Heimsmynd - 01.03.1986, Qupperneq 13

Heimsmynd - 01.03.1986, Qupperneq 13
> > * Gestaverkamenn í Hollandi, sem eru múhameðstrúar, mæta til fundar í mosku sinni í Amsterdam. ista í Frakklandi hvatti til þess nýlega að hætt yrði að veita börnum innflytjenda, sem fædd eru þar í landi, franskan ríkis- borgararétt. Chirac var ennfremur á því að allir innflytjendur sem gerðu sig seka um afbrot yrðu sendir heim umsvifalaust, og taldi þá ráðstöfun í þágu „almenns hreinlætis". Le Pen líkir erlendu verkamönnunum við óboðna gesti, sem er ein höfuðlygi kynþáttarhatursmanna. Önnur er sú, að erlendu verkamennirnir „taki vinnuna11 frá innlendum verkamönnum, á okkar atvinnuleysistímum. Staðreyndin virðist sú að atvinnumarkaðurinn í mörgum þessara landa er tvískiptur: Annars vegar vinna, sem býðst heimafólki og sem það er reiðubúið að taka að sér, hins vegar störf sem erlendu verkafólki standa til boða. Víða er löngu komin sú hefð á að sum störf teljist ekki boðleg heimafólki; hætt er við að margar greinar atvinnulífs- ins stæðu illa, ef allt erlent verkafólk yrði sent heim. Þetta eru auðvitað skítugustu og verst launuðu störfin, og það er ein- mitt þar sem atvinnuleysið hefur komið harðast niður. Enda er atvinnuleysi meðal erlends verkafólks um það bil helmingi meira en meðal heimafólks í löndum eins og Frakklandi, Bretlandi og Vestur-Þýskalandi. Heimamenn og inn- flytjendurnir eru í -fæstum tilvikum að bítast um sömu störf. En stærsta blekk- ing kynþáttahatursins er einfaldlega sú að halda því fram að sambúð ólíkra kyn- þátta skapi óhjákvæmilega árekstra og félagsleg vandamál: Kynþáttahatrið, en ekki kynþættirnir, skapar vandann. Stundum er eins og kynþáttahatur Vestur-Evrópubúa tengist sektarkennd, sem gerir það enn svæsnara, enda fáir sem fara verr út úr því en aðfluttir íbúar frá nýlendum viðkomandi landa: Alsír- búar hafa mátt þola hatur margra Frakka áratugum saman, og sama vandamál þekkja Mólúkkar í Hollandi. Jafnvel í þeirri frjáislyndu Danmörku eru fáir jafn lágt skrifaðir og Grænlendingar, eins og þeir kannast við sem mælt hafa götur Kaupmannahafnar. Það er eins og Krist- janía sé að verða síðasta athvarf margra Grænlendinga. Á undanförnum árum hafa stundum borist fréttir alla leið í íslenska fjölmiðla um hermdarverk sem erlent verkafólk hefur orðið fyrir af hendi „gestgjafa“ sinna - mörg dæmi eru um slík morð og íkveikjur í Vestur-Evrópu á síðasta ári. En bak við hvern stóratburð eru ótal smærri, krot á húsvegg, brotinn gluggi, hvískur í strætó, ruðningur í búð - kannski er hann verstur, sá „hversdags- legi hryllingur", sem innflytjendur mega búa við. LENGST NIÐRI Pað hefur verið sagt um vestur-þýska rannsóknarblaðamanninn Giinter Wall- raff, að áhugi hans beinist einkum að „stórslysum hversdagsins“. í tuttugu ár hefur hann fengist við að setja sig í spor þeirra verst settu og skýra frá reynslu sinni. Hann varð þekktur í Þýskalandi fyrir vettvangsrannsóknir sínar á þræl- dómi í iðnfyrirtækjum og skepnuskap í herbúðavist, en heimsfrægur þegar hann kynnti sér æsingablaðið Bild innanfrá - sem fáir hefðu talið gerlegt. Nú hefur hann bætt um betur: í tvö ár bjó hann og starfaði í Sambandslýðveldinu sem Tyrki, og kynntist vinnustöðum þeirra og aðbúnaði innanfrá. Niðurstöður sínar er hann nú búinn að birta í bókinn Ganz Unten (Lengst niðri), sem verið hefur á þýskum metsölulistum síðan. Wallraff segir í formála nýju bókar sinnar að hann hafi skotið þessu hlut- verki á undan sér í tíu ár - hann treysti sér ekki í það. Samt var það ekki mikið sem þurfti til að breyta honum í Tyrkja; dökkar kontaktlinsur, svartur hárbrúsk- ur og bjöguð þýska, þetta nægði „til að fá fólk til að segja mér skýrt og greinilega álit sitt á mér“. Hann fékk lánað nafn og HEIMSMYND 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.