Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 24
S JÓN
að maður leitar í þessar goðsögur. Maður er að leita að ástæðunni fyrir
því að maður segir sögu og einhver nennir að hlusta. Ástæðan fyrir því
að melódramað er að koma aftur og verða að tæki hjá okkur núna er sú
að það er eitthvað satt og rétt í því. Melódramað er tilraun til að stíga
innúr yfirborðsmyndum Séð og heyrt.
En við verðum líka að nota allt sem við lærðum af módernismanum
og raunsæinu til að segja sögur. Ég get ekki látið eins og Guðbergur
Bergsson eða Thor Vilhjálmsson hafi aldrei verið til.“
Eitt afþví sem kemur manni á óvart við Skugga-Baldur er að þú skulir
sækja aftur í 19. öldina og í efniðvið sem er mjög þjóðlegur. Nú hefur þú í
öllum þínum verkum verið alþjóðlegur og efmaður ætti að nota eitt orð til
að lýsa skáldsögunum yrði það evrópskur. En svo kemur náttúrulega í Ijós
aðþín útgáfa af 19. öldinni er býsna ólík hinni hefðbundnu. Þú sýnir okkur
íslenskan rómantíker sem er ópíumæta í Kaupmannahöfn og lifir og hrær-
ist í alþjóðlegu umhverfi jafnvel eftir að hann kemur heim í dalinn sinn.
„Já, hann er ennþá að lesa franskan skáldskap og fær t.d. senda
nýjustu bók Mallarmé og svona og það er algerlega viljandi gert af því
að Mallarmé er ákveðin brú á milli súrrealismans og rómantíkurinnar.
Svona lítill steinn að stíga á í átt til okkar tíma og þess sem ég hef verið
að gera í mínum skáldskap. En það að vinna með þjóðsögur og þjóð-
sagnaefni er náttúrulega mjög gamalt. Menn sem voru innblásnir af
þörfinni fyrir að segja skugggalegar sögur leituðu í þjóðsögur, höfundar
eins og Hoffmann og Tieck.
Þannig að fyrir mig var það að fara í þjóðsagnaarfinn alls ekki að
stíga út úr einhverjum evrópskum eða alþjóðlegum straumi og yfir í
íslenska lækjarsprænu. Þetta var algerlega hluti af því verkefni sem ég
hef verið að vinna.“
Tengingin við íslenska rómantík er líka sterk. Friðrik er náttúrulega
þessi dæmigerði íslenski Hafnarstúdent sem kemur heim próflaus, hann
er meira að segja náttúrufræðingur eins og Jónas. Þarna birtast líkafleiri
skáld, t.d. Benedikt Gröndal og Gísli Brynjólfsson. Þú tengir íslenska róm-
antíkera við svolítið dekkra og drungalegra umhverfi en við erum vön,
ekki satt?
„Jú, við höfum ákveðna og að því er ég held falska hugmynd um
íslensku rómantíkerana. Það verkefni þeirra að gefa okkur aftur ísland,
að láta okkur sjá í því verðmætin svo við vildum eignast það aftur heilt
og óskipt, hefur yfirskyggt allt annað sem þessir menn voru að gera.
í dagbókum Gísla Brynjólfssonar frá Kaupmannahöfn kemur í ljós að
hann er eins og hver annar ungur maður sem fer út í heim. Hann er bara
á allsherjar menningarfylleríi, fer í óperuna, reynir að lesa ensku blöðin
22
TMM 2005 ■ 4