Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 19

Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 19
inni. Kjarnorkuverið þyrfti átta manna vinnuhóp til starfa í tvo daga, til að hreinsa kjarnorkuverið eftir smá óhapp, sem alls ekki mátti komast upp. „Örygg- isfulltrúinn“ gaf það sterklega í skyn, að geislunin á svæðinu væri langt yfir hættu- mörkum, og bað um erlenda verkamenn, helst réttindalausa, sem yrðu að snúa aftur til Tyrklands um leið og þeir hefðu lokið þessu starfi. Afleiðingarnar kæmu þá ekki í ljós fyrr en þar. Skyldi fyrirtæk- ið styrkja þá til fararinnar. Adler gekkst inn á þetta, að sjálfsögðu gegn góðri borgun, og lét geislunarhættuna hvergi á sig fá, þótt öryggisfulltrúinn væri síst að draga úr henni. Adler bað Ali að hjálpa sér að útvega menn, sem svona væri ástatt fyrir. Þegar hann hafði hóað saman nokkrum tyrkneskum kunningjum sínum kom Adler að máli við þá, skýrði fyrir þeim verkefnið, en sagði það hættulaust með öllu, jafnvel þegar á hann var geng- ið. Hann hikaði ekki við að leggja líf þessa fólks í stórhættu. Wallraff telur * hann að þessu leyti dæmigerðan fyrir það fólk, sem verslar með ólöglegt erlent vinnuafl í Pýskalandi, en sumar atvinnu- greinar, eins og til dæmis byggingariðn- aður, byggjast að verulegu leyti á því. Sama skeytingarleysinu um mannlegt líf kynntist Wallraff/Ali þegar hann gaf kost á sér til tilrauna hjá rannsóknarstöð, sem prófar lyf fyrir lyfjafyrirtæki. Þátt- * taka í slíkum tilraunum er orðinn heill atvinnuvegur hjá þeim sem eru „lengst niðri“ í samfélaginu, og mörg lyfin sem þar eru prófuð eru bæði sterk og hættu- leg, meðan tilraunastöðvarnar fara frjáls- lega með lög og reglugerðir á þessu sviði. Og er erfitt að ímynda sér örvæntingu þess fólks, sem sér ekki aðra leið lífvæn- legri en þátttöku í slíkum tilraunum. I BLEKKING í PÁGU SANNLEIKANS? Bók Wallraffs er ekki uppörvandi lesn- ing. Hann reynir ekki heldur að gera lesturinn léttbærari með ljóðrænum lýs- ingum eða hnyttnum samlíkingum. „Lengst niðri" er samt ekki laus við húm- or, og má nefna þá uppákomu, þegar > Wallraff/Ali fer á stórhátíð hins aft- urhaldssama bæjaraforingja Strauss. Bjórinn flýtur í stríðum straumum, og þúsundir áhorfenda fylgjast sælir með * leiðtoga sínum haldandi þriggja tíma ræðu. Ekki fá þeir þó að komast að Strauss í fundarlok til að fá eiginhandar- Alsírbúar hafa mátt þola hatur margra Frakka áratugum saman. Myndin er af verkamönnum frá Alsír á gangi í Marseilles í Suður-Frakklandi. áritanir - nema Ali, sem fram að þessu hafði verið litinn hornauga í þessum fé- lagsskap. Hann kynnir sig fyrir fundarað- standendum sem þingmann Gráu úl- fanna, fasistasamtaka íTyrklandi, og fær umsvifalaust að spjalla nokkur orð við Strauss, sem einnig áritar fyrir hann ævi- sögu sína. Þá bók á Wallraff nú í fórum sínum með svohljóðandi áletrun: Til Ali, með hjartans kveðju, F.J. Strauss. Wallraff vinnur í samræmi við hug- myndir fyrsta þýska rannsóknarblaða- mannsins Egon Erwin Kisch, sem var lítið fyrir skraut og langsóttar umræður: „Ekkert kemur meira á óvart en hinn einfaldi sannleikur, ekkert er meira framandi en okkar venjulega umhverfi, aldrei nýtur ímyndunaraflið sín betur en þegar við höldum okkur við staðreynd- ir.“ Og bók Wallraffs er óneitanlega stór- fróðleg heimild um skuggahliðar vestur- þýsks samfélags. Auðvitað er hún ekki laus við annmarka. Hún augljóslega sett saman undir mikilli tímapressu og ber þess merki að Wallraff á von á mörgum málaferlum, sem og er komið fram. Þá hefur Wallraff einnig sætt gagnrýni ann- arra blaðamanna fyrir vinnubrögð sín og það ekki í fyrsta skipti. Réttlæting hans er sem fyrr, að tilgangurinn helgi meðul- in: „Maður verður að dulbúast, til að svipta grímunni af samfélaginu, maður verður að að blekkja og þykjast, til að komast að sannleikanum", segir í for- mála bókarinnar. „Lengst niðri“ hefur vakið feiknalega athygli í Þýskalandi og sala bókarinnar er með ólíkindum. Hitt er svo umhugsunarefni, að til þess að vekja athygli þýsks almennings á kjörum sem Tyrkir og aðrir farandverkamenn þar hafa búið við árum saman, verði þýskur rithöfundur að dulbúa sig sem Tyrkia. Hefði aldrei verið hlustað á þá sjálfa? HEIMSMYND 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.