax: Ertu búinn að hringja í
Bóbó? Nei, sagði ég. Hringdu núna,
bæ! sagði hún og skellti á. Fimm mín-
útum síðar var ég búinn að ráða okk-
ur bæði í vinnu á Grænlandi. Þetta
var núna í vor. Við fórum svo út í lok
júlí og komum heim í byrjun októ-
ber,“ segir Bjössi.
Labbar ekkert og
skreppur út í búð
Bjössi og Guðrún ráðstöfuðu sum-
arfríi sínu í þetta verkefni og fengu
auk þess launalaust leyfi frá sínum
daglegu störfum en þau vinna bæði
hjá Norðuráli á Grundartanga. Riffl-
ar, veiðistangir og föt til skiptanna í
tveimur bakpokum og einni tösku
var allt og sumt sem þau tóku með
sér. En höfðu þau einhverja hug-
mynd um hvað þau voru að fara út í?
„Við vissum bara að við vorum
að fara að veiða. Ef þú ætlaðir að fá
eitthvað að borða þá þurftirðu að
veiða það,“ segir Bjössi. Þau vissu
líka að þau myndu ferðast um á bát-
um, hefðu ekkert netsamband og lít-
ið sem ekkert símasamband. Að lífið
væri fábrotið og að þau væru í raun
að fara að lifa á því sem náttúran gef-
ur. „Þú labbar ekkert og skreppur út
í búð þarna,“ segir Guðrún. Það var
hálftíma sigling úr búðunum, eða
kampinum svokallaða, í verslun í því
þorpi sem næst þeim var. „Þar var
alltaf spurning hvað var til og hversu
langt var síðan skip kom síðast með
vistir. Í því þorpi hafa 17 manns heils
árs búsetu,“ segir Bjössi. Og þó versl-
unin hafi ekki verið stór minnti hún á
aðra vel þekkta verslun sem eitt sinn
var á Akranesi. „Búðin er svona jafn
stór og innri hlutinn af stofunni okk-
ar hérna heima. Þar fékkst matvara,
olía, brennivín, bjór, búsáhöld og
skotfæri,“ segir Guðrún. „Allt sem
þér dettur í hug,“ bætir Bjössi við og
heldur áfram. „Þeir voru þó hætt-
ir að selja byssur í þeirri búð. Eigin-
lega var hún eins og Axelsbúð hér á
Akranesi var, plús bjór og matvara.“
„Bara eins og gömlu kaupfélögin,“
segir Guðrún.
Laukur, hnífar, skotvopn
og skóladót
Í stærri bæjum eins og Narsaq, þar
sem búa um 600 manns, var hægt
að fá föt, mat, skotvopn og skóla-
dót. „Það var náttúrlega ekkert rosa-
legt vöruúrval. Það voru bara þrjár
tegundir af bjór, fjórar tegundir af
rauðvíni og hvítvíni og tvær tegund-
ir af viskíi. Svo voru nokkrar gerðir
af kryddi; sumar voru kannski bún-
ar og þá voru þær ekki til næstu tvo
mánuðina,“ segir Bjössi. Ekki reynd-
ist alltaf auðvelt að útvega lauk en
beikon var gripið glóðvolgt hvar sem
til þess sást. „Við sigldum einu sinni
í tvo bæi, það var fimm tíma sigling.
Í Qaqortoq fórum við í búðir til að
reyna að finna lauk. Við keyptum
beikon í öllum búðum, hreinsuðum
alveg upp úr einni búðinni en eng-
inn laukur fannst. Í síðustu búðinni
var okkur sagt að laukurinn kæmi
með næsta skipi. Það var meira mál
að kaupa lauk heldur en skotfæri
og riffla,“ segir Bjössi og brosir. Og
meðferð vopna er með öðrum hætti
á Grænlandi en hér. „Það besta var
þegar ég keypti riffil. Hann var uppi
á vegg fyrir ofan afgreiðslukassann
og vínið og ég sagði við afgreiðslu-
manninn: Ég ætla að fá einn svona
riffil. Já, á ég að taka hann úr kassan-
um fyrir þig? svaraði afgreiðslumað-
urinn. Það þótti bara hið eðlilegasta
í heimi að rölta í gegnum bæinn með
riffil á öxlinni og fullt belti af hnífum
utan á sér. En ef þú labbaðir um með
skiptilykil, þá varstu eitthvað skrýt-
inn,“ segir Bjössi og hlær.
Gengið á fiski
Samband úr kampinum við um-
heiminn var af skornum skammti og
ekki með þeim hætti sem við eigum
að venjast í dag á tímum farsíma og
netsambands. „Í bæjunum var síma-
samband en þar sem við bjuggum í
kampinum í Kugssuangup var stop-
ult samband með gervihnattasíma.
Þú þurftir að fara á ákveðinn punkt
og standa þar. Þú gast ekkert verið
á röltinu með símann,“ segir Bjössi.
Fólkið sem vann með Bjössa og
Guðrúnu voru Svíar og Grænlend-
ingar auk tveggja Íslendinga. „Ég var
mikið með einum Grænlendingn-
um. Við sigldum á bátum og svipuð-
umst um eftir hreindýrum. Ég stökk
oft í land, hljóp upp á klettana og at-
hugaði hvort ég sá einhver dýr,“ segir
Bjössi en starfið fólst aðallega í því að
leiðsegja veiðimönnum í hreindýra-
og silungsveiði.
En af silung var meira en nóg, af
frásögn Bjössa að dæma. „Rétt hjá
kampinum okkar var lítil á og vatn og
þar var meira en nóg af fiski. Það var
nú frekar auðvelt að leiðsegja mönn-
um í silungsveiðinni. Það er engin
lygi að þegar gangan var hvað mest
af fiski í ánni á leið upp í vatnið, þá
var eiginlega hægt að ganga yfir ána
þurrum fótum á fiskinum. Maður
sagði bara við veiðimennina: Sérðu
svarta stóra flekkinn þarna? Kastaðu
á hann, þetta er fiskur. Það var eig-
inlega óraunverulegt, hvað það var
mikið af fiski þarna. Ef þú ferð í þetta
vatn og færð ekki fisk þá ferð þú í
sögubækurnar sem einhver alminnsti
veiðimaður allra tíma. Vöðlur voru
óþarfar vegna þess að fiskurinn var
bara í fjöruborðinu. Þetta voru mik-
ið þriggja til fimm punda fiskar en
stærstu fiskarnir voru um átta pund.“
Nágrannar þeirra í klettunum fyr-
ir ofan kampinn voru engir kotbúar
því þar hafði haförn gert sér hreiður
og hann flaug gjarnan tignarlega um
loftin blá yfir kampinum.
Heimsþorp veiðimanna
Veiðimennirnir sem dvöldu í kamp-
inum komu alls staðar að úr heim-
inum en fjölmennastir voru Banda-
ríkjamenn. „Það var hjá okkur eitt
par frá Rússlandi. Svo voru þetta
Þjóðverjar, Svisslendingar, Frakk-
ar, Nýsjálendingar, Suður-Afríku-
menn og Englendingar. Svo fengum
við tvo hópa af Íslendingum,“ seg-
ir Bjössi og Guðrún heldur áfram.
„Það kom bátur á laugardögum og
þriðjudögum og veiðimenn voru
þarna í þrjá til fjóra daga og upp í
viku í senn. Bandarískur sjónvarps-
maður, vel þekktur þar, sem hefur
farið út um allan heim, var að gera
sjónvarpsþátt um Grænland og var
hjá okkur í tíu daga. Mest voru 16
veiðimenn í kampinum í einu. Fyrri
part sumars eru þarna stangveiði-
menn og í ágúst fara skotveiðimenn-
irnir að koma í hreindýrin. Svo fara
margir að veiða sauðnaut á svæði sem
er í um það bil tveggja tíma siglingu
norðan við kampinn okkar.“
Í Hvergilandi
Kampurinn samanstendur af nokkr-
um litlum kofum eða smáhýsum eins
og áður segir og í einu slíku gistu
þau. „Þetta eru eiginlega garðkof-
ar. Þar komast fyrir tvö rúm, nátt-
borð og kommóða,“ segir Guðrún.
„Þessir kofar eru í kringum 25 fer-
metrar og standa saman í þyrpingu.
Þarna er samt rafmagn og rennandi
vatn og vatnssalerni, hægt að kom-
ast í heita sturtu og meira að segja er
þarna saunaklefi,“ segir Bjössi. Hann
segir Bandaríkjamennina hafa hrósað
aðstöðunni í hástert, þótt þetta væri
„in the middle of nowhere,“ eins og
þeir hafi orðað það, í Hvergilandi.
Björn Hilmarsson og Guðrún Hjaltalín dvöldu á Grænlandi í tvo mánuði í sumar:
„Ef þú ætlaðir að borða eitthvað þurftirðu að veiða það“
Bjössi og Guðrún á göngu upp að jökli í leit að snæhéra og rjúpu.
Víkin í Kugssuangup og smáhýsin sem Bjössi og Guðrún
dvöldu í.
Myndarlegir ísjakar í innsiglingunni við eyjuna Qassimiut.
Bjössi með fallegan silung í vatninu ofan við víkina í
Kugssuangup.
Guðrún með hreindýrstarf sem hún felldi.