Heimsmynd - 01.03.1986, Page 66
r
Björgunarmenn nú á dögum notast við þyrlur, snjóbíla, trukka og önnur tæki. Hér
færir þyrla landhelgisgæslunnar björgunarmönnum vistir upp að Grímsvötnum.
Björgunarsveitarmenn koma til byggða eftir vel heppnaða leit að tólf vélsleðamönnum.
Ljósm. Róbert Ágústsson.
Slysavarnafélagar æfa sig í meðferð nýrra björgunarbáta.
alpahúfur þær sem Flugbjörgunarsveitar-
menn í Reykjavík ganga með eru sömu
tegundar og sérsveitir ýmissa herja ganga
með. SAS sveitirnar ganga með svartar
húfur af þessari gerð og breskir fallhlífa-
hermenn með brúnar.
SKILYRÐISLAUS HLÝÐNI
Allar sveitirnar krefjast skilyrðis-
lausrar hlýðni. Enda liggur það í eðli
starfans; það verður að vera hægt að
treysta þessum mönnum fyrir ákaflega
vandasömum verkefnum.
Hvergi gengur þessi hlýðnisskylda þó
jafn langt og einmitt hjá þeim Flugbjörg-
unarsveitarmönnum: Maður sem ekki
hlýðir yfirboðara hefur ekkert hjá okkur
að gera. Hitt er svo anrtað mál að yfirboð-
arinn sjálfur getur þurft að taka til hend-
inni við þau verk sem hann er að skipa
undirmanni sínum með lœgri „rank“ að
gera, sagði einn af forvígismönnum fall-
hlífarsveitar Flugbjörgunarsveitarinnar í
samtali við HEIMSMYND.
Orðbragð, klæðnaður, áhugamál og
menntun bendir til þess að góður hópur
einstaklinga í Flugbjörgunarsveitinni
vildi vera í her, væri slík stofnun starf-
andi hér. Já, ég býst við því að margir
okkar manna myndu ganga í her ef hann
á annað borð væri stofnaður, sagði for-
vígismaðurinn. Military stock, rescue
team og mörg önnur hugtök heyrast í
skála þeirra í Nauthólsvík.
FJALLAHERMAÐUR í
VESTMANNAEYJUM
Fleiri sveitir en Flugbjörgunarsveitin í
Reykjavík hafa orðið fyrir áhrifum af
hálfu hermanna og þeirrar þjálfunar sem
þeir njóta. Júgóslavneskur maður sem
vann í fiski í Vestmannaeyjum tók að sér
að þjálfa þá eyjarskeggja í Hjálparsveit
skáta í kringum 1970. Júgóslavinn
reyndist síðan vera þjálfaður fjallaher-
maður, enda kom í ljós að hann lagði
mikla áherslu á alls kyns fjallamennsku-
æfingar og urðu Vestmannaeyingar fyrst-
ir til að gera út stóran leiðangur sem
skyldi klífa fjallið Kilimanjaro - og það
afrek reyndist mikil lyftistöng fyrir ís-
lenska fjallamenn.
Þegar fram liðu stundir varð fjalla-
mennskan sífellt viðameiri þáttur í starf-
inu og nú á síðustu árum hafa íslenskir
fjallamenn staðið jafnfætis heimsins
bestu leiðangursmönnum á fjallaslóðum
víða í heiminum.
SIGLÍNA í RÖNGUM LIT
Eins og áður hefur komið fram eru
margvíslegar hvatir að baki þeirri
ákvörðun að ganga í björgunarsveit og
jafnvel eru til þeir menn sem leggja allt
sitt upp úr búnaðinum og þá sérstakri
björgunarsveitartísku sem ekki er þekkt
meðal almennings. Skíðin verða að vera í
réttum litum og einnig göngustafir í stíl.
Allt fylgir þetta flóknum formúlum sem
engir nema meðlimir hópsins skilja því
þeir miða við þau norm sem viðtekin eru
hverju sinni.
Þó getur búnaðardellan gengið út í
4
*
>
i
■«
i
66 HEIMSMYND