Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 98
Bókmenntir Geirlaugur Magnússon Ljósið sundrar rökkrinu Jóhann Hjálmarsson: Vetrarmegn. JPV útgáfa 2003. Hvort sem íslendingasögurnar voru meira lesnar fyrrum en nú á tímum þá fer vart á milli mála að Eyrbyggja er í miklu afhaldi hjá mörgum sem þær lesa. Kemur þar margt til. Sagan er ótrúlega mögnuð, forneskja og draugagangur er þar hversdagsfæði, auk þess sem harðvítug valdabarátta á sér stað árum saman og þar er öllum ráðum beitt, klækjum jafnt sem fyrirsát, þrælum jafnt sem sek- um mönnum att til illverka gegn loforðum um frelsi. Að mínu mati ber sagan þess skýr merki að vera skrifuð á Vesturlandi á Sturlungaöld, enda hafa margir nefnt Sturlu Þórðarson sjálfan sem hugsanlegan höfund. Vetrarmegn er þriðja bók Jóhanns Hjálmarssonar skálds í Eyrbyggjuþríleik hans og sem fyrr er heitið sjaldgæft orð sem hann sækir til sögunnar: Marlíðend- ur nefndist fyrsta bókin (1998) og síðan komu Hljóðleikar (2000). Vetrarmegn mun merkja vetrarhörkur og kemur þaðan í sögunni þegar Björn Ketilsson flatnefs snýr heim til föðurhúsa, en hann hafði alist upp hjá Kjallaki jarli á Jam- talandi og kvongast dóttur hans. Þetta er á uppgangsárum Haraldar hárfagra og hafði konungur sá meðal annars hvatt Ketil til að heimta skatt af Suðureyjum og Orkneyjum. Var Ketill tregur til en fór þó. Ula heimtist kóngi skattur og gerði hann þá upptæk lönd og eigur Ketils. Þegar Björn sonur hans hugðist nýta var hann hrakinn brott, en „þá var vetrarmegn og treystist hann eigi á haf að halda“. Leitaði hann sér skjóls í eynni Mostur um veturinn og fór síðan til íslands. Spurningin er hvort þessi formáli er nauðsynlegur, því þó nokkuð sé um beinar vísanir í Eyrbyggju í ljóðabókunum eru ekki færri óbeinar. Frekar mætti segja að bækurnar fjórar hafi sameiginlegan bakgrunn sem er landslagið. Jóhann yrkir um Snæfellsnes bernsku sinnar og tilvísanir hans koma einnig víðar frá. Þannig vísar hann til þeirrar íslendingasögu sem einna tíðast er nefnd í ljóðum, Egils sögu, í upphafsljóði bókarinnar, „Við ísa brot“ sem hefst svo: Seiður var efldur. Þú, Arinbjörn, bargst ljóðinu, sast við glugginn og bandaðir svölunni frá. Dró eg eik á flot við ísa brot. 96 TMM 2005 ■ 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.