Heimsmynd - 01.03.1986, Side 45

Heimsmynd - 01.03.1986, Side 45
ið okkur lexía? Hafskipsmálið stóð sem hæst. Þó var það Ólafur sem Albert segir að hafi verið \ einn aðal talsmaður þess á sínum tíma, að biðja sig að gerast formaður banka- ráðs Útvegsbankans, þegar hinn fyrr- nefndi var formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins í stjórnartíð Gunnars Thor- oddsen. Og nú situr Albert undir því ámæli að hafa samtímis verið stjórnarfor- maður hjá Hafskip. Annar maður í bankaráði Útvegsbanka er jafnframt þingmaður Alþýðubandalags, Garðar Sigurðsson, sá er vítti Helgarpóstinn harðlega fyrir rógburð í garð Hafskips þegar blaðið hóf umfjöllun á málinu síð- astliðið vor. Engu að síður eru Alþýðubandalags- menn og margir aðrir í stjórnarandstöð- unni á því að Hafskips-Útvegsbankamál- ið sé gífurlegt áfall fyrir Sjálfstæðisflokk, jafnvel frjálshyggjuna, sem átt hefurfylgi ** að fagna innan þess flokks á undanförn- um árum - á meðan ýmsir talsmenn þeirrar stefnu segja að Hafskips-Útvegs- bankamálið sé aðeins skýrt dæmi þess að breyta þurfi ríkisbönkum í hlutafélög og endanlega í einkabanka. Margir benda á að í Hafskipsmálinu sé aðalsökin Útvegs- bankans en eðli ríkisbankakerfisins feli í sér skort á ábyrgð, auk þess sem ríkis- bankar séu veikar lánastofnanir, ófærar um að veita atvinnulífinu þá þjónustu sem þörf sé á, fyrirtæki hafi vaxið meðan lítil breyting hafi orðið á í bankakerfinu. Af þessum sökum benti Morgunblaðið meðal annars á í Reykjavíkurbréfi í des- ember að Hafskip væri líklega ekki eina fyrirtækið sem yrði gjaldþrota á komandi mánuðum. Og yngri menn í röðum Sjálf- \, stæðisflokks segja fullum fetum nú að þeir vilji skera á tengsl stjórnmála og fjármálalífs með því að gerbreyta sjóða- kerfinu og breyta ríkisbönkum í hlutafé- lög. Með því móti einu sé hægt að rjúfa hin pólitísku tengsl, að markaðssjónar- miðið sé látið ráða í útlánastarfssemi til fyrirtækja og atvinnugreina. Ekki eru þó allir á því að hugur fylgi máli í þeirri ætlan að rjúfa hin pólitísku tengsl í fjármálalífinu. Guðmundur Ein- arsson þingmaður Bandalags jafnaðar- manna, sem einna fyrstur vakti máls á spurningunni um greiðslugetu Hafskips gagnvart Útvegsbankanum síðastliðið vor, er þeirrar skoðunar að menn muni litla lexíu læra af Hafskipsmálinu og allar þreifingar í þátt átt að rjúfa pólitísk tengsl í fjármálalífi verði sennilega kák eitt, áfram verði settir upp speglar til að villa mönnum sýn, eins og hann orðar það og bendir á Þróunarfélagið sem dæmi. í greiningu á þróun tengsla í pólitík og fjármálalífi bendir Ólafur Ragnar Gríms- son prófessor á að sú hefð hafi lengst af verið ríkjandi hér á landi að ákveðin stórfyrirtæki hafi haft mjög sterk pólitísk tengsl enda þurft á þeim að halda vegna fyrirgreiðslu í stjórnkerfinu og til að hafa aðgang að bankakerfinu. Stjórnmála- flokkar hafi lagt upp úr þessum tengslum meðal annars til að sýna fram á að þeirra menn væru í nánum tengslum við at- vinnuiífið auk þess sem stærstu flokkarn- ir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur, sæktu fylgi sitt meðal annars til forystunnar í atvinnulífinu. Bendir Ólaf- Albert Guðmunds- son ráðherra hefur setið undir ámæli fyrir að hafa verið formaður banka- ráðs Útvegsbank- ans samtímis sem hann var stjórnar- formaður hjá Haf- skip. Ljósm.: Jim Smart. HEIMSMYND 45
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.