Heimsmynd - 01.03.1986, Page 55
Hann er fremur lágur vexti, með svart
passíuhár og skegg. 36 ára gamall og á að
baki Iangan feril í blaðamennsku eða í
þeim heimi, sem hann hefur verið viðloð-
andi allt frá 15 ára aldri. Halldór Hall-
dórsson. er íslenski rannsóknarblaðamað-
urínn. Ritstjórinn, sem hóf störf hjá Helg-
arpóstinum fyrir rúmu ári síðan, mað-
urinn sem hóf umræðuna um Haf-
skipsmálið og hefur átt stóran þátt í að
þrefalda upplag blaðs síns á þessum tíma.
Er hann eins og litla konan sem Abra-
ham Lincoln Bandaríkjaforseti sagði að
hefði með bókinni Kofi Tómasar frænda
ýtt þrælastríðinu af stað? Ljóst er að það
voru ýkjur, rétt eins og það eru ýkjur að
segja að Halldór Halldórsson hafi hrund-
ið einhverju stríði af stað. Hann hefur
hins vegar átt stóran þátt í því að ákveðin
umræða hófst í kjölfar gjaldþrots Haf-
skips - umræða um pólitíska spillingu.
„Umræða sem er þó gagnslaus nema
gripið sé til aðgerða," eins og hann orðar
það sjálfur nú um þessar mundir þegar
hann segir með nokkru stolti að hann sé
að sökkva á kaf ofan í næsta rann-
sóknarmál sitt...
„Ég viðurkenni að það þurfti svolítið
sterk bein til að byrja með,“ segir hann
með tilvísun til upphafs umfjöllunar sinn-
ar um Hafskip á síðasta vori.
“Þetta er tvímælalaust stærsta og erfið-
asta mál, sem ég hef tekið á,“ segir hann
og bætir við að umfjöllun hans um þetta
mál hafi staðfest þann grun hans að fjöl-
Halldór Halldórsson:
„MaSur er einn í
svona skrifum og
oft einmana. Mað-
ur er varnarlaus!“
(Ljósm. Árni Sæberg.)
BEITTUR
ÞRÝSTINGI
Ritstjórinn sem hóf umfjöllunina
HEIMSMYND 55