Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 24
S JÓN að maður leitar í þessar goðsögur. Maður er að leita að ástæðunni fyrir því að maður segir sögu og einhver nennir að hlusta. Ástæðan fyrir því að melódramað er að koma aftur og verða að tæki hjá okkur núna er sú að það er eitthvað satt og rétt í því. Melódramað er tilraun til að stíga innúr yfirborðsmyndum Séð og heyrt. En við verðum líka að nota allt sem við lærðum af módernismanum og raunsæinu til að segja sögur. Ég get ekki látið eins og Guðbergur Bergsson eða Thor Vilhjálmsson hafi aldrei verið til.“ Eitt afþví sem kemur manni á óvart við Skugga-Baldur er að þú skulir sækja aftur í 19. öldina og í efniðvið sem er mjög þjóðlegur. Nú hefur þú í öllum þínum verkum verið alþjóðlegur og efmaður ætti að nota eitt orð til að lýsa skáldsögunum yrði það evrópskur. En svo kemur náttúrulega í Ijós aðþín útgáfa af 19. öldinni er býsna ólík hinni hefðbundnu. Þú sýnir okkur íslenskan rómantíker sem er ópíumæta í Kaupmannahöfn og lifir og hrær- ist í alþjóðlegu umhverfi jafnvel eftir að hann kemur heim í dalinn sinn. „Já, hann er ennþá að lesa franskan skáldskap og fær t.d. senda nýjustu bók Mallarmé og svona og það er algerlega viljandi gert af því að Mallarmé er ákveðin brú á milli súrrealismans og rómantíkurinnar. Svona lítill steinn að stíga á í átt til okkar tíma og þess sem ég hef verið að gera í mínum skáldskap. En það að vinna með þjóðsögur og þjóð- sagnaefni er náttúrulega mjög gamalt. Menn sem voru innblásnir af þörfinni fyrir að segja skugggalegar sögur leituðu í þjóðsögur, höfundar eins og Hoffmann og Tieck. Þannig að fyrir mig var það að fara í þjóðsagnaarfinn alls ekki að stíga út úr einhverjum evrópskum eða alþjóðlegum straumi og yfir í íslenska lækjarsprænu. Þetta var algerlega hluti af því verkefni sem ég hef verið að vinna.“ Tengingin við íslenska rómantík er líka sterk. Friðrik er náttúrulega þessi dæmigerði íslenski Hafnarstúdent sem kemur heim próflaus, hann er meira að segja náttúrufræðingur eins og Jónas. Þarna birtast líkafleiri skáld, t.d. Benedikt Gröndal og Gísli Brynjólfsson. Þú tengir íslenska róm- antíkera við svolítið dekkra og drungalegra umhverfi en við erum vön, ekki satt? „Jú, við höfum ákveðna og að því er ég held falska hugmynd um íslensku rómantíkerana. Það verkefni þeirra að gefa okkur aftur ísland, að láta okkur sjá í því verðmætin svo við vildum eignast það aftur heilt og óskipt, hefur yfirskyggt allt annað sem þessir menn voru að gera. í dagbókum Gísla Brynjólfssonar frá Kaupmannahöfn kemur í ljós að hann er eins og hver annar ungur maður sem fer út í heim. Hann er bara á allsherjar menningarfylleríi, fer í óperuna, reynir að lesa ensku blöðin 22 TMM 2005 ■ 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.