Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Síða 104

Skessuhorn - 20.12.2017, Síða 104
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017104 ann í mér. Svo var það 1985 þegar yfirkennara/aðstoðarskólastjórastarf við Brekkubæjarskóla losnaði að ég nefndi það við fjölskylduna að flytja til Akraness. Það var mismikil ánægja með það. Þetta var erfið ákvörð- un fyrir Gunnhildi að fara því elstu börnin og barnabörnin voru búsett fyrir norðan. Við sömdum um það að selja ekki húsið á Akureyri strax og yngsta stjúpdóttir mín var í hús- inu þar til við seldum það tveimur árum seinna þegar við keyptum hús- ið á Vitateigi 2 á Akranesi.“ Húsakaup í kjölfar bæjarráðsfundar Fyrstu tvö árin á Akranesi leigðu þau Ingvar og Gunnhildur hús í Grunda- hverfinu. Hann fór fljótt að vinna að bæjarmálum og var kjörinn fulltrúi Alþýðuflokksins inn í bæjarstjórn Akraness ásamt því að sinna aðstoð- arskólastjórastarfinu í Brekkubæj- arskóla. Svo var það árið 1987 eftir bæjarráðsfund að Ingvar fékk símtal að norðan og ljóst var að húsið þeirra Gunnhildar á Akureyri var selt. „Ég nefndi þetta við félaga mína þarna í bæjarráði strax og þá segir Ingi- björg Pálmadóttir við mig að hún viti hugsanlega um hús fyrir okkur í nágrenni við sig en Þórður Ósk- arsson útgerðarmaður hefði jafnvel hug á að selja hús sitt á horni Vestur- götu og Vitateigs. Ég hafði samband við Þórð og hann tók þessu fálega í fyrstu en féllst svo á að leyfa okkur að koma og skoða. Síðan leið smá tími og Þórður sagði mér að líklega yrði ekkert af þessu því hann væri ekki til- búinn að selja fyrr en eftir um hálft ár. Ég sagði honum að það væri ekk- ert mál því við gátum verið í húsinu á grundunum áfram. Þá gengum við frá þessu og við fluttum hér inn vor- ið eftir.“ Ingvar segir að þau hafi strax kunn- að vel við sig á Skaganum og Gunn- hildur hefði strax náð góðu sambandi við vinahópinn hans. „Það er ekki síst þeim góða hópi að þakka að við erum hér enn þrjátíu árum síðar.“ Ingvar var kominn í pólitíkina fyrir norð- an og var formaður kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Hann vann líka mikið í félagsstarfi kennara þar og var for- maður Bandalags kennara á Norður- landi eystra um tíma og í stjórn og samninganefnd Kennarasambands Íslands. Hann hélt áfram í pólitíkinni á Akranesi og árin í bæjarstjórn urðu tólf en yfirkennari og aðstoðarskóla- stjóri var hann í 20 ár. „Ég byrjaði í bæjarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn 1986 og var bæjarfulltrúi flokksins þar til hann var sameinaður Samfylk- ingunni 1998. Á þessum árum var ég líka í stjórn Sambands íslenskra sveit- arfélaga í fjögur ár. Mér fannst gam- an í bæjarpólitíkinni og oftast eru nú allir sammála þar en reyna að finna eitthvað til að vera ósammála um fyrir kosningar. Á þessum tíma var mikið tekist á um hitaveituna en um hana urðu svo allir sammála að lok- um. Mér fannst sveitarstjórastörf- in úr Hrísey nýtast mér vel í þessu störfum hér á Skaganum. Ég þurfti að sinna öllu í Hrísey, allt frá hafnar- stjórn og að innheimta hafnargjöld, við vorum með hitaveitu í gangi, það þurfti að sinna grunnskólanum og þarna þurfti ég að fara í gegnum all- ar reglugerðir til að undirbúa störf- in. Ég þurfti meira að segja að taka ruslið og koma því í brennarann, sem ég man að ég gerði einu sinni til að hlaupa í skarðið.“ Hættu að vinna fyrir áratug Ingvar hætti að kenna 2006 en þá hafði hann náð svokallaðri 90 ára reglu og gat farið á eftirlaun sextugur. Síðan segist hann bara hafa látið fara vel um sig en Gunnhildur hafi hætt sínum störfum í mötuneyti skólans á sama tíma. „Við erum svolítið dugleg að stunda laugina og erum í sund- leikfimi í Bjarnalaug. Þegar við hætt- um að vinna keyptum við stóran al- vöru húsbíl, amerískan tíu sílendera Ford Econoline, sjö og hálfan metra á lengd og ferðuðumst mikið á hon- um. Það var ótrúlega skemmtilegt að ferðast á honum sérstaklega eftir að maður var búinn að átta sig á hve langt var í afturhásinguna. Við áttum þennan bíl í átta ár en erum búin að selja hann núna. Þetta var eins og að gista á hóteli að gista í bílnum. Áður höfðum við átt gamlan fyrrverandi sjúkrabíl og komumst á bragðið með þennan ferðamáta þá eftir að hafa farið víða á honum í útilegur.“ Hópurinn þeirra Ingvars og Gunn- hildar er orðinn stór enda börnin öll uppkomin og með maka. Elsti son- ur Gunnhildar, Sævar Sigmarsson á fjögur börn og þrjú barnabörn. Sig- urhanna Sigmarsdóttir á þrjú börn og þrjú barnabörn. Kristrún Stein- unn Sigmarsdóttir á þrjú börn og tvö barnabarn. Yngst er svo Signý Ingv- arsdóttir sem á þrjú börn en hún missti dreng nýfæddan. „Þeim hefur öllum farnast vel og þetta er mikill og góður hópur sem við eigum. Ég hef aðeins átt við heilsubrest að stríða en ég greindist með Parkinsonveiki fyrir þremur árum. Hún háir mér ekki svo mikið og lyfin ná að mestu að halda henni niðri,“ segir Ingvar Ingvarsson fyrrum kennari og bæjarfulltrúi. hb Kratar fagna að loknum bæjarstjórnarkosningum 1990. F.v. Ingvar Ingvarsson, Gísli S. Einarsson og Hervar Gunnarsson. Bæjarstjórn Akraness 1990-1994. Aftari röð frá vinstri: Benedikt Jónmundsson, Hervar Gunnarsson, Gísli S. Einarsson, Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Ingvar Ingvars- son, Steinunn Sigurðardóttir, Guðbjartur Hannesson og Jón Hálfdanarson. Fremri röð frá vinstri: Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, Ingibjörg Pálmadóttir forseti bæjarstjórnar og Gísli Gíslason bæjarstjóri. Í nóvembermánuði tók yngsta stig Auðarskóla þátt í verkefninu Jól í skókassa. „Þetta var liður í sam- félagsfræðikennslu stigsins sem laut að því að kenna börnunum um að- stæður barna í öðrum heimshlut- um og hvernig lífi þau lifa,“ segir Hjördís Kvaran Einarsdóttir kenn- ari. „Það eitt og sér var ekki það eina sem við veltum fyrir okkur heldur vildum við sýna börnunum okkar að lítið samfélag eins og Dalabyggð getur haft áhrif á hvað er að ger- ast annars staðar í heiminum. Enn fremur vildum við kenna börnunum hvers samfélagið okkar er megnugt þegar allir leggjast á eitt um að láta hlutina ganga upp. Þannig fengum við nokkur góðgerðarsamtök og fyr- irtæki hér í bæ til að styðja framtak- ið. Niðurstaðan var átta gjafir, tvær á bekk, ein fyrir strák og ein fyrir stelpu á sama aldri og börnin eru.“ Gjafirnar voru sendar af stað 10. nóvember sl. Þriðjudaginn 19. des- ember gengu börnin svo fylktu liði í þau fyrirtæki og til þeirra góðgerð- arsamtaka sem styrkt höfðu verk- efnið og afhentu þeim þakkarbréf fyrir framlag sitt. „Þetta verkefni hefur skapað mikla umræðu á yngsta stigi og er mikill hugur á að endur- taka leikinn að ári. Í gegnum það er hægt að kenna börnum samkennd og náungakærleik á sama tíma og þeim er kennt hvernig mismunandi hópar fólks hafa það í heiminum,“ segir Hjördís Kvaran Einarsdóttir. mm Jól í skókassa kenna börnum samkennd og náungakærleik
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.