Heimsmynd - 01.03.1986, Page 46

Heimsmynd - 01.03.1986, Page 46
ur Ragnar á tengsl Sambands íslenskra samvinnufélaga, Framsóknarflokks og Landsbankans, en allt frá því að Sigurður á Ystafelli skipaði Framsóknarmann í bankastjórastöðu í Landsbankanum 1917, hefur einn bankastjóri verið úr þeim flokki og SÍS er nú einn stærsti viðskiptavinur Landsbankans. Helgi Bergs einn bankastjóra Landsbankans er fyrrum þingmaður Framsóknarflokks og var áður einn af framkvæmdastjórum SÍS. Hinir stjórnmálaflokkarnir hafa einnig sín ítök í kerfinu. Bæði Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag festu sig í ses§i í fjármagnskerfinu í kringum bæjarfyrir- tæki ýmiskonar. Bent er á að Lúðvík Jósepsson fyrrum formaður Alþýðu- bandalagsins eigi sæti í bankaráði Lands- bankans jafnframt sem hann átt hafi sæti í stjórn Síldarvinnslunnar á Neskaups- stað, sem er stór viðskiptavinur bankans. Fáir neita því að þetta kerfi sé í gangi og flestir virðast gera sér grein fyrir því að æðstu menn í bankakerfinu eru jafnframt oftar en ekki virkir í flokkspólitísku starfi. Bæði frjálshyggjumenn og vinstri menn hafa bent á í samtölum við HEIMSMYND hversu mótsagnakennt það sé að Sjálfstæðisflokkurinn skuli í orði berjast fyrir einkaframtaki en í verki hamast við að raða sínum mönnum á ríkisjötuna. Einn frjálshyggjumaður orð- aði það svo að,„sumum forystumönnum flokksins virðist meira í mun að sjálfstæð- ismenn stjórni sósíalismanum en að sósí- alisminn sé lagður að velli." Á það er bent að Jónas Rafnar fyrrum bankastjóri Útvegsbankans og tengda- faðir Þorsteins Pálssonar er formaður bankaráðs Seðlabankans, sem á að hafa eftirlit með bönkunum. Jónas Haralz bankastjóri Landsbankans á jafnframt sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokks. For- maður bankaráðs Landsbankans er Pétur Sigurðsson þingmaður Sjálfstæðisflokks. í öðrum ríkisbanka og þeim umdeildasta um þessar mundir var Albert Guðmunds- son eins og fyrr getur formaður banka- ráðs jafnfram sem hann sat í stjórn Haf- skips. Núverandi formaður bankaráðs Útvegsbankans er Valdimar Indriðason, einnig þingmaður Sjálfstæðisflokks. Þótt þingmaður úr sama flokki hafi bent á að Valdimar hefði „mjög hreinan skjöld, því Útvegsbankinn er ekki með nein úti- bú í hans kjördæmi á Vesturlandi.“ Sami þingmaður sagði öðru máli gegna um þingmann Alþýðubandalagsins í banka- ráði Útvegsbankans, Garðar Sigurðsson væri úr Suðurlandskjördæmi, en útibú Útvegsbankans í Vestmannaeyjum væri næstum jafnstórt og aðalbankinn í Reykjavík. Hve pólitísk bankaráðin eru óháð út- lánastarfssemi, veldur mörgum sem um þessi mála hugsa þungum áhyggjum, sem og samtrygging í stjórnmála- og fjármála- lífi almennt. En þetta er engin nýlunda. Allt frá því að bankarnir lentu undir pólitískri stjórn upp úr 1930 hefur verið um að ræða samtryggingu öflugustu stjórnmálaflokk- anna. Benjamín Eiríksson hagfræðingur benti þegar árið 1938 á það, í bók sinni Orsakir erfiðleikanna í atvinnu- og gjald- eyrismálunum, að stærstu viðskiptavinir ríkisbankanna ættu fulltrúa í banka- ráðum þeirra. Fyrir utan fulltrúa SIS benti hann á Thorsfjölskylduna sem átti stærsta útgerðarfyrirtæki á íslandi og hafði fulltrúa í bankaráði Landsbankans. Sem dæmi um hin nánu tengsl stjórn- málaflokka og ríkisbanka má nefna að báðir framkvæmdastjórar Sjálfstæðis- flokksins á árunum 1945 til 1960, þeir Jóhann Hafstein og Magnús Jónsson urðu bankastjórar er þeir létu af störfum hjá flokknum, Jóhann í Útvegsbankan- um og Magnús í Búnaðarbankanum. Margir segja það kaldhæðni að vinstri flokkarnir, sem nú gagnrýna tengsl Út- vegsbankans við Sjálfstæðisflokkinn höfðu forgöngu um það árið 1957 að gera bankann að algerum ríkisbanka en fyrir þann tíma hafði um það bil helmingur hlutafjár hans verið í eigu einkaaðila. Með því skrefi var auðvitað pólitísk stjórn á bankanum aukin og þykjast margir sjá afieiðingarnar meðal annars á Hafskipsmálinu. Margir spyrja hvert sé baksvið þessara umbrota í fjármálalífinu. Ólafur Ragnar Grímsson prófessor telur að þrjár megin- breytingar hafi orðið síðustu tvo áratug- ina. í fyrsta lagi hafi komið fram á sjón- arsviðið hópur athafnamanna upp úr 1960. Þessir menn hafi fljótlega fundið fyrir því að þeir voru ekki innundir hjá hinum gömlu pólitísku úthlutunar- stjórum. Þeir hafi lent í samkeppni um fyrirgreiðslu við gömlu valdakjarnana. Aðrir benda á í þessu sambandi, að í eins litlu þjóðfélagi og hinu íslenska geti náin tengsl forystumanna í fjármálalífi og stjórnmálum varla komið á óvart, til dæmis geti það verið tilviljun ein hvernig Thorsættin, Engeyjarættin og Haf- steinættin hafi tengst, þar sem Jóhann Björgólfur Guð- mundsson fyrrum forstjóri Hafskips var formaður Varðar, félags sjálf- stæðismanna í Reykjavík. 46 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.