Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Qupperneq 34

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Qupperneq 34
Bragi Ólafsson þiggja boðið væri tekin að vel ígrunduðu máli. Svo ákvað ég að taka ekki þá áhættu að hann myndi hætta við allt saman, og notaði fremur varfærnisleg orð til að hrósa honum fyrir hafa gert upp hug sinn; hann hefði bara gott af því að fara til Ástu þetta kvöld, hann gæti alveg slakað á þótt vinkona hennar, Sesselja - sem ég væri reyndar búinn að hlera að væri leikkona og starfaði með einhvers konar tilraunaleikflokki - yrði meðal gestanna; hún myndi ekki meiða hann eða éta, hann gæti verið alveg rólegur. 7 Það reyndist hins vegar vera rétt hjá Aðalsteini, að það gæti haft „áhrif á það sem gerðist í framhaldinu“ ef hann mætti í boðið til Ástu - jafn kjánalega og það hljómaði þegar hann sagði það. Með öðrum orðum: hann lét svo lítið að mæta í boðið. Og þar var Sess- elja, hin nýja vinkona gestgjafans, sú sem bað Ástu sérstaklega um að bjóða Aðalsteini í veisluna - þó auðvitað hafi það komið í minn hlut að telja hann á að þiggja boðið. Sesselja var í túrkislituðum silkikjól, og á því augnabliki sem Aðalsteinn hringdi dyrabjöllunni var hún á gangi fram og aftur eftir eldhúsgólfinu, eins og hún væri að fara yfir einhvern dramatískan texta í huganum, algerlega ómeðvituð um hversu taugaóstyrk hún leit út í speglaveröld Ástu. Þegar Aðalsteinn kom svo inn í eldhúsið - hann hélt með þumli og vísifingri utan um vinstri eyrnasnepil sinn, eins og hann væri að klípa í hann - hafði Sesselja staðnæmst við eldhúsborðið; hún hélt einu af appelsínugulu eplunum upp að munninum, á svipinn eins og hún sæi eftir að hafa bitið í það. Hún var með munninn fullan þegar þau heilsuðust; það skildist ekki orð af því sem hún sagði. Aðalsteinn kynnti sig með fullu nafni. Og á því augnabliki sem Sesselja ætlaði að segja eitthvað meira - þegar hún hafði kyngt því sem hún var með í munninum - hafði Aðalsteinn ákveðið að ef einhver manneskja mætti éta sig með húð og hári, þá væri þetta hún; það væri engin spurning í sínum huga, jafnvel þótt hún, Sesselja, „kynni að spyrja hann einhverra spurninga seinna um kvöldið“. Þannig orðaði hann það við mig í símanum daginn eftir. Og ég 32 TMM 2005 • 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.