Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 68

Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 68
m Lagt af stað úr Reykjavík til bjargar manni úr jökulsprungu í Kverkfjöllum. öfgar. Verslunarstjóri Skátabúðarinnar varð eitt sinn var við að lítil sala var á siglínum sem hann hafði pantað. Þegar hann komst að ástæðunni blöskraði hon- um; línurnar voru af röngum lit. KARLMENNSKAN UPPMÁLUÐ Meðlimir björgunarsveita virðast sækj- ast mikið eftir því að vera karlmannlegir. Ekki er með þessu átt við að menn vilji ganga sérstaklega beinir í baki, heldur er það eins og víða annars staðar þar sem hópar ævintýramanna koma saman-að þar gerast hlutirnir. Ef sportið er ekki til þá er bara að búa það til. Eitt dæmi um slíkt. Menn leigja þyrlu undir sig og sitt, sem skilar þeim upp á Eiríksjökul eða á annan ákjósanlegan stað. Með stutt gönguskíði á bakinu er stigið út úr þyrl- unni og síðan þeytast menn niður. Fjallgöngur og erfiðar æfingar sem oft standa sólarhringum saman einkenna að miklu leyti starfsemi hjálparsveitanna. Þá eru ótaldar þrekæfingar, betl um aura fyrir nýjum tækjum og mikil önnur starfs- semi. Það er ekki meðalmaðurinn sem tekur þátt í maraþonsfjallahlaupi eins og nokkrir harðjaxlar út skátunum stund- uðu á sínum tíma. Köfun í ísköldum sjón- um hér við land, bjargsig, fjallamennska, fallhlífarstökk, svifdrekaflug og leitir við erfiðar aðstæður gera það að verkum að þeir menn sem veljast í björgunar- sveitirnar verða að vera öðrum meiri hvað varðar atgervi og hreysti. HERSTJ ÓRAR Þeir menn sem hafa náð langt í met- orðastiganum hjá hinum ýmsu björgun- arsveitum hafa svipað vald og herstjórar erlendis. Þeir hafa ákveðinn mannskap undir höndum til að vinna ákveðin verk. Pað er oft erfið ákvörðun að senda menn til þess að vinna tvísýn verkefni og vita ekki hvort þeir koma til baka, sagði einn af þeim mönnum sem er við stjórnvölinn í herbúðum skátanna. Nauðsynlegt er fyrir yfirmanninn að gerþekkja þá menn sem vinna undir hans stjórn hverju sinni, svo mögulegt sé að tefla fram því sem þörf er á til að árangur náist. ATVTNNUBJÖRGUNARMENN Draumurinn hjá mörgum þeirra, sem manna sveitir þær er leita rjúpnaskytta og illa búinna fjallagarpa, er að stofnuð verði atvinnubjörgunarsveit þar sem þeir geti varið öllum sínum tíma við æfingar og áætlunargerð. Af þessu verður þó ekki meðan þessi kynslóð sem nú stendur í þessu er á ferli á fjöllum uppi, því eina framlagið sem ríkið veitir í raun til þess- arar starfsemi eru laun Snorra Magnús- sonar, mannsins sem sér um sporhund- ana fyrir Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði. Hjálparsveitirnar sjálfar sjá um af- ganginn. Á meðan þessir úrvalsmenn vilja lifa og hrærast í björgunarstörfum og því sem þeim fylgja, og eiga afkomu sína undir happadrættum og flugeldasölu, er ekki viðbúið að við eignumst okkar útgáfu af glaða græna risanum sem þeir Kefla- víkurmenn státa af. 68 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.