Heimsmynd - 01.03.1986, Side 45
ið okkur lexía?
Hafskipsmálið stóð sem hæst. Þó var það
Ólafur sem Albert segir að hafi verið
\ einn aðal talsmaður þess á sínum tíma,
að biðja sig að gerast formaður banka-
ráðs Útvegsbankans, þegar hinn fyrr-
nefndi var formaður þingflokks Alþýðu-
bandalagsins í stjórnartíð Gunnars Thor-
oddsen. Og nú situr Albert undir því
ámæli að hafa samtímis verið stjórnarfor-
maður hjá Hafskip. Annar maður í
bankaráði Útvegsbanka er jafnframt
þingmaður Alþýðubandalags, Garðar
Sigurðsson, sá er vítti Helgarpóstinn
harðlega fyrir rógburð í garð Hafskips
þegar blaðið hóf umfjöllun á málinu síð-
astliðið vor.
Engu að síður eru Alþýðubandalags-
menn og margir aðrir í stjórnarandstöð-
unni á því að Hafskips-Útvegsbankamál-
ið sé gífurlegt áfall fyrir Sjálfstæðisflokk,
jafnvel frjálshyggjuna, sem átt hefurfylgi
** að fagna innan þess flokks á undanförn-
um árum - á meðan ýmsir talsmenn
þeirrar stefnu segja að Hafskips-Útvegs-
bankamálið sé aðeins skýrt dæmi þess að
breyta þurfi ríkisbönkum í hlutafélög og
endanlega í einkabanka. Margir benda á
að í Hafskipsmálinu sé aðalsökin Útvegs-
bankans en eðli ríkisbankakerfisins feli í
sér skort á ábyrgð, auk þess sem ríkis-
bankar séu veikar lánastofnanir, ófærar
um að veita atvinnulífinu þá þjónustu
sem þörf sé á, fyrirtæki hafi vaxið meðan
lítil breyting hafi orðið á í bankakerfinu.
Af þessum sökum benti Morgunblaðið
meðal annars á í Reykjavíkurbréfi í des-
ember að Hafskip væri líklega ekki eina
fyrirtækið sem yrði gjaldþrota á komandi
mánuðum. Og yngri menn í röðum Sjálf-
\,
stæðisflokks segja fullum fetum nú að
þeir vilji skera á tengsl stjórnmála og
fjármálalífs með því að gerbreyta sjóða-
kerfinu og breyta ríkisbönkum í hlutafé-
lög. Með því móti einu sé hægt að rjúfa
hin pólitísku tengsl, að markaðssjónar-
miðið sé látið ráða í útlánastarfssemi til
fyrirtækja og atvinnugreina.
Ekki eru þó allir á því að hugur fylgi
máli í þeirri ætlan að rjúfa hin pólitísku
tengsl í fjármálalífinu. Guðmundur Ein-
arsson þingmaður Bandalags jafnaðar-
manna, sem einna fyrstur vakti máls á
spurningunni um greiðslugetu Hafskips
gagnvart Útvegsbankanum síðastliðið
vor, er þeirrar skoðunar að menn muni
litla lexíu læra af Hafskipsmálinu og allar
þreifingar í þátt átt að rjúfa pólitísk
tengsl í fjármálalífi verði sennilega kák
eitt, áfram verði settir upp speglar til að
villa mönnum sýn, eins og hann orðar
það og bendir á Þróunarfélagið sem
dæmi.
í greiningu á þróun tengsla í pólitík og
fjármálalífi bendir Ólafur Ragnar Gríms-
son prófessor á að sú hefð hafi lengst af
verið ríkjandi hér á landi að ákveðin
stórfyrirtæki hafi haft mjög sterk pólitísk
tengsl enda þurft á þeim að halda vegna
fyrirgreiðslu í stjórnkerfinu og til að hafa
aðgang að bankakerfinu. Stjórnmála-
flokkar hafi lagt upp úr þessum tengslum
meðal annars til að sýna fram á að þeirra
menn væru í nánum tengslum við at-
vinnuiífið auk þess sem stærstu flokkarn-
ir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar-
flokkur, sæktu fylgi sitt meðal annars til
forystunnar í atvinnulífinu. Bendir Ólaf-
Albert Guðmunds-
son ráðherra hefur
setið undir ámæli
fyrir að hafa verið
formaður banka-
ráðs Útvegsbank-
ans samtímis sem
hann var stjórnar-
formaður hjá Haf-
skip. Ljósm.: Jim
Smart.
HEIMSMYND 45