Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 63
SORTNAR SENTRÚM
Reykjavíkurrómantík
Davíð Oddsson hitti Ástríði sína við Tjörnina þar sem þau voru á rölti
eftir dansleik. Þetta var sæl sumarnótt og auðvitað sungu regnvot stræt-
in um hamingjuna. Nema hvað. Bubbi og Brynja áttu líka eitt af sínum
fyrstu stefnumótum við Tjörnina, þar sem þau ætluðu að skauta út á
ísinn og skera í hann B+B. Það var þó ekki um sumarnótt.
Bubbi og Davíð sverja sig í þessum ljóðum, eins og margir aðrir, í ætt
við Tómas Guðmundsson, sem bjó til fallega og unaðslega Reykjavík í
ljóðaheimi sínum. Á fyrri hluta tuttugustu aldar var Tómas sæmdur
heitinu borgarskáld eða Reykjavíkurskáld, vegna þess hve hann var
ófeiminn við að yrkja um borgarlífið. í formála að ljóðasafni Tómasar
segir Kristján Karlsson að enda þótt flest skáld landsins í byrjun tuttug-
ustu aldar hefðu búið langvistum í Reykjavík, hafi þau verið „grunsam-
lega fáorð um bæinn“. Það skýrir hann með því að enn hafi þær gömlu
hugmyndir verið lífseigar að Reykjavík væri „einhvers konar útlend
sódóma í saklausu íslenzku þjóðlífi“.2
Sem kunnugt er, þá hafnar Tómas því:
Þín er borgin björt af gleði.
Borgin heit af vori og sól.
Strætin syngja. Gatan glóir.
Grasið vex á Arnarhól.3
Einkum í Fögru veröld (1933) er Tómas duglegur að koma ýmsum reyk-
vískum kennileitum inn í kvæði sín: Arnarhól, Laufásvegi, Austurstræti
og svo Vesturbænum eins og hann leggur sig. Þar kemur hin rómantíska
mynd vel fram, nokkurs konar Birtíngsviðhorf til borgarlífsins (þessi
albesta borg allra borga) og einnig sá krúttlegi metingur sem hefur
löngum einkennt Islendinga: }ú, það kvað vera fallegt í Kína, en Vest-
urbærinn er sko helmingi fallegri! Og fólkið (sem einkum virðist vera
kvenkyns) er sannanlega æskurjótt og happí:
Nú ganga þær hlæjandi guðslangan daginn.
Sjá, göturnar fyllast af Ástum og Tótum
með nýja hatta og himinblá augu,
á hvítum kjólum og stefnumótum.4
Tómas dásamar fegurð og sakleysi borgarinnar og íbúa hennar, senni-
lega til að vega upp á móti tali um „borgarsollinn" sem átti að vera heilt
TMM 2005 • 4
61