Heimsmynd - 01.03.1986, Page 38

Heimsmynd - 01.03.1986, Page 38
kvenna en nú þegar kvenfólkið hefur lagt út á vinnumarkaðinn er enginn eftir til að hlúa að þessum minnihlutahópum. En það gekk ekki átakalaust að ná öðru sæti í forvali Alþýðubandalagsins. Kristín bauð sig sérstaklega fram í fyrsta sæti listans en þar hafði Sigurjón Péturs- son verið undanfarin ár og var einnig í kjöri nú. Reyndar var Kristín ekki ein um að skapa taugatitring meðal forystu- manna flokksins, því hún tilheyrði hóp sem er gjarna kallaður lýðræðishópurinn innan Alþýðubandalagsins og er til dæm- is Össur Skarphéðinsson, ritstjóri Pjóð- viljans, í hópnum en hann gaf kost á sér í forvalinu og stefndi á annað til fimmta sæti listans. Niðurstaða forvalsins varð einhvers konar málamiðlun því Sigurjóni Pét- urssyni varð ekki haggað úr fyrsta sæt- inu. Hins vegar náði Kristín öðru sæti á listanum og Össur því fjórða en á milli þeirra er Guðrún Ágústsdóttir. Pað verður því blanda af flokksforystu og uppreisnaröflum sem Alþýðubanda- lagið býður fram í næstu sveitarstjórnar- kosningum. En um hvað snerist upp- reisnin? Lýðrœðisöflin standa fyrir breyttum starfsháttum innan Alþýðubandalagsins. Að ábyrgð verði dreift og pólitík mótuð af fleirum en nú er gert. Við viljum ráðast á miðstýringuna. Rætur flokksins liggja að vísu nærri miðstýringu, en Alþýðubandalagið, sem var stofnað 1968, er samt ólíkt fyrirrenn- urum sínum hvað varðar stjórn og af- stöðu til miðstýringar. Samt finnast sprot- ar innan um sem enn hafa þessar rœtur. Uppreisnin snerist um lýðræði og vald- dreifingu og sá sem verið hefur í forsvari fyrir Alþýðubandalagið í borgarstjórn- armálum vann sigur. Eru það ekki von- brigði fyrir Kristínu Ólafsdóttur? Nei, ég lít á úrslitin sem bestu hugsanlegu niður- stöðuna og það sem gerir mig líka bjartsýna á úrslit kosninganna í vor er mikill samvinnuvilji allra og ekki síst af hálfu Sigurjóns Péturssonar. Landið hefur sumsé gengið saman eftir jarðhræringar innan Alþýðubandalagsins á meðan forvalinu stóð. Að vísu féll einn af forystumönnum verkalýðshreyfing- arinnar, Guðmundur Jónsson, núverandi formaður Iðju, það langt niður að hann vermir ekki bekki borgarstjórnar meira í bili. Kristín Ólafsdóttir 37 ára leikkona, olli miklum landskjálftum innan Alþýðubanda- lagsins með því að bjóða sig í fyrsta sæti á lista flokksins til borgarstjórnar en þar situr Sigurjón Pétursson; landið hefur gengið saman að nýju — alla vega á yfirborð- inu. Ljósm.: Árni Sæberg. REIÐI VEGNA KÚGUNAR Á FÓLKI - KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR, í ÖÐRU SÆTI ALÞÝÐUBANDALAGSINS í REYKJAVÍK; ÞESS VEGNA TEK ÉG ÞÁTT í STJÓRNMÁLUM „Gremja og reiði. Reiði vegna kúgun- ar á fólki.“ Þessar eru ástæður þess að Kristín Ólafsdóttir, varaformaður Al- þýðubandalagsins, tekur þátt í pólitík, en hún er í öðru sæti lista flokks síns við borgarstjórnarkosningarnar nú í vor. Það sem brennur heitast á mér er að gera fólk meðvitað um rétt sinn sem manneskjur-að það standi keikt og upp- rétt og láti til sín heyra og taki pláss í tilverunni. Kristín segist óttast þá hægri sveiflu sem vart hefur orðið í þjóðfélaginu áð undanförnu og sagði að það óttalegasta sem hún hefði heyrt lengi hefði ungur menntaskólanemi í Menntaskólanum í Reykjavík sagt við hana fyrir skömmu: „Survival of the fittest", það er það sem gildir. Meðan mér og minni fjölskyldu líður vel, varðar mig ekkert um aðra. Og það er gegn þessu lífsviðhorfi sem Kristín vill berjast, innan borgarstjórnar og utan. Megináhyggjuefni hennar, segir hún vera aðbúnað barna, unglinga og gamalmenna. Málefni þessara hópa tengjast kvenna- baráttunni, segir Kristín, því áður fyrr var umhyggja fyrir þessu fólki hlutverk -38 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.