Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 63
SORTNAR SENTRÚM Reykjavíkurrómantík Davíð Oddsson hitti Ástríði sína við Tjörnina þar sem þau voru á rölti eftir dansleik. Þetta var sæl sumarnótt og auðvitað sungu regnvot stræt- in um hamingjuna. Nema hvað. Bubbi og Brynja áttu líka eitt af sínum fyrstu stefnumótum við Tjörnina, þar sem þau ætluðu að skauta út á ísinn og skera í hann B+B. Það var þó ekki um sumarnótt. Bubbi og Davíð sverja sig í þessum ljóðum, eins og margir aðrir, í ætt við Tómas Guðmundsson, sem bjó til fallega og unaðslega Reykjavík í ljóðaheimi sínum. Á fyrri hluta tuttugustu aldar var Tómas sæmdur heitinu borgarskáld eða Reykjavíkurskáld, vegna þess hve hann var ófeiminn við að yrkja um borgarlífið. í formála að ljóðasafni Tómasar segir Kristján Karlsson að enda þótt flest skáld landsins í byrjun tuttug- ustu aldar hefðu búið langvistum í Reykjavík, hafi þau verið „grunsam- lega fáorð um bæinn“. Það skýrir hann með því að enn hafi þær gömlu hugmyndir verið lífseigar að Reykjavík væri „einhvers konar útlend sódóma í saklausu íslenzku þjóðlífi“.2 Sem kunnugt er, þá hafnar Tómas því: Þín er borgin björt af gleði. Borgin heit af vori og sól. Strætin syngja. Gatan glóir. Grasið vex á Arnarhól.3 Einkum í Fögru veröld (1933) er Tómas duglegur að koma ýmsum reyk- vískum kennileitum inn í kvæði sín: Arnarhól, Laufásvegi, Austurstræti og svo Vesturbænum eins og hann leggur sig. Þar kemur hin rómantíska mynd vel fram, nokkurs konar Birtíngsviðhorf til borgarlífsins (þessi albesta borg allra borga) og einnig sá krúttlegi metingur sem hefur löngum einkennt Islendinga: }ú, það kvað vera fallegt í Kína, en Vest- urbærinn er sko helmingi fallegri! Og fólkið (sem einkum virðist vera kvenkyns) er sannanlega æskurjótt og happí: Nú ganga þær hlæjandi guðslangan daginn. Sjá, göturnar fyllast af Ástum og Tótum með nýja hatta og himinblá augu, á hvítum kjólum og stefnumótum.4 Tómas dásamar fegurð og sakleysi borgarinnar og íbúa hennar, senni- lega til að vega upp á móti tali um „borgarsollinn" sem átti að vera heilt TMM 2005 • 4 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.