Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 108

Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 108
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017108 Það er mikil einsemd í myndinni af fæðingu Frelsarans. Þau eru tvö ein yfir jötunni, þau María og Jósef, þeg- ar fjármennirnir vitjuðu þeirra utan úr óbyggðinni. Þar hafði einsemd þeirra verið rofin, þegar nóttin varð björt og fjöldi himneskra herskara stóð yfir þeim, til þess að senda þá á fund Frelsarans og þeir fundu ung- barn reifað og liggjandi í jötu. Allur er boðskapurinn um Jesúm Krist þverstæðukenndur. Hið háa, volduga og einstæða, hið kunnug- lega, hversdagslega og margreynda, hið viðtekna mætir hinu einstæða; því sem hvorki fyrr nje síðar hefur orðið og það verður umbreyting alls hjá þeim, sem snortnir eru af þessu, hinu einstæða. Þess vegna varð aftöku- og píslar- tæki Rómverjanna, krossinn, að tákni vonar og sigurs á sjálfum dauðan- um, því Kristur, hinn krossfesti, lif- ir. Hann er upp risinn frá dauðum. Maðurinn á krossinum er sá hinn sami og þeir fundu í jötunni í Betle- hem þarna á jólanóttina. Jesús sagði við sína kynslóð: „Heyrandi heyra þeir ekki og sjáandi sjá þeir ekki.“ Hann hafði gjört ótrú- legustu kraftaverk í augsýn allra, en enginn gaf gaum að merkingu þeirra. Þeir ljetu sjer nægja árangurinn. Þeir átu og urðu mettir og vildu meira af sama. Enginn sá táknið og svo er enn. Trúin á Frelsarann Jesúm Krist, er meira en hagnýtu ráðin, sem hann gaf vinum sínum, eins og þetta, að koma fram við aðra menn eins og menn vildu, að aðrir kæmi fram við þá sjálfa. Trúin á Jesúm snýst miklu fremur um það, hver hann sje, barnið í jötunni og maðurinn á krossinum, þessi Kristur, sem ritningarnar full- yrða að sje sonur lifanda Guðs; Orð- ið sem varð hold og bjó með oss full- ur náðar og sannleika. Trú er margslunginn veruleiki. Hún tekur stundum við þar sem þekking endar. Hún tekur þá við, þar sem rökum hins viðtekna og margreynda sleppir. Mörgum er hún viðbótin, sem gefur lífi og til- veru merkingu og samhengi. Páll postuli lýsir þverstæðum kristinnar trúar þegar hann segir, að „vjer pre- dikum Krist krossfestan, Gyðingum hneyksli og heiðingjum heimsku.“ Aðkoma fólks að trúnni er líka mismunandi. Í háspeki miðalda sögðu sumir: „Credo ut intelli- gam,“ eg trúi til þess að skilja, á meðan aðrir sögðu: „Intelligam ut credo,“ ég skil til þess að trúa. Lík- lega er síðarnefnda leiðin mörg- um geðfelldari í samtíðinni. Þetta er leið raunvísindanna, tilraunanna og rannsóknanna. Þetta var leið Guðfræðinnar í textarannsóknun- um, leið „nýju Guðfræðinnar,“ sem svo hefur verið nefnd og skilað hef- ur henni inn á vegu fjelagsvísinda, feminisma og pólitísks rjetttrúnað- ar í samtíðinni. Margir leiða það hjá sjer, að trú getur verið viljaákvörðun manns. Hann getur valið að trúa, til þess að skilja. Vissulega er þetta um leið leið trúarbaráttu, þar sem skyn- semin og efinn krefja trúmanninn sífellt svara. Þetta er leið síra Hall- gríms, sem gefur það ráð, að; „Bæn þína aldrei byggðu fast á brjóstvit náttúru þinnar. Í Guðs orði skal hún grundvallast það gefur styrk trúarinnar.“ Brjóstvit náttúrunnar er gott svo langt sem það nær, en það staldr- ar við mörk sín og þau liggja innan hinztu marka mannlegrar veru. Þau þrýtur við gröfina og þær hinztu sannanir sem fást með rannsókn- um raunvísinda. Þau vísindi færa sífellt út kvíarnar og nema verald- ir í víðernum alheimsins og í undri efnis og orku inn á við. Þau leiða í ljós grunsemdir um að handan alls þess, sem sjeð verður og rannsak- að um óminnisdjúp efnislegrar ver- aldar hljóti að vera einhver sú vera, er allt hafi byrjað. Sagt er, að þeg- ar Einstein var tjáð, að afstæðis- kenning hans þækti nú sönnuð, hafi hann haft á orði, að nú varðaði hann mest um það, sem hafi verið í huga Guðs, þegar hann byrjaði sköpun- arverkið. Trúmaðurinn gerir ráð fyrir Guði í leit sinni að þekkingu. Aðferð hans er sú sama og hinna, sem gera ekki ráð fyrir hinum mikla leyndardómi, sem Guðstrúarmaðurinn sjer að baki alls sem er. Þann leyndardóm sjáum vjer á krossinum og vjer vitjum hans í jöt- unni í Betlehem og það er hver einn með sjálfum sjer í þeirri leit, þótt flestir eigi margfalda fjölskyldu að sjer þar sem heilög kirkja er, fjöl- skylda kynslóðanna utan um fjöl- skyldur og kynslóðir. Hjer og nú, tveimur þúsöldum síðar, er kirkja Krists gruflandi, trúlítil, ráðvillt og á flæmingi undan öllu og öllum, ekki sízt sjálfum oss. Hvar er hún stödd, trúin hjá oss? Er hún ekki á sínum stað í huga og hjarta eins og falin glóð, sem blossar upp með birtu og yl þegar Heilagur Andi vekur hana með oss þar sem og þeg- ar Guði þóknast og hún verður oss styrkur til þess að sigra myrkrin. Sá gustur megnar enn að gjöra mörg- um það skiljanlegt að; „svo elsk- aði Guð heiminn að hann gaf Son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Fagna þeirri gjöf um þessi jól og ætíð. Gleðileg jól. Séra Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti. Grundarfjörður – miðvikudagur 20. desember Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellingar verður haldin í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl. 15:00 og að henni lokinni verða kaffiveiting- ar í boði skólans. Allir velunn- arar skólans eru velkomnir. Grundarfjörður – fimmtudagur 21. desember Kristinn Bragi Garðarsson verð- ur með jólatónleika á Kaffi Emil kl. 17:00. Hann stundar nám við tónlistarháskólann Berklee Collage of Music og ætlar bjóða getum upp á stutta jólastund þar sem hann syngur og spilar nokkur lög. Frítt er inn en möguleiki er á að styrkja hann til frekara náms í skólanum ef fólk vill. Borgarbyggð – fimmtudagur 21. desember Opið hús í tilefni 70 ára afmælis Snorra á Augastöðum. Fjöl- skylda hans ætlar að bjóða öll- um sem vilja heiðra hann með nærveru sinni að Hraunfossum á afmælisdaginn. Húsið opnar kl. 18:00 og verður opið fram að miðnætti. Léttar veitingar í boði. Snorri vill benda á að hann þarfnast ekki gjafa, nær- vera vina er meira en nóg til að gleðja hann. Allir velkomnir. Borgarbyggð – fimmtudagur 21. desember Jólagleði Borgarfjarðar kóra. Freyjukórinn, Karlakórinn Söng- ræður og Reykholtskórinn syngja inn jólin í Reykholtskirkju kl. 20:30. Aðgangseyrir er 1.500 kr. og frítt fyrir 12 ára og yngri. Akranes – fimmtudagur 21. desember Jónína Björg Magnúsdóttir verður með tónleika í Dularfullu Búðinni kl. 21:00. Boðið verður upp á guðaveigar í tilefni jóla og ókeypis inn. Grundarfjörður – föstudagur 22. desember Jól með Jóhönnu Guðrúnu í Grundarfjarðarkirkju kl. 20:00. Jóhanna og Davíð ætla að skapa notalega jólastemningu og flytja sín uppáhalds jólalög í glænýjum útsendingum fyrir gítar og söng. Akranes – fimmtudagur 22. desember Korsiletturnar á samt hljómsveit koma þér og þínum í ljómandi jólaskap í Dularfullu Búðinni kl. 21:00. Aðgangseyrir er 2.000 kr. Akranes – laugardagur 23. desember Aðventustemning í Akranesvita. Það verður sannkölluð aðvent- ustemning í Akranesvita alla laugardaga kl. 14:00. Næstkom- andi laugardag Koma fram þau Rakel Pálsdóttir söngkona og Birgir Þórisson. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Akranes – laugardagur 23. desember Vertinn í Dularfullu Búðinni og Gufupönkari Íslands mun halda uppi stemningunni á Þorláks- messukvöldi kl. 21:00. Akranes – laugardagur 23. desember Jóla Ingó mætir um kvöldið, kl. 22, ásamt góðum vin. Frítt inn. Akranes – laugardagur 23. desember Símon Vestarr Rokkar inn jólin á Vitakaffi kl. 23:55. Kvöldið verður helgað rokktónlist og eru rokkarar hvattir til að mæta og syngja hástöfum með trúba- dornum Símoni Vestarr. Hann verður á sviðinu í köflóttu skyrt- unni og rifnu gallabuxunum. Akranes – þriðjudagur 26. desember Stuðlabandið verður með jólaball á Gamla kaupfélaginu kl. 23:59. Borgarbyggð – fimmtudagur 28. desember Árlegir jólatónleikar Borgar- fjarðardætra í Reykholtskirkju kl. 20:30. Á dagskrá verða jólalög úr hinum ýmsu áttum, ein- söngslög, dúettar og samsöngs- lög. Aðgangseyrir er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum í söfnunarbauk í anddyrinu. Ólafsvík – mánudagur 1. janúar Áramótaball í Klifi kl. 1:00 eftir miðnætti. Aldurstakmark er 18 ára og frítt inn. Á döfinni Fagna komu Krists Reykholt. Ljósm. Guðlaugur Óskarsson. Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmar 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 7 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.