Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 31

Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 31
Markús Á. Einars- son, verður ekki í framboði að þessu sinni í Hafnarfirði. F ramsóknarmenn hafa enn ekki fund- ið frambjóðanda í staðinn. „Ætlaði aldrei að gera að ævistarfi mínu.“ Bjarni P. Magnús- son, ruddi Sigurði E. Guðmundssyni úr fyrsta sæti á framboðslista Al- þýðuflokksins í prófkjöri flokksins. Sigurður brást æfur við og fullyrðir að Bjarni og Bryn- dís Schram hafi myndað kosninga- bandalag gegn sér en slíkt er bannað í lögum flokksins. mikill taugatitringur í kringum val á framboðslistana. Þau Bjarni P. Magnús- son og Bryndís Schram tóku efstu sætin á lista Alþýðuflokksins og Sigurður E. Guðmundsson, sem verið hefur borgar- fulltrúi flokksins, fékk slæma útreið í prófkjörinu. Innan Alþýðubandalagsins var mikil ókyrrð. Um fimm hundruð nýir flokks- menn bættust í flokkinn og sögðu dag- blöðin að þar hefðu aðallega verið náms- menn sem gengu í flokkinn til að styðja lýðrœðisöflin svokölluðu. Lýðræðisöflin stefndu hátt eða á fyrsta og annað sæti listans með þau Kristínu Ólafsdóttur, varaformann flokksins, og Össur Skarphéðinsson, ritstjóra Þjóðvilj- ans. Urslitin urðu þau að Sigurjón Pét- ursson, borgarfulltrúi, sat sem fastast í fyrsta sætinu en Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, hrapaði langt niður list- ann. í viðtali við Kristínu Ólafsdóttur annars staðar í blaðinu er nánar fjallað um lýðræðishópinn og baráttuna um efstu sæti listans. Það liggur fyrir að Kristján Benedikts- son, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og framkvæmdastjóri þingflokks Fram- sóknarflokksins, verður ekki í kjöri í þessum kosningum og leita nú Fram- sóknarmenn að nýjum frambjóðanda. Þriggja manna nefnd, sem þau Sigrún Sturludóttir, Magnús Ólafsson og Alfreð Þorsteinsson mynda, hefur sent flokks- mönnum Framsóknarfélaganna í Reykja- vík bréf þar sem þau falast eftir hug- myndum að frambjóðendum. Ýmis nöfn hafa verið nefnd, svo sem Jón Ólafsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, Gestur Jónsson lögfræðingur, Egill Skúli Ingi- bergsson fyrrverandi borgarstjóri og Að- alheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Sóknar. En það er alls óvíst að nokkur ofan- greindra gefi kost á sér og er því listi Framsóknarflokksins með öllu óráðinn enn sem komið er. Pað eru ýmsar ástæður fyrir því að ég ætla að hætta ,sagði Kristján Benedikts- son, í samtali við HEIMSMYND. Mér finnst ég vera búinn að vera talsvert lengi í þessu, eða 24 ár. Kristján sagði að mikil breyting hefði orðið á starfsemi borgarinnar síðan hann hóf afskipti af borgarmálefnum. Borgin stæði í miklu fleiri verkefnum nú en áður og til dæmis hefðu félagsmálin og málefni aldraðra og barna varla verið til þá. Hann sagði líka að umfjöllun um borg- armál væru orðin opnari en var áður og fjölbreyttari. Kvennalistinn hefur ekki enn tilkynnt formlega um framboð en samkvæmt heimildum HEIMSMYNDAR stefna þær á framboð í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Selfossi og Akureyri og ef til vill á fleiri stöðum. Guðrún Jónsdóttir, starfsmaður Kvennalistans, sagði HEIMSMYND að það væri mál kvenna á hverjum stað hvort þær biðu fram eða ekki. Hins vegar gæti Kvennalistinn veitt aðstoð með því til dæmis að miðla reynslu þeirra sem starfað hafa að þessum málum. Hún sagði að enn væri full þörf fyrir sérstakan kvennalista þrátt fyrir að æðsta markmið þeirra sem þar starfa sé að ná þeim árangri að hægt verði að leggja Iistann niður. Það eru meðal annars launamál kvenna sem þær vilja berjast fyrir og benda á að samkvæmt nýgerðri athugun er launaskrið kvenna minna en karla og að konur auka tekjur sínar með lengri vinnudegi. Við höfum sérmál að berjast fyrir, kvennamál, sagði Guðrún. Við erum einu samtökin sem gera kvennamál að for- gangsmáli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Kvennaframboðsins, sagði HEIMSMYND að enn væri óljóst hvort hún gæfi kost á sér sem fulltrúi Kvenna- listans, og sagði að á meðan ekki væri jafnari kynskipting á listum hinna flokk- anna væri full þörf fyrir sérframboð kvenna. Þær sögðu að konurnar gætu haft áhrif þótt þær störfuðu ekki með meirihlutan- um, því það eitt að kona sæti í nefnd breytti störfum nefndarinnar og umræðu þar þannig að sjónarmið kvenna væru tekin með í reikninginn við afgreiðslu mála. Aðspurð um hvort framboð þeirra yrðu ekki aðeins til að styrkja stöðu stærsta flokksins, Sjálfstæðisflokksins, víðast hvar, með aukinni dreifingu at- kvæða, sagði Guðrún það ekki vera rétt. Þær fengju líka atkvæði frá Sjálfstæðis- flokknum og að auki væri fullt af konum til dæmis í Reykjavík sem ekki myndu kjósa aðra lista en Kvennalistann. En framboð Kvennalistans gæti haft nokkuð víðtæk áhrif í Hafnarfirði. Þar hefur í nokkurn árafjölda verið starfandi meirihluti Sjálfstæðismanna og Óháðra borgara. Hins vegar er allt óvíst með kosningarnar nú, því ekki er frágengið að Óháðir borgarar bjóði fram að þessu sinni. Vilhjálmur Skúlason, sem var í efsta sæti listans við síðustu kosningar mun vilja hætta, en Arni Gunnlaugsson, meginforystumaður þessa lista hætti í bæjarstjórn við síðustu kosningar. Þó telja Hafnfirðingar möguleika á því að Árni fari sjálfur á listann í þetta sinn. Reyndar hefur lengi verið möguleiki á hreinum meirihluta Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn og hafa þeir nú 5 fulltrúa af 11 en talið er að lunginn af fylgi Óháðra borgara, bjóði þeir ekki fram, myndi fær- ast yfir á Sjálfstæðisflokkinn. Þá geta mannabreytingar sett strik í reikninginn í Hafnarfirði. Allir flokkar breyta til hjá sér. Þannig hverfur Hörður Zóphaníasson, efsti maður lista Alþýðu- flokksins af sjónarsviðinu, en í hans stað kemur Guðmundur Árni Stefánsson, sem hlaut allt að því stalínska kosningu í prófkjöri flokksins. Þá hættir Rannveig Traustadóttir, sem verið hefur fulltrúi HEIMSMYND 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.