Heimsmynd - 01.03.1986, Page 36

Heimsmynd - 01.03.1986, Page 36
Davíð Oddsson, „Ég held að fólk líti á sveitarfélög sem fyrirtæki að vissu leyti og vilji ekki setja allt í karp milli margra flokka, heldur treysta einum þeirra fyrir stjórninni.“ SAMKRULL OG GLUNDROÐI - NÁI VINSTRI FLOKKARNIR MEIRIHLUTA; DAVÍÐ ODDSSON, BORGARSTJÓRI Davíð Oddsson, borgarstjóri, er ekki í vafa um hvaða valkostir bjóðast borgar- búum í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Samkrull og glundroðastjórn fjög- urra til fimm flokka, eða styrk stjórn Sj álfstæðisflokksins. Það er ekki víst að allir séu sammála þessari mynd sem borgarstjóri dregur gjarna upp í viðtölum, en víst er að í skoðanakönnun DV fyrr í vetur kom fram geysimikill stuðningur við Davíð og borgarstjórnarflokk hans. Svo ótvíræður stuðningur sem hann hlaut í umræddri skoðanakönnun, þrátt fyrir að hann sjálfur hafi allan fyrirvara á hversu marktækar sh'kar kannanir séu, sýnir ótvírætt að kjósendur Davíðs koma víðs vegar að og þá ekki síður úr öðrum landsmálaflokkum. Pað er því skiljanlegt að Davíð hafi ekki stórar áhyggjur af því að þróun landsmála spilli fyrir kosningaúrslitum í Reykjavík. Landsmálin hafa alltaf ein- hver áhrif en tiltölulega lítil hér í Reykja- vík, miðað við annars staðar. Reykjavík er langstærsta byggðarlag landsins og þar búa jafn margir og í nítján stærstu sveitarfélögunum, að höf- uðborginni undanskilinni. Pólitík og stjórnun borgarinnar á því kannski meira sameiginlegt með ríkinu en öðrum sveit- arfélögum og má nefna að fjárhagsáætl- un borgarinnar hljóðar upp á um 4 milljarða í ár, en síðustu fjárlög ríkisins voru upp á 37 milljarða. Davíð sagði í viðtali við HEIMS- MYND að hann áliti að fólk kysi á annan veg til sveitarstjórna en í alþingiskosning- um og benti á að í Neskaupsstað hafa Alþýðubandalagsmenn verið með hreinan meirihluta í árafjölda. Eg held að fólk líti á sveitarfélög sem fyrirtœki að vissu leyti og vilji ekki setja allt í karp milli margra flokka, heldur treysta einum þeirra fyrir stjórnini. Og það er sem fyrirtæki sem Davíð rekur borgina. Hann heldur fundi með æðstu yfirmönnum borgarinnar tvisvar í viku og fer yfir þau mál sem verið er að vinna. Annars segir Davíð að meðal borgarstjórnarmeirihlutans sé mikil valddreifing. Formenn nefndanna hafi mikil áhrif þó svo það lendi oft á Davíð að fylgja málum eftir. En Davíð vill fylgjast vel með og má þar nefna að þegar hann tók langt sum- arfrí í fyrra, þá hringdi hann einu sinni í viku og hélt þá stutta símaráðstefnu með aðstoðarmönnum sínum. Þessu verður ekki stjórnað nema með góðri yfirsýn því borgin hefur um 7000 manns í vinnu og mikla starfsemi með höndum. Miklar persónulegar vinsældir Davíðs eru gjarna útskýrðar af andstæðingum hans sem byggðar á leikarahæfileikum og mikilli fjölmiðlaathygli. Aðrir segja að þar fari maður sem þori að stjórna-taka ákvarðanir og standa við þær og benda á að Sjálfstæðisflokkurinn hefur í raun ekki átt sterkan Ieiðtoga, sem stjórnar í krafti persónu sinnar, ekki málamiðlana ólíkra skoðana, síðan á dögum Bjarna Benediktssonar heitins. í Davíð sjái Sjálfstæðismenn nýjan leiðtoga- og það hafi áhrif út fyrir flokkinn eins og ofan- greind skoðanakönnun ber vott um. Sjálfur segist Davíð lítt taka þátt í vangaveltum um persónufylgi sitt og seg- ir að hann hafi ekki uppi nein áform um að sækjast eftir til dæmis þingsæti. Mér líður vel hérna, segir borgarstjóri. Ég er sáttur við það sem ég er að gera og tel okkur ná árangri. Og það verður þessi árangur sem Dav- íð leggur fyrir kjósendur í vor en hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn muni leggja mikla áherslu á kosningabaráttuna og segir að hún ætti að geta orðið nokkuð skemmtileg því mótherjarnir séu ágætt fólk. Það vakti nokkra athygli í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nú í vetur, hversu lítið kjörfylgi konur fengu. Davíð sagði að þrátt fyrir þessa staðreynd þá kæmu konur til með að hafa mikil áhrif, því í borgarstj órnarflokki Sj álfstæðismanna eiga sæti bæði aðalfulltrúar og varafull- trúar, allir jafnréttháir, og segir Davíð að á þeim vettvangi geti konur komið sjón- armiðum sínum á framfæri. Hvað prófkjör varðar, segist hann hafa verið fylgjandi þeim í upphafi en sé nú á þeirri skoðun að heppilegast sé að nota prófkjör og uppstillingarnefnd saman, til dæmis þannig að stillt sé upp við þriðju hverjar kosningar en prófkjör þess á milli. Hann benti á að hann hafi átt þátt í að koma Katrínu Fjeldsted inn á listann fyrir síðustu kosningar, án þess að hún hafi unnið sæti þar í prófkjöri og nú hafi hún hlotið góða kosningu í prófkjörinu. Og lokaspurningin til borgarstjóra á afmælisári borgarinnar var hvernig verð- ur Reykjavík framtíðarinnar? Hún verður falleg borg og hrein. Þar verður fólki boðið upp á betri hýbýli en annars staðar, ytra umhverfið erfallegtog það verður gott að búa hér. Davíð Oddsson er kominn langan veg frá því hann lék sér í úthverfi Reykjavík- ur-Barmahlíðinni-og í njólabreiðunum þar sem nú er Stigahlíðin. 36 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.