Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 19
inni. Kjarnorkuverið þyrfti átta manna
vinnuhóp til starfa í tvo daga, til að
hreinsa kjarnorkuverið eftir smá óhapp,
sem alls ekki mátti komast upp. „Örygg-
isfulltrúinn“ gaf það sterklega í skyn, að
geislunin á svæðinu væri langt yfir hættu-
mörkum, og bað um erlenda verkamenn,
helst réttindalausa, sem yrðu að snúa
aftur til Tyrklands um leið og þeir hefðu
lokið þessu starfi. Afleiðingarnar kæmu
þá ekki í ljós fyrr en þar. Skyldi fyrirtæk-
ið styrkja þá til fararinnar. Adler gekkst
inn á þetta, að sjálfsögðu gegn góðri
borgun, og lét geislunarhættuna hvergi á
sig fá, þótt öryggisfulltrúinn væri síst að
draga úr henni. Adler bað Ali að hjálpa
sér að útvega menn, sem svona væri
ástatt fyrir. Þegar hann hafði hóað saman
nokkrum tyrkneskum kunningjum sínum
kom Adler að máli við þá, skýrði fyrir
þeim verkefnið, en sagði það hættulaust
með öllu, jafnvel þegar á hann var geng-
ið. Hann hikaði ekki við að leggja líf
þessa fólks í stórhættu. Wallraff telur
* hann að þessu leyti dæmigerðan fyrir það
fólk, sem verslar með ólöglegt erlent
vinnuafl í Pýskalandi, en sumar atvinnu-
greinar, eins og til dæmis byggingariðn-
aður, byggjast að verulegu leyti á því.
Sama skeytingarleysinu um mannlegt
líf kynntist Wallraff/Ali þegar hann gaf
kost á sér til tilrauna hjá rannsóknarstöð,
sem prófar lyf fyrir lyfjafyrirtæki. Þátt-
* taka í slíkum tilraunum er orðinn heill
atvinnuvegur hjá þeim sem eru „lengst
niðri“ í samfélaginu, og mörg lyfin sem
þar eru prófuð eru bæði sterk og hættu-
leg, meðan tilraunastöðvarnar fara frjáls-
lega með lög og reglugerðir á þessu sviði.
Og er erfitt að ímynda sér örvæntingu
þess fólks, sem sér ekki aðra leið lífvæn-
legri en þátttöku í slíkum tilraunum.
I
BLEKKING í PÁGU
SANNLEIKANS?
Bók Wallraffs er ekki uppörvandi lesn-
ing. Hann reynir ekki heldur að gera
lesturinn léttbærari með ljóðrænum lýs-
ingum eða hnyttnum samlíkingum.
„Lengst niðri" er samt ekki laus við húm-
or, og má nefna þá uppákomu, þegar
> Wallraff/Ali fer á stórhátíð hins aft-
urhaldssama bæjaraforingja Strauss.
Bjórinn flýtur í stríðum straumum, og
þúsundir áhorfenda fylgjast sælir með
* leiðtoga sínum haldandi þriggja tíma
ræðu. Ekki fá þeir þó að komast að
Strauss í fundarlok til að fá eiginhandar-
Alsírbúar hafa mátt þola hatur margra Frakka áratugum saman. Myndin er af
verkamönnum frá Alsír á gangi í Marseilles í Suður-Frakklandi.
áritanir - nema Ali, sem fram að þessu
hafði verið litinn hornauga í þessum fé-
lagsskap. Hann kynnir sig fyrir fundarað-
standendum sem þingmann Gráu úl-
fanna, fasistasamtaka íTyrklandi, og fær
umsvifalaust að spjalla nokkur orð við
Strauss, sem einnig áritar fyrir hann ævi-
sögu sína. Þá bók á Wallraff nú í fórum
sínum með svohljóðandi áletrun: Til Ali,
með hjartans kveðju, F.J. Strauss.
Wallraff vinnur í samræmi við hug-
myndir fyrsta þýska rannsóknarblaða-
mannsins Egon Erwin Kisch, sem var
lítið fyrir skraut og langsóttar umræður:
„Ekkert kemur meira á óvart en hinn
einfaldi sannleikur, ekkert er meira
framandi en okkar venjulega umhverfi,
aldrei nýtur ímyndunaraflið sín betur en
þegar við höldum okkur við staðreynd-
ir.“ Og bók Wallraffs er óneitanlega stór-
fróðleg heimild um skuggahliðar vestur-
þýsks samfélags. Auðvitað er hún ekki
laus við annmarka. Hún augljóslega sett
saman undir mikilli tímapressu og ber
þess merki að Wallraff á von á mörgum
málaferlum, sem og er komið fram. Þá
hefur Wallraff einnig sætt gagnrýni ann-
arra blaðamanna fyrir vinnubrögð sín og
það ekki í fyrsta skipti. Réttlæting hans
er sem fyrr, að tilgangurinn helgi meðul-
in: „Maður verður að dulbúast, til að
svipta grímunni af samfélaginu, maður
verður að að blekkja og þykjast, til að
komast að sannleikanum", segir í for-
mála bókarinnar. „Lengst niðri“ hefur
vakið feiknalega athygli í Þýskalandi og
sala bókarinnar er með ólíkindum. Hitt
er svo umhugsunarefni, að til þess að
vekja athygli þýsks almennings á kjörum
sem Tyrkir og aðrir farandverkamenn
þar hafa búið við árum saman, verði
þýskur rithöfundur að dulbúa sig sem
Tyrkia. Hefði aldrei verið hlustað á þá
sjálfa?
HEIMSMYND 19