Heimsmynd - 01.03.1986, Page 25

Heimsmynd - 01.03.1986, Page 25
KJARNORKAN HEFUR BREYTT ÖLL UÍHELMLNUM -NEMA HUGSUN- ARHÆTTL OKKARf væru ekki til staðar, vatn og vistir af skornum skammti. Borgirnar yrðu í rúst, akrarnir brunnir. Viðurstyggð eyðilegg- ingarinnar blasti hvarvetna við. Komandi kynslóðir, ef einhverjar verða, munu erfa skaðlegt gufuhvolf og geislavirka jörð. Skaði sprengjunnar er nöturlegur. Ge- org Kennan sagði er hann tók við friðar- verðlaunum Alberts Einsteins árið 1981: „Ég er þeirrar skoðunar að kjarnorku- sprengjan sé gagnlausasta vopn sem fundið hefur verið upp. Það er ekki hægt að nota hana á neinn skynsamlegan hátt, ekki einu sinni til varnar gegn sjálfri sér. Hana er einungis hægt að nota í reiði- eða hræðslukasti, og þá til að drýgja ódæði hræðilegri en svo að nokkur geti haft þau á samviskunni". HÆTTANÁ AÐ KJARNORKUSTYRJ- ÖLD BRJÓTIST ÚTAFMANNA- VÖLDUM EÐA FYRIR TÆKNIMIS- TÖK FER STÖÐUGTVAXANDI. . . Vopnabúr heimsins geyma nú 50 til 60 þúsund kjarnaodda. Vitað er að sex þjóðir ráða nú yfir kjarnorkuvopnum. Sprengjan sem varpað var á Hiroshimaborg. Hún var kölluð litli strákurinn. Hiroshima eftir sprenginguna 6. ágúst 1945. Meðalstór sprengja í dag jafngildir 80 Hiroshimasprengjum. talið er að 20 til 30 þjóðir til viðbótar standi nú á þröskuldi þess að eignast slík tól. Þessar þjóðir gætu orðið 30 til 40 um aldamót. Sprengimagnið í vopnabúrum heimsins er nú talið jafngilda 16 billjón tonnum af TNT. Ef telja ætti öll þessi tonn og ný tala nefnd hverja sekúndu, talið væri nótt og dag, tæki verkið eitt þúsund ár. í síðari heimsstyrjöldinni lét- ust um 50 milljónir manna, Evrópa var í rúst. Jafngildi alls þess sprengimagns sem notað var í allri heimsstyrjöldinni er nú í einum kjarnorkukafbáti. Raunar ber einn Poseidon kafbátur þrefalt þetta magn og margfalt meira er í Trident kaf- báti. Vígbúnaðarkapphlaupið tekur á sig æ ógnþrungnari myndir og stefnir nú til stjarnanna. Hættan á að kjarnorkustyrj- öld brjótist út af mannavöldum eða fyrir tæknimistök fer því stöðugt vaxandi. Rannsókn sem gerð var í Bandaríkjun- um leiddi í ljós að á átján mánaða tíma- bili á árunum 1980 til 1981 var ranglega gefið hættumerki um kjarnorkuárás í 151 skipti. Mistökin fundust yfirleitt fljótt. Það er líka afar mikilvægt því tími til skrafs og ráðagerða er enginn. Ef svara á kjarnorkuárás í sömu mynt verður að svara fjótt. Eldflaugarnar verða að kom- ast á loft áður en sprengjur óvinarins taka að falla. Nú fara kjarnorkueldflaug- ar heimsálfa á milli á um 30 mínútum. Þessi tími styttist stöðugt með staðsetn- ingu eldflauga nær skotmarkinu í kafbát- um og í Evrópu, austan járntjalds og vestan. Hugsanlegt er að fyrr en varir verði slík árás metin og vegin af tölvum og svarað á viðeigandi hátt. Mannleg ákvörðunartaka er ekki til staðar enda ekki tími til slíks. Hinn frægi stjörnufræðingur Carl Sagan var einn þeirra sem fyrstur benti á hættuna á kjarnorkuvetri. Hann skrifar: „Það er eitt af einkennum mannsins, að hann hefur hæfileika til að sjá fyrir afleið- ingar gerða sinna og breyta í samræmi við það, jafnvel þótt þessi hæfileiki sé ófullkominn. Þetta er ein ef meginástæð- unum fyrir velgengni okkar undanfarin milljón ár. Framtíð okkar er undir því komin hversu hratt við getum þroskað þennan hæfileika. Við ættum að bera umhyggju fyrir viðkvæmum heimi okkar engu síður en börnum okkar og barna- börnum. Þau eiga engan annan sama- stað. Það er ekkert náttúrulögmál að kjarnorkuvopnin eigi að fjötra okkur um aldur og ævi.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.