Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 7
EFNISYFIRLIT
ti
SVERTINGJAR EVRÓPU - Hverjir eru þeir?
Halldór Guðmundsson fjallar um kynþátta-
vandamál í Evrópu, sem hafa aukist ár frá
ári. Rætt er um hinn heimsfræga þýska rann-
sóknarblaðamann Giinter Wallraff sem gaf
út bók nýlega um reynslu sína af því að hafa
komist á botn þjóðfélagsins í gervi tyrknesks
blaðamanns.
BORGARSTJORNARKOSNINGAR - Hún ólst
upp í verkamannabústöðunum í Stórholti og
er nú varaformaður Alþýðubandalags, í
öðru sæti lista flokks síns við borgarstjórnar-
kosningarnar í vor. Viðtal við Kristínu Ól-
afsdóttur og fleiri auk ítarlegrar umfjöllunar
um væntanlegar kosningar.
SMABORGARAR - Að vera eða vera ekki.
Ert þú Mozart eða ertu Saliéri?, spyr Guð-
rún Einarsdótir sálfræðingur í grein um smá-
borgara og háborgara. Yfirborð og ytri tákn
andstætt innri sannfæringu einstaklings.
Hvort eru Jón og Gunna saman af innri
sannfæringu eða af því það hentar ákveðnu
Jífsformi?
’86 KYNSLOÐIN — Hver er hún unga kyn-
slóðin nú? Eru lífsviðhorf ungs fólks árið
1986 og gildismat frábrugðið þeirra, sem
eldri eru? Hver er hópaskiptingin meðal
unga fólksins? Hér er rætt um stílstefnur
eins og þungarokk, nýbylgju, diskó og pönk,
uppa og kúltúrbolta þessarar svokölluðu
kreppukynslóðar, stærstu árgangana fram til
þessa.
HEILSA — LANGLÍFI - Hver er þinnar gæfu-
smiður?, spyr dr. Guðmundur Þorgeirsson í
ítarlegri umfjöllun um hjarta- og æðasjúk-
dóma, tengsl þeirra og fleiri sjúkdóma við
lifnaðarhætti okkar og lífsstíl, mataræði,
reykingar og hreyfingu eða hreyfingarleysi.
T.S. ELIOT — Hver var hann? Guðmundur
Andri Thorsson fjallar um þetta stórmerka
skáld, ameríkanann sem varð siðfágaður
Evrópumaður, yfirgengilega fágaður en not-
aði stundum á andlit sitt grænan farða til að
gera sig átakanlegan. Enginn veit enn hver
hann var í raun.
MERYL STREEP - er í einkaviðtali við
HEIMSMYND. Tvöfaldur Óskarsverð-
launahafi og enn einu sinni tilnefnd til Ósk-
arsverðlauna nú um páskana í myndinni um
Karen Blixen, sem frumsýnd verður í
Laugarásbíói á sama tíma. Tvímælalaust ein
dáðasta kvikmyndastjarna okkar tíma, sum-
ir segja Sara Bernard 20. aldarinnar.
ÍSLENSK TÍSKA í NEW YORK - vor 1986.
Ljósmyndari og starfsfólk HEIMSMYND-
AR héldu til heimsborgarinnar NEW
YORK þar sem vortískan frá íslenskum
verslunum var fest á filmu. í kjölfarið fylgir
grein um franska vortísku 1986. Það er úr
heimi hátískunnar í París, fatnaður eftir
Helgu Björnsson, aðalteiknara Louis Fér-
aud hússins.
NÝR ÚTVARPSSTJÓRI - en gamalkunnugt
andlit af sjónvarpsskerminum. Einar Sig-
urðsson fréttamaður hefur verið ráðinn
fyrsti „frjálsi" útvarpsstjórinn hjá íslenska
Útvarpsfélaginu. Hver er þessi hægi, prúði,
ungi maður með sterka norðlenska hreim-
inn? Hinn táknræni blaðamaður svarar hann
meðal annars.
11
ALPJÓÐAMÁL
- Svertingjar í Evrópu
- Kjarnorkuvá og kjarnorkuvetur
29
STJÓRNMÁL
- Pólitísk tengsl í fjármálalífi - hefur Haf-
skipsmálið orðið einhverjum lexía?
- Sviptingar í sveitastjórnum.
- Fékk hótanir og var beittur þrýstingi.
Halldór Halldórsson ritstjóri HP.
94
FORSÍBUVIÐTAL
- Meryl Streep
58
MANNLÍF
— Ertu smáborgari?
— Björgunarsveitum svipar til hermennsku.
— Að svala kynhvötini.
— Unga kynslóðin ’86
84
HEILBRIGÐISMÁL
— Heilsa - Langlífi. Hver er þinnar gæfu
smiður?
104
TÍSKA
— íslensk tíska í New York vor 1986.
— Helga Björnsson tískuteiknari í París.
120
FÓLK
123
FJÖLMIBLUN
- Einar Sigurðsson - nýi útvarpsstjórinn.
126
BÓKMENNTIR
- Lifað af landsins gæðum.
- Maðurinn hennar Vivien hans Tom.
134
LEIKHÚS
- Líf og dauði í leikhúsbransanum.