Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 41
„En þó eining ríki meðal
meirihlutaflokkanna í Kópa-
vogi virðist ekki vera hægt
að segja sömu sögu af Akur-
eyri. Þar segja heimildar-
menn okkar að mikil þreyta
sé komin í samstarfið, og
munar að sögn manna mikið
um fráfall Sigurðar Óla Brynj-
ólfssonar, fyrsta manns á
lista Framsóknarflokksins,
sem lést ári eftir að hann
átti manna mest þátt í að
mynd þann meirihluta sem
verið hefur við völd síðan."
og lætur tengdasyni sínum Hannesi Ein-
arssyni það eftir, en Hannes var áður í
þriðja sæti listans. Guðfinnur Sigurvins-
son verður áfram í öðru sæti á lista Al-
þýðuflokksins.
Þá er enn einu sinni orðrómur uppi um
sérframboð Gylfa Guðmundssonar, en
ekki er víst að það komi fram. Slíkt
framboð myndi, samkvæmt hugmyndum
Gylfa, verða þverpólitískt.
En það verða semsagt miklar svipting-
ar í stjórnmálum í Keflavík og segja þeir
sem til þekkja að Sjálfstæðisflokkurinn
muni sennilega tapa sínum fjórða manni
og Alþýðuflokkurinn bæta við sig sínum
þriðja og jafnframt haldi Framsóknar-
flokkurinn áfram að tapa eins og hann
hefur gert síðustu ár.
í grannbænum Njarðvíkum verða
einnig sviptingar. Þar ætlar til dæmis Áki
Granz hætta, svo og Halldór Guðmunds-
son sem hættir vegna veikinda. í efstu
sætunum gætu orðið þeir Sveinn Eiríks-
son, eða Patton öðru nafni, og Ingólfur
Bárðarson. Framsóknarmaðurinn Ólafur
Hannesson hættir einnig og hjá Alþýðu-
bandalaginu er nýtt andlit í efsta sæti,
Sólveig Þórðardóttir, deildarstjóri fæð-
ingadeildar Sjúkrahússins, og gæti hún
bætt fylgi Alþýðubandalagsins eitthvað.
En samkvæmt heimildum okkar stend-
ur hinn hreini meirihluti Sjálfstæðis-
flokksins höllum fæti, og gæti því dregið
til tíðinda í Njarðvíkum í vor.
Á Húsavík verða mannabreytingar
verulegar. Hallmar Freyr hjá Alþýðu-
bandalaginu fer ekki fram aftur né held-
ur Hörður Þórhallsson, efsti maður Sjálf-
stæðisflokksins og tekur Katrín
Eymundsdóttir væntanlega efsta sætið.
Hjá Framsóknarmönnum fara þeir
fram aftur Tryggvi Finnsson og Sigurður
Kr. Sigurðsson, en Aðalsteinn Jónasson,
sem skipaði þriðja sætið síðast er látinn.
Heimildarmaður okkar á Húsavík tel-
ur að ef miklar breytingar verða gerðar á
lista Alþýðubandalags miðað við síðustu
Árni Sigfússon er kannski
dæniigerður fyrir borg-
arstjórnarfulltrúa fram-
tíðarinnar. Hann eyddi
hundruðum þúsunda í
kosningabaráttu sína og
náði öruggu sæti. I viðtali
við dagblöð vildi hann
ekki viðurkenna að hann
væri frjálshyggjumaður,
en á hann var litið sem
fulltrúa yngri
frjálshyggjuafla flokksins.
kosningar gæti sá listi unnið aftur bæjar-
fulltrúann sem Alþýðubandalagið tapaði
síðast til Alþýðuflokks með 8 atkvæðum.
Núverandi meirihluti á Húsavík er
skipaður Framsóknarmönnum, Alþýðu-
flokksmönnum og Sjálfstæðismönnum,
en ef Alþýðubandalagið bætir við sig
manni gæti það þýtt meirihlutasamstarf
þess og Framsóknarflokks, og spillir ekki
fyrir þeim möguleika að þeir Kristján og
Tryggvi vinna saman við útgerð Kol-
beinseyjar, annar sem framkvæmdastjóri
en hinn sem útgerðarstjóri.
í Vestmannaeyjum hafa Sjálfstæðis-
menn nú 6 af 9 bæjarfulltrúum, en
reiknað er með að þeir missi alla vsga
einn þeirra í vor. Þrír fulltrúar flokksins í
bæjarstjórn hætta í vor, þau Sigurgeir
Ólafsson, sem hættir vegna sjúkleika,
Sigurbjörg Axelsdóttir og Þórður Rafn
Sigurðsson, sem var fyrsti varamaður f
bæjarstjórn.
Samkvæmt heimildum HEIMS-
MYNDAR er nokkur óánægja með störf
meirihlutans í Vestmannaeyjum og þykir
til dæmis hitaveita staðarins dýr, en þar
kostar tonnið af heitu vatni 59 krónur, en
nýlega samþykkti bæjarstjórn að nið-
urgreiða vatnið um 3 krónur tonnið, og
þótti ýmsum þessi aðgerð lykta dálítið af
kosningabaráttunni.
Eins og áður segir þykir næsta líklegt
að sjötti maður á lista Sjálfstæðisflokks
verði að láta sér lynda að vera varamaður
í bæjarstjórn og sagði einn viðmælenda
okkar í Vestmannaeyjum að Sjálfstæðis-
flokkurinn þyrfti að halda vel á spöð-
unum til að halda fimmta manninum
inni.
Þótt Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyj-
um virðist á einhverju undanhaldi er ekki
sömu sögu að segja af flokksbræðrum
þeirra á ísafirði. Eftir góða þátttöku, að
mati þeirra, í prófkjöri flokksins stefna
þeir á hreinan meirihluta í bæjarstjórn
kaupstaðarins næsta kjörtímabil.
Meirihlutinn nú er myndaður af Al-
þýðuflokki, Alþýðubandalagi, Fram-
sóknarflokki og Óháðum borgurum.
Mikili flótti virðist hafa gripið um sig í
röðum óháðra borgara því fjórir efstu
frambjóðendur í síðustu kosningum eru
farnir, ýmist úr bænum eða til annarra
flokka.
Þá flutti fulltrúi Alþýðubandalagsins,
Hallur Páll Jónsson, til Reykjavíkur fyrir
ári síðan og starfar nú hjá Kaupþingi hf,
en við sæti hans tekur Þuríður Péturs-
dóttir.
Guðmundur Sveinsson hjá Framsókn-
arflokknum hættir og er talið líklegt að
Einar Hreinsson, útgerðartæknir og
framkvæmdastjóri Smábátaeigendafél-
agsins Hugins taki við sæti hans, en
Framsóknarmenn viðhafa ekki prófkjör
að þessu sinni.
Hér hefur aðeins verið minnst á nokk-
ur sveitarfélög en mörgum sleppt. Það er
þó greinilegt miðað við þær upplýsingar
sem við öfluðum okkur víðs vegar um
landið að það má búast við nokkrum
sveiflum í kosningunum í vor.
Hvort spár heimildarmanna okkar ræt-
ast eða ekki skiptir kannski ekki megin-
máli, enda enn langt í kjördaginn og
kosningavélarnar rétt að fara af stað. Það
er hins vegar greinilegt á viðbúnaði
flokkanna að þeir leggja mikla áherslu á
að halda sínum fulltrúum inni í sveitar-
stjórnunum og eru þingmenn og ráðherr-
ar þegar farnir að leggja í leiðangra til að
styðja sveitarstjórnarmenn í kjördæmum
sínum og bjóða aðalskrifstofur flokkanna
í Reykjavík upp á aðra aðstoð í kosninga-
baráttunni.
Hver endanleg úrslit verða skal ósagt
látið en það verða greinilega miklar
sviptingar víða; miklar mannabreytingar
og ýmsir miklir skörungar sem hverfa af
sjónarsviðinu. Hver áhrif verða af þeim
breytingum geta aðeins úrslitin gefið til
kynna-og efnahagsástandið í landinu síð-
ustu daga og vikur fyrir kosningar getur
einnig haft mikil áhrif.
HEIMSMYND 41